Stór dagur hjá Rúnari Rúnarssyni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 12:06 Rúnar Rúnarsson á kvikmyndahátíðinni Seminci á Spáni þar sem hann var valinn besti leikstjórinn. Getty/Juan Naharro Gimenez Rúnar Rúnarsson á möguleika á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum og Kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs í ár fyrir kvikmyndina Bergmál. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða afhent í Hörpu í Reykjavík í ár og fara þau fram þann 12. desember næstkomandi. Í dag var birtur listi yfir 32 kvikmyndir sem koma til greina í vali dómnefndar. Íslendingar tóku þátt í tveimur þessara mynda. Endanlegar tilnefningar verða síðan tilkynntar þann 7. nóvember. Kvikmyndin Bergmál komst á listann í forvali verðlaunanna í ár. Rúnar skrifaði handritið og er einnig leikstjóri myndarinnar. Kvikmyndin Between Heaven and Earth er einnig á listanum en á meðal framleiðanda eru Elísabet Rónaldsdóttir, Eggert Ketilsson og Fahad Falur Jabali. Í dag var einnig tilkynnt hvaða fimm kvikmyndir eru tilnefndar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2020. Bergmál er þar tilnefnd fyrir hönd Íslands en tilkynnt var um þetta á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Haugasundi í dag. Handhafi verðlaunanna verður kynntur í Reykjavík þann 27. október í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Rúnar, Lilja Ósk Snorradóttir og Live Hide eru framleiðendur Bergmáls. Verðlaunaféð nemur 350 þúsundum danskra króna og skipta handritshöfundur, leikstjóri og framleiðandi upphæðinni á milli sín samkvæmt tilkynningu á vef Norðurlandaráðs. Bergmál vann til alþjóðlegra verðlauna á kvikmyndahátíðinni Locarno.Nimbus Iceland Rúnar hefur hlotið mikið lof fyrir Bergmál, á ensku Echo, og hann hefur meðal annars hlotið verðlaun fyrir bestu leikstjórn á Seminci, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Valladolid á Spáni. Hún mælist einnig vel fyrir hjá gagnrýnendum, þar á meðal í The Guardian fyrr í mánuðinum. Bergmál er kvikmynd þar sem örsögur úr samtímanum fléttast saman á ljóðrænan hátt og mynda samtímaspegil frá Íslandi í aðdraganda jóla. Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Tengdar fréttir Rúnar fær verðlaun á Spáni fyrir leikstjórn Um síðustu helgi lauk Seminci, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Valladolid á Spáni, sem er ein stærsta hátíðin á Spáni og var haldin í sextugasta og fjórða sinn í ár. 1. nóvember 2019 15:30 Bergmál Rúnars Rúnarssonar vann til alþjóðlegra kvikmyndaverðlauna Bergmál, ný kvikmynd Rúnars Rúnarssonar leikstjóra, vann til verðlauna á kvikmyndahátíðinni Locarno í Sviss. 17. ágúst 2019 16:36 Arctic og Bergmál á kvikmyndahátíðinni í Cannes Kvikmyndirnar Arctic og Bergmál hafa verið valdar til þátttöku á kvikmyndahátíðina í Cannes. 13. apríl 2018 16:15 Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í Reykjavík árið 2020 Verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna verður haldin í Hörpu í Reykjavík í desember árið 2020. 28. febrúar 2019 07:57 Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Lífið Fleiri fréttir Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Rúnar Rúnarsson á möguleika á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum og Kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs í ár fyrir kvikmyndina Bergmál. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða afhent í Hörpu í Reykjavík í ár og fara þau fram þann 12. desember næstkomandi. Í dag var birtur listi yfir 32 kvikmyndir sem koma til greina í vali dómnefndar. Íslendingar tóku þátt í tveimur þessara mynda. Endanlegar tilnefningar verða síðan tilkynntar þann 7. nóvember. Kvikmyndin Bergmál komst á listann í forvali verðlaunanna í ár. Rúnar skrifaði handritið og er einnig leikstjóri myndarinnar. Kvikmyndin Between Heaven and Earth er einnig á listanum en á meðal framleiðanda eru Elísabet Rónaldsdóttir, Eggert Ketilsson og Fahad Falur Jabali. Í dag var einnig tilkynnt hvaða fimm kvikmyndir eru tilnefndar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2020. Bergmál er þar tilnefnd fyrir hönd Íslands en tilkynnt var um þetta á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Haugasundi í dag. Handhafi verðlaunanna verður kynntur í Reykjavík þann 27. október í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Rúnar, Lilja Ósk Snorradóttir og Live Hide eru framleiðendur Bergmáls. Verðlaunaféð nemur 350 þúsundum danskra króna og skipta handritshöfundur, leikstjóri og framleiðandi upphæðinni á milli sín samkvæmt tilkynningu á vef Norðurlandaráðs. Bergmál vann til alþjóðlegra verðlauna á kvikmyndahátíðinni Locarno.Nimbus Iceland Rúnar hefur hlotið mikið lof fyrir Bergmál, á ensku Echo, og hann hefur meðal annars hlotið verðlaun fyrir bestu leikstjórn á Seminci, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Valladolid á Spáni. Hún mælist einnig vel fyrir hjá gagnrýnendum, þar á meðal í The Guardian fyrr í mánuðinum. Bergmál er kvikmynd þar sem örsögur úr samtímanum fléttast saman á ljóðrænan hátt og mynda samtímaspegil frá Íslandi í aðdraganda jóla.
Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Tengdar fréttir Rúnar fær verðlaun á Spáni fyrir leikstjórn Um síðustu helgi lauk Seminci, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Valladolid á Spáni, sem er ein stærsta hátíðin á Spáni og var haldin í sextugasta og fjórða sinn í ár. 1. nóvember 2019 15:30 Bergmál Rúnars Rúnarssonar vann til alþjóðlegra kvikmyndaverðlauna Bergmál, ný kvikmynd Rúnars Rúnarssonar leikstjóra, vann til verðlauna á kvikmyndahátíðinni Locarno í Sviss. 17. ágúst 2019 16:36 Arctic og Bergmál á kvikmyndahátíðinni í Cannes Kvikmyndirnar Arctic og Bergmál hafa verið valdar til þátttöku á kvikmyndahátíðina í Cannes. 13. apríl 2018 16:15 Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í Reykjavík árið 2020 Verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna verður haldin í Hörpu í Reykjavík í desember árið 2020. 28. febrúar 2019 07:57 Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Lífið Fleiri fréttir Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Rúnar fær verðlaun á Spáni fyrir leikstjórn Um síðustu helgi lauk Seminci, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Valladolid á Spáni, sem er ein stærsta hátíðin á Spáni og var haldin í sextugasta og fjórða sinn í ár. 1. nóvember 2019 15:30
Bergmál Rúnars Rúnarssonar vann til alþjóðlegra kvikmyndaverðlauna Bergmál, ný kvikmynd Rúnars Rúnarssonar leikstjóra, vann til verðlauna á kvikmyndahátíðinni Locarno í Sviss. 17. ágúst 2019 16:36
Arctic og Bergmál á kvikmyndahátíðinni í Cannes Kvikmyndirnar Arctic og Bergmál hafa verið valdar til þátttöku á kvikmyndahátíðina í Cannes. 13. apríl 2018 16:15
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í Reykjavík árið 2020 Verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna verður haldin í Hörpu í Reykjavík í desember árið 2020. 28. febrúar 2019 07:57
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein