Handtökur lögreglunnar í aðgerðum í og við Hvalfjarðargöng á tíunda tímanum í morgun voru fimm talsins en um fíkniefnamál var að ræða, þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.
Fimmmenningarnir voru á tveimur bílum og var annar þeirra stöðvaður í göngunum sjálfum en hinn við norðurenda ganganna. Í fórum mannanna fundust fíkniefna og telst málið að mestu upplýst.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu naut liðsinnis lögreglunnar á Vesturlandi og sérsveitar ríkislögreglustjóra við aðgerðirnar. Aðgerðirnar hófust eftir að tilkynning barst um grunsamlegar mannaferðir.
