Áætlanir til um innviðauppbyggingu upp á tæpa þúsund milljarða Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2020 21:14 Ríkisstjórnin ætlar að setja tæpa þrjátíu milljarða króna til uppbyggingar innviða þar sem ýmsir veikleikar komu í ljós í óveðrum í desember. Forsætisráðherra segir að á næstu tíu árum eigi allir landsmenn að búa við sama raforku- og fjarskiptaöryggi. Átakshópur sem ríkisstjórnin skipaði eftir óveður í desember hefur skilað frá sér yfirgripsmikilli greiningu og tillögum um uppbyggingu helstu innviða í raforku- og samskiptakerfum landsmanna sem og snjóflóðavarna. Samkvæmt skýrslunni eru til áætlanir hjá ráðuneytum, stofnunum, ríkisfyrirtækjum og einkaaðilum í fjarskiptum upp á 900 milljarða á næstu tíu árum. Framlag ríkisstjórnarinnar upp á 27 milljarða króna bætist þar ofan á. Uppbyggingu snjóflóðavarna verður einnig flýtt um 20 ár og á að vera lokið árið 2030. Þá verður lagningu rafstrengja í jörð flýtt, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Við erum að tala um eftir fimm ár. Þá sé þessari lagningu jarðstrengja um land allt lokið. Það eru stóru tíðindin; flýting jarðstrengjanna annars vegar og flýting snjóflóðavarna hins vegar. Það var ákveðið að taka þær sérstaklega fyrir í þessari vinnu eftir að snjóflóðin féllu fyrir vestan,“ segir Katrín. Flókið regluverk tefur uppbyggingu Aðgerðahópurinn listar upp 540 aðgerðir sem grípa þurfi til um allt land og er hægt að kynna sér þær á innvidir2020.is fyrir hvert landsvæði. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að það hafi verið nauðsynlegt að horfast í augu við þá veikleika sem óveðrið leiddi í ljós. „Við þurfum líka að horfast í augu við það að við höfum sjálf verið að gera okkur þetta erfitt. Með of ströngu og of flóknu regluverki. Þess vegna er það ein af megin niðurstöðunum hér að við þurfum að einfalda leyfisveitingaferli. þannig að þær stofnanir sem við höfum falið það hlutverk að sjá um öryggi landsmanna þegar að þessum þáttum kemur geti rækt það hlutverk,“ sagði Bjarni. Hann nefndi Landsnet sérstaklega í þessu samhengi. „Ef við skoðum bara fyrirtæki eins og Landsnet og þær áætlanir sem það fyrirtæki hefur haft frá stofnun um framkvæmdir og berum það saman við það sem hefur raungerst, þá dregst upp mjög dapurleg staða,“ sagði fjármálaráðherra. Þessar aðgerðir eru vegna veikleika sem óveður leiddu í ljós. En Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir ríkisstjórnina boða víðtækari innviðauppbyggingu í samgöngum og fleira. „Eins og forsætisráðherra kom hér inn á að í tengslum við fjármálaáætlun sem kynnt verður í lok næsta mánaðar. Þar munum við koma fram með frekari aðgerðir, efnahagsaðgerðir til að takast á við það,“ sagði Sigurður Ingi. Fjarskipti Óveður 10. og 11. desember 2019 Samgöngur Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar í MR segjast virða kröfur kennara en gagnrýna verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Sjá meira
Ríkisstjórnin ætlar að setja tæpa þrjátíu milljarða króna til uppbyggingar innviða þar sem ýmsir veikleikar komu í ljós í óveðrum í desember. Forsætisráðherra segir að á næstu tíu árum eigi allir landsmenn að búa við sama raforku- og fjarskiptaöryggi. Átakshópur sem ríkisstjórnin skipaði eftir óveður í desember hefur skilað frá sér yfirgripsmikilli greiningu og tillögum um uppbyggingu helstu innviða í raforku- og samskiptakerfum landsmanna sem og snjóflóðavarna. Samkvæmt skýrslunni eru til áætlanir hjá ráðuneytum, stofnunum, ríkisfyrirtækjum og einkaaðilum í fjarskiptum upp á 900 milljarða á næstu tíu árum. Framlag ríkisstjórnarinnar upp á 27 milljarða króna bætist þar ofan á. Uppbyggingu snjóflóðavarna verður einnig flýtt um 20 ár og á að vera lokið árið 2030. Þá verður lagningu rafstrengja í jörð flýtt, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Við erum að tala um eftir fimm ár. Þá sé þessari lagningu jarðstrengja um land allt lokið. Það eru stóru tíðindin; flýting jarðstrengjanna annars vegar og flýting snjóflóðavarna hins vegar. Það var ákveðið að taka þær sérstaklega fyrir í þessari vinnu eftir að snjóflóðin féllu fyrir vestan,“ segir Katrín. Flókið regluverk tefur uppbyggingu Aðgerðahópurinn listar upp 540 aðgerðir sem grípa þurfi til um allt land og er hægt að kynna sér þær á innvidir2020.is fyrir hvert landsvæði. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að það hafi verið nauðsynlegt að horfast í augu við þá veikleika sem óveðrið leiddi í ljós. „Við þurfum líka að horfast í augu við það að við höfum sjálf verið að gera okkur þetta erfitt. Með of ströngu og of flóknu regluverki. Þess vegna er það ein af megin niðurstöðunum hér að við þurfum að einfalda leyfisveitingaferli. þannig að þær stofnanir sem við höfum falið það hlutverk að sjá um öryggi landsmanna þegar að þessum þáttum kemur geti rækt það hlutverk,“ sagði Bjarni. Hann nefndi Landsnet sérstaklega í þessu samhengi. „Ef við skoðum bara fyrirtæki eins og Landsnet og þær áætlanir sem það fyrirtæki hefur haft frá stofnun um framkvæmdir og berum það saman við það sem hefur raungerst, þá dregst upp mjög dapurleg staða,“ sagði fjármálaráðherra. Þessar aðgerðir eru vegna veikleika sem óveður leiddu í ljós. En Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir ríkisstjórnina boða víðtækari innviðauppbyggingu í samgöngum og fleira. „Eins og forsætisráðherra kom hér inn á að í tengslum við fjármálaáætlun sem kynnt verður í lok næsta mánaðar. Þar munum við koma fram með frekari aðgerðir, efnahagsaðgerðir til að takast á við það,“ sagði Sigurður Ingi.
Fjarskipti Óveður 10. og 11. desember 2019 Samgöngur Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar í MR segjast virða kröfur kennara en gagnrýna verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Sjá meira