Menning

Brynhildur veður í óhefðbundinn Makbeð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Brynhildur heldur áfram að vinna með verk Sheaspeare í Borgarleikhúsinu.
Brynhildur heldur áfram að vinna með verk Sheaspeare í Borgarleikhúsinu. Borgarleikhúsið

Brynhildur Guðjónsdóttir, nýráðin leikhússtjóri Borgarleikhússins, mun leikstýra einu þekktasta leikriti Shakespeares Makbeð sem áætlað er að frumsýna á Stóra sviði Borgarleikhússins haustið 2021. Brynhildur vann Grímuverðlaunin sem leikstjóri ársins árið 2019 fyrir Shakespeare leikritið Ríkharður III í Borgarleikhúsinu í fyrra.

„Ég er mjög spennt fyrir því að halda áfram á þeirri vegferð sem ég hef verið á sem leikstjóri, að vinna með texta og verk klassísku leikskáldanna,“ segir Brynhildur Guðjónsdóttir, sem síðast leikstýrði Vanja frændi eftir Anton Tsjekhov sem er í sýningu í Borgarleikhúsinu.

„Við lögðum upp með að fara óhefðbundar leiðir með Ríkharð III og hugmyndin er að gera slíkt hið sama með Makbeð.“

Fremsta leiklistarfólk landsins muni skipa hið listræna teymi ásamt Brynhildi. Verið sé að skipa í hlutverk.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×