Útilokar ekki að fresta Ólympíuleikunum um eitt ár Ísak Hallmundarson skrifar 27. febrúar 2020 15:00 Verður Ólympíuleikunum frestað vegna kórónaveirunnar? Vísir/Reuters Ólympíuleikunum sem eiga að fara fram í Tókýó í sumar verður frestað ef þess gerist þörf, segir Dick Pound, meðlimur stjórnar Alþjóðlega Ólympíuráðsins. Pound útilokar ekki möguleikan á að fresta Ólympíuleikunum um eitt ár. Hann vill þó að keppendum sem eru á fullu að undirbúa sig fyrir leikana í Tokýó í sumar sé ljóst að allt verði lagt í sölurnar til að halda Ólympíuleikanna á réttum tíma en þeir eiga að hefjast þann 24. júlí næstkomandi. „Einungis ef allt fer á versta veg með veiruna munum við þurfa að fresta Ólympíuleikunum, heilsa alþjóðasamfélagsins er mikilvægari,“ sagði Pound í viðtali sem birtist á vef Independent. „Við munum gera okkar allra besta til að tryggja að þið fáið Ólympíuleika í sumar," sagði Pound einnig. Pound segir að ákvörðunin muni verða byggð á mati Ólympíuráðsis, stjórnvalda í Tokýó, ríkisstjórna sem og alþjóðlegra stofnanna, hvort það teljist öruggt að halda Ólympíuleika árið 2020. Fari svo að þurfi að fresta leikunum yrði þeim frestað til sumarsins 2021 þar sem þá myndu þeir ekki skarast á við aðra íþróttaviðburði. Á dögunum kallaði Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, eftir því að öllum íþróttaviðburðum yrði frestað í að lágmarki tvær vikur eftir að tvö tilfelli kórónaveirunnar leiddu til dauðsfalla nýlega í landinu. Hefur það aukið enn á áhyggjur japanskra stjórnvalda um mögulega útbreiðslu veirunnar í landinu. Katsunobu Kato, heilbrigðismálaráðherra Japans, var spurður út í málið á dögunum og vildi hann nú ekki fara ræða það að fresta leikunum „Þú nefnir Ólympíuleikanna í Tókýó en við erum að tala um daginn i dag. Ólympíuleikarnir eru í júlí og þetta er ekki rétti tíminn til að ræða aðgerðir vegna þeirra. Það er of snemmt að tala um að aflýsa Ólympíuleikunum. Okkar stefna í dag er að gera ráðstafanir vegna stöðunnar í dag og það strax.“ Kórónaveiran hefur haft mikil áhrif á íþróttalíf heimsins undanfarið en til að mynda mun Berglind Björg Þorvaldsdóttir ekki fara með íslenska landsliðinu til Spánar og þá verða stórleikir á Ítalíu leiknir fyrir luktum dyrum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Japan Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir „Of snemmt að tala um að aflýsa Ólympíuleikunum“ Margir hafa áhyggjur af Ólympíuleikunum í sumar vegna óvissuástandsins vegna Covid19 kórónuveirunnar. 25. febrúar 2020 21:00 Kórónuveiran farin að hafa áhrif á íslenska kvennalandsliðið í fótbolta Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu á Pinatar Cup æfingamótinu á Spáni sem hefst í byrjun næsta mánaðar. 27. febrúar 2020 10:32 Lukaku og samherjar leika fyrir luktum dyrum vegna kórónaveirunnar Leikur Inter Milan og Ludogorets verður leikinn fyrir luktum dyrum vegna kórónaveirunnar er liðin mætast í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. 25. febrúar 2020 12:30 Toppslagur Inter og Juventus fer fram fyrir luktum dyrum Engir áhorfendur verða á Allianz vellinum í Tórínó þegar Inter tekur á móti Juventus í toppslag í ítölsku úrvalsdeildinni á sunnudagskvöldið. 25. febrúar 2020 14:09 Sportpakkinn: Kórónaveiran hefur mikil áhrif á næstu leiki Inter Engir áhorfendur verða á næstu tveimur leikjum Inter. 25. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sjá meira
Ólympíuleikunum sem eiga að fara fram í Tókýó í sumar verður frestað ef þess gerist þörf, segir Dick Pound, meðlimur stjórnar Alþjóðlega Ólympíuráðsins. Pound útilokar ekki möguleikan á að fresta Ólympíuleikunum um eitt ár. Hann vill þó að keppendum sem eru á fullu að undirbúa sig fyrir leikana í Tokýó í sumar sé ljóst að allt verði lagt í sölurnar til að halda Ólympíuleikanna á réttum tíma en þeir eiga að hefjast þann 24. júlí næstkomandi. „Einungis ef allt fer á versta veg með veiruna munum við þurfa að fresta Ólympíuleikunum, heilsa alþjóðasamfélagsins er mikilvægari,“ sagði Pound í viðtali sem birtist á vef Independent. „Við munum gera okkar allra besta til að tryggja að þið fáið Ólympíuleika í sumar," sagði Pound einnig. Pound segir að ákvörðunin muni verða byggð á mati Ólympíuráðsis, stjórnvalda í Tokýó, ríkisstjórna sem og alþjóðlegra stofnanna, hvort það teljist öruggt að halda Ólympíuleika árið 2020. Fari svo að þurfi að fresta leikunum yrði þeim frestað til sumarsins 2021 þar sem þá myndu þeir ekki skarast á við aðra íþróttaviðburði. Á dögunum kallaði Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, eftir því að öllum íþróttaviðburðum yrði frestað í að lágmarki tvær vikur eftir að tvö tilfelli kórónaveirunnar leiddu til dauðsfalla nýlega í landinu. Hefur það aukið enn á áhyggjur japanskra stjórnvalda um mögulega útbreiðslu veirunnar í landinu. Katsunobu Kato, heilbrigðismálaráðherra Japans, var spurður út í málið á dögunum og vildi hann nú ekki fara ræða það að fresta leikunum „Þú nefnir Ólympíuleikanna í Tókýó en við erum að tala um daginn i dag. Ólympíuleikarnir eru í júlí og þetta er ekki rétti tíminn til að ræða aðgerðir vegna þeirra. Það er of snemmt að tala um að aflýsa Ólympíuleikunum. Okkar stefna í dag er að gera ráðstafanir vegna stöðunnar í dag og það strax.“ Kórónaveiran hefur haft mikil áhrif á íþróttalíf heimsins undanfarið en til að mynda mun Berglind Björg Þorvaldsdóttir ekki fara með íslenska landsliðinu til Spánar og þá verða stórleikir á Ítalíu leiknir fyrir luktum dyrum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Japan Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir „Of snemmt að tala um að aflýsa Ólympíuleikunum“ Margir hafa áhyggjur af Ólympíuleikunum í sumar vegna óvissuástandsins vegna Covid19 kórónuveirunnar. 25. febrúar 2020 21:00 Kórónuveiran farin að hafa áhrif á íslenska kvennalandsliðið í fótbolta Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu á Pinatar Cup æfingamótinu á Spáni sem hefst í byrjun næsta mánaðar. 27. febrúar 2020 10:32 Lukaku og samherjar leika fyrir luktum dyrum vegna kórónaveirunnar Leikur Inter Milan og Ludogorets verður leikinn fyrir luktum dyrum vegna kórónaveirunnar er liðin mætast í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. 25. febrúar 2020 12:30 Toppslagur Inter og Juventus fer fram fyrir luktum dyrum Engir áhorfendur verða á Allianz vellinum í Tórínó þegar Inter tekur á móti Juventus í toppslag í ítölsku úrvalsdeildinni á sunnudagskvöldið. 25. febrúar 2020 14:09 Sportpakkinn: Kórónaveiran hefur mikil áhrif á næstu leiki Inter Engir áhorfendur verða á næstu tveimur leikjum Inter. 25. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sjá meira
„Of snemmt að tala um að aflýsa Ólympíuleikunum“ Margir hafa áhyggjur af Ólympíuleikunum í sumar vegna óvissuástandsins vegna Covid19 kórónuveirunnar. 25. febrúar 2020 21:00
Kórónuveiran farin að hafa áhrif á íslenska kvennalandsliðið í fótbolta Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu á Pinatar Cup æfingamótinu á Spáni sem hefst í byrjun næsta mánaðar. 27. febrúar 2020 10:32
Lukaku og samherjar leika fyrir luktum dyrum vegna kórónaveirunnar Leikur Inter Milan og Ludogorets verður leikinn fyrir luktum dyrum vegna kórónaveirunnar er liðin mætast í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. 25. febrúar 2020 12:30
Toppslagur Inter og Juventus fer fram fyrir luktum dyrum Engir áhorfendur verða á Allianz vellinum í Tórínó þegar Inter tekur á móti Juventus í toppslag í ítölsku úrvalsdeildinni á sunnudagskvöldið. 25. febrúar 2020 14:09
Sportpakkinn: Kórónaveiran hefur mikil áhrif á næstu leiki Inter Engir áhorfendur verða á næstu tveimur leikjum Inter. 25. febrúar 2020 15:30