Toppslagur Inter og Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn verður leikinn fyrir luktum dyrum vegna ótta við útbreiðslu kórónaveirunnar.
Fimm aðrir leikir í ítölsku deildinni um helgina fara fram fyrir luktum dyrum.
Leik Inter og Sampdoria, sem átti að fara fram á sunnudaginn, var frestað vegna kórónuveirunnar. Þá fer seinni leikur Inter og Ludogorets í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn fram fyrir luktum dyrum.
Sjö hafa látist af völdum kórónaveirunnar COVID-19 á Ítalíu og tæplega 300 hafa smitast af henni, aðallega í Langbarðalandi (Lombary) og Venetó.
Juventus er á toppi ítölsku deildarinnar með 60 stig. Inter, sem á leik til góða, er í 3. sætinu með 54 stig.
