Fyrsta vopnaða ránið í um fjörutíu ára sögu Kjötborgar Atli Ísleifsson skrifar 27. febrúar 2020 09:00 Bræðurnir Gunnar og Kristján Jónassynir opnuðu Kjötborg árið 1981. vísir/vilhelm Ungur maður vopnaður hnífi réðst inn í verslun Kjötborgar á horni Blómvallagötu og Ásvallagötu í vesturbæ Reykjavíkur um miðjan dag á þriðjudaginn. Var þetta fyrsta ránið í sögu verslunarinnar. Gunnar Jónasson, annar eigenda Kjötborgar, segir að maðurinn hafi komist undan með „einhverja þúsundkalla“, en að honum skiljist að lögreglu hafi nú tekist að hafa hendur í hári mannsins. Staðið vaktina frá 1981 Gunnar rekur Kjötborg í félagi við Kristján bróður sinn og hafa þeir staðið þar vaktina frá árinu 1981. „Þetta er fyrsta ránið sem á sér stað hérna. Það hlaut nú að koma að því, en við vonum bara að það verði fjörutíu ár eða jafnvel fleiri í það næsta. Þetta er eitthvað sem maður á alltaf óbeint von á, en hefur aldrei lent í.“ Gunnar segir að vopnaði maðurinn hafi ruðst inn um klukkan 14 á þriðjudaginn. „Hann var vopnaður hnífi. Bróðir minn stóð vaktina þá, en ég var sjálfur að ná í vörur. Það voru engir viðskiptavinir í versluninni á þessu augnabliki þegar þetta átti sér stað.“ Ekki með sömu reynslu og Pétursbúð Hann segir að þó að maðurinn hafi verið grímuklæddur og með sólgleraugu þá hafi Kristján engu að síður náð að veita lögreglu greinargóða lýsingu á manninum. „Við höfum aldrei lent í þessu og höfum því ekki mikla reynslu eins og Pétursbúð. Við létum hins vegar ekkert reyna á að vera með einhverja takta og létum svo lögreglu vita af því að þetta er náttúrulega eitthvað sem þarf að stoppa,“ segir Gunnar að lokum. Lögreglumál Reykjavík Verslun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Ungur maður vopnaður hnífi réðst inn í verslun Kjötborgar á horni Blómvallagötu og Ásvallagötu í vesturbæ Reykjavíkur um miðjan dag á þriðjudaginn. Var þetta fyrsta ránið í sögu verslunarinnar. Gunnar Jónasson, annar eigenda Kjötborgar, segir að maðurinn hafi komist undan með „einhverja þúsundkalla“, en að honum skiljist að lögreglu hafi nú tekist að hafa hendur í hári mannsins. Staðið vaktina frá 1981 Gunnar rekur Kjötborg í félagi við Kristján bróður sinn og hafa þeir staðið þar vaktina frá árinu 1981. „Þetta er fyrsta ránið sem á sér stað hérna. Það hlaut nú að koma að því, en við vonum bara að það verði fjörutíu ár eða jafnvel fleiri í það næsta. Þetta er eitthvað sem maður á alltaf óbeint von á, en hefur aldrei lent í.“ Gunnar segir að vopnaði maðurinn hafi ruðst inn um klukkan 14 á þriðjudaginn. „Hann var vopnaður hnífi. Bróðir minn stóð vaktina þá, en ég var sjálfur að ná í vörur. Það voru engir viðskiptavinir í versluninni á þessu augnabliki þegar þetta átti sér stað.“ Ekki með sömu reynslu og Pétursbúð Hann segir að þó að maðurinn hafi verið grímuklæddur og með sólgleraugu þá hafi Kristján engu að síður náð að veita lögreglu greinargóða lýsingu á manninum. „Við höfum aldrei lent í þessu og höfum því ekki mikla reynslu eins og Pétursbúð. Við létum hins vegar ekkert reyna á að vera með einhverja takta og létum svo lögreglu vita af því að þetta er náttúrulega eitthvað sem þarf að stoppa,“ segir Gunnar að lokum.
Lögreglumál Reykjavík Verslun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira