Fengu að hita upp fyrir Ásgeir á Íslendingatónleikum í Osló Stefán Árni Pálsson skrifar 26. febrúar 2020 12:30 Gunnar á sviðinu í Osló um helgina. „Lagið fjallar um baráttuna um að halda sér á beinu brautinni. Eitthvað sem margir hafa verið að díla við. Við í bandinu höfum allir átt okkar tímabil þar sem þetta hefur verið vandamál,“ segir Gunnar Valdimarsson sem er í rokksveitinni Gunnar the fifth og frumsýnir í dag nýtt myndband á Vísi við lagið Fell off a ledge. Sveitin hitaði upp fyrir Ásgeir Trausta á tónleikum í Osló um helgina og voru um tólf hundruð manns á tónleikunum og mikið af Íslendingum. „Það var mikið gert grín að Tom, sem spilar á gítar í bandinu, því hann er Breti og skildi ekki allt sem ég sagði. Við náðum salnum svo vel með okkur og tökum þetta gigg með okkur inn í framtíðina. Þetta var geggjað gaman og Ásgeir er svo mikill öðlingur og það var gaman fyrir hina meðlimina að hitta Ásgeir loksins. Við sömdum eitt lag saman í fyrra en hinir tveir í bandinu höfðu ekki hitt hann.“ Gunnar segir að myndbandið sé spaugileg útgáfa af því sem meðlimir bandsins hafa gengið í gegnum. „Við erum allir mjög góðir vinir og atburðir myndbandsins eru svona smá stæling á því sem gerist oft. Þetta var einstaklega fallegur dagur á höfninni. Bróðir minn, hann Kristján, var svo góður að lána okkur tvo báta á höfninni. Annar þeirra er hans og svo á kærastan hans líka bát þarna. Þarna búa þau ásamt köttum og eru búin að skapa sér gott líf.“ Hér má hlusta á nýja plötu Gunnar the fifht en hér að neðan má sjá myndbandið. Íslendingar erlendis Tónlist Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Leiksigur Ladda Gagnrýni Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Lagið fjallar um baráttuna um að halda sér á beinu brautinni. Eitthvað sem margir hafa verið að díla við. Við í bandinu höfum allir átt okkar tímabil þar sem þetta hefur verið vandamál,“ segir Gunnar Valdimarsson sem er í rokksveitinni Gunnar the fifth og frumsýnir í dag nýtt myndband á Vísi við lagið Fell off a ledge. Sveitin hitaði upp fyrir Ásgeir Trausta á tónleikum í Osló um helgina og voru um tólf hundruð manns á tónleikunum og mikið af Íslendingum. „Það var mikið gert grín að Tom, sem spilar á gítar í bandinu, því hann er Breti og skildi ekki allt sem ég sagði. Við náðum salnum svo vel með okkur og tökum þetta gigg með okkur inn í framtíðina. Þetta var geggjað gaman og Ásgeir er svo mikill öðlingur og það var gaman fyrir hina meðlimina að hitta Ásgeir loksins. Við sömdum eitt lag saman í fyrra en hinir tveir í bandinu höfðu ekki hitt hann.“ Gunnar segir að myndbandið sé spaugileg útgáfa af því sem meðlimir bandsins hafa gengið í gegnum. „Við erum allir mjög góðir vinir og atburðir myndbandsins eru svona smá stæling á því sem gerist oft. Þetta var einstaklega fallegur dagur á höfninni. Bróðir minn, hann Kristján, var svo góður að lána okkur tvo báta á höfninni. Annar þeirra er hans og svo á kærastan hans líka bát þarna. Þarna búa þau ásamt köttum og eru búin að skapa sér gott líf.“ Hér má hlusta á nýja plötu Gunnar the fifht en hér að neðan má sjá myndbandið.
Íslendingar erlendis Tónlist Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Leiksigur Ladda Gagnrýni Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira