Íslendingar ekki mælst svartsýnni í sex ár Eiður Þór Árnason skrifar 25. febrúar 2020 20:00 Vísitalan er byggð á svörum Íslendinga 18 ára og eldri af öllu landinu. Vísir/vilhelm Íslendingar hafa ekki mælst svartsýnni til stöðu og framtíðarhorfa í efnahags- og atvinnulífinu í sex ár, ef marka má Væntingavísitölu Gallup. Vísitalan, sem uppfærð var í morgun, hefur lækkað um tæplega 20 stig í febrúarmánuði og mælist nú 75,3 stig. Fari talan niður fyrir 100 stig eru fleiri svarendur neikvæðir en jákvæðir. Vísitalan hefur nú ekki mælst lægri frá því í nóvember 2013 og hefur hún verið undir 100 stigum frá því í ágúst 2018. Allar undirvísitölur Væntingavísitölunnar lækka umtalsvert á milli mánaða og sú undirvísitala sem mælist lægst er mat neytenda á efnahagslífinu. Næst á eftir eru væntingar neytenda til næstu sex mánaða. Sjá einnig: Lækkanir í Kauphöll, afbókanir og áform á ís vegna kórónuveirunnar Fram kemur í greiningu Íslandsbanka að ætla megi að helstu ástæður þessarar dýfu séu vaxandi órói á íslenskum vinnumarkaði sem ekki sjái fyrir endann á og útbreiðsla kórónuveirunnar sem nú herjar á heimsbyggðina. Þá er Væntingavísitalan sögð hafa talsvert forspárgildi fyrir skammtímaþróun einkaneyslu. Til að mynda hefur hægt á vexti einkaneyslu undanfarin misseri samhliða því að væntingar almennings hafa dökknað. „Þótt ekki sé hægt að draga sterkar ályktanir af mánaðarsveiflum í [Væntingavísitölu] bendir þróunin það sem af er ári fremur til þess að vöxtur einkaneyslu verði hægur, ef nokkur, á fyrsta fjórðungi ársins. Það fer svo væntanlega eftir því hvort horfur um þróun COVID-19 batna og staðan á vinnumarkaði róast með hækkandi sól hvort einkaneysluvöxturinn glæðist að nýju þegar líður á þetta ár,“ segir í greiningu Íslandsbanka. Efnahagsmál Skoðanakannanir Tengdar fréttir Efnahagsóveðurskýin hrannast upp yfir Íslandi Ingólfur Bender telur menn hafa brugðist of seint við versnandi efnahagshorfum. 5. febrúar 2020 11:43 Lækkanir í Kauphöll, afbókanir og áform á ís vegna kórónuveirunnar Verulegar afbókanir hafa verið á hótelum hér á landi vegna kórónuveirunnar og fólk er uggandi vegna þróunarinnar að sögn talsmanns hóteleiganda. Öll félög í Kauphöllinni hafa lækkað tvo daga í röð. Forstjórinn segir það mjög óvenjulegt. 25. febrúar 2020 19:00 Mest lesið Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Viðskipti innlent Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Viðskipti innlent Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Viðskipti innlent Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Sjá meira
Íslendingar hafa ekki mælst svartsýnni til stöðu og framtíðarhorfa í efnahags- og atvinnulífinu í sex ár, ef marka má Væntingavísitölu Gallup. Vísitalan, sem uppfærð var í morgun, hefur lækkað um tæplega 20 stig í febrúarmánuði og mælist nú 75,3 stig. Fari talan niður fyrir 100 stig eru fleiri svarendur neikvæðir en jákvæðir. Vísitalan hefur nú ekki mælst lægri frá því í nóvember 2013 og hefur hún verið undir 100 stigum frá því í ágúst 2018. Allar undirvísitölur Væntingavísitölunnar lækka umtalsvert á milli mánaða og sú undirvísitala sem mælist lægst er mat neytenda á efnahagslífinu. Næst á eftir eru væntingar neytenda til næstu sex mánaða. Sjá einnig: Lækkanir í Kauphöll, afbókanir og áform á ís vegna kórónuveirunnar Fram kemur í greiningu Íslandsbanka að ætla megi að helstu ástæður þessarar dýfu séu vaxandi órói á íslenskum vinnumarkaði sem ekki sjái fyrir endann á og útbreiðsla kórónuveirunnar sem nú herjar á heimsbyggðina. Þá er Væntingavísitalan sögð hafa talsvert forspárgildi fyrir skammtímaþróun einkaneyslu. Til að mynda hefur hægt á vexti einkaneyslu undanfarin misseri samhliða því að væntingar almennings hafa dökknað. „Þótt ekki sé hægt að draga sterkar ályktanir af mánaðarsveiflum í [Væntingavísitölu] bendir þróunin það sem af er ári fremur til þess að vöxtur einkaneyslu verði hægur, ef nokkur, á fyrsta fjórðungi ársins. Það fer svo væntanlega eftir því hvort horfur um þróun COVID-19 batna og staðan á vinnumarkaði róast með hækkandi sól hvort einkaneysluvöxturinn glæðist að nýju þegar líður á þetta ár,“ segir í greiningu Íslandsbanka.
Efnahagsmál Skoðanakannanir Tengdar fréttir Efnahagsóveðurskýin hrannast upp yfir Íslandi Ingólfur Bender telur menn hafa brugðist of seint við versnandi efnahagshorfum. 5. febrúar 2020 11:43 Lækkanir í Kauphöll, afbókanir og áform á ís vegna kórónuveirunnar Verulegar afbókanir hafa verið á hótelum hér á landi vegna kórónuveirunnar og fólk er uggandi vegna þróunarinnar að sögn talsmanns hóteleiganda. Öll félög í Kauphöllinni hafa lækkað tvo daga í röð. Forstjórinn segir það mjög óvenjulegt. 25. febrúar 2020 19:00 Mest lesið Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Viðskipti innlent Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Viðskipti innlent Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Viðskipti innlent Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Sjá meira
Efnahagsóveðurskýin hrannast upp yfir Íslandi Ingólfur Bender telur menn hafa brugðist of seint við versnandi efnahagshorfum. 5. febrúar 2020 11:43
Lækkanir í Kauphöll, afbókanir og áform á ís vegna kórónuveirunnar Verulegar afbókanir hafa verið á hótelum hér á landi vegna kórónuveirunnar og fólk er uggandi vegna þróunarinnar að sögn talsmanns hóteleiganda. Öll félög í Kauphöllinni hafa lækkað tvo daga í röð. Forstjórinn segir það mjög óvenjulegt. 25. febrúar 2020 19:00