Stöð 2 málsvarar ofbeldis? Kristrún Heimisdóttir og hópur kvenna skrifar 25. febrúar 2020 19:15 Þann 24. febrúar birtist auglýsing á Facebook-síðu þáttarins Ísland í dag, en þátturinn er fastur dagskrárliður eftir fréttir á Stöð 2, á besta sýningartíma. Samkvæmt auglýsingunni var fyrirhugað að birta einhliða drottningarviðtal við Kolbrúnu Önnu Jónsdóttur þar sem hún segir frá atburðum sem áttu sér stað á heimili hennar um mitt sumar 2016. Forsaga máls Stöðvar 2 gagnvart þessum atburðum hefst fyrr, eða þann 20. febrúar 2017, þar sem Ísland í dag fjallaði þá einhliða um sögu eiginmanns Kolbrúnar; Ólafs Hand þar sem hann segist hafa barist fyrir dóttur sinni í 10 ár. Viðtalið var samfelld árás á barn Ólafs og barnsmóður. Áhorfendur fengu engar upplýsingar um raunverulegt tilefni leikritsins sem Stöð 2 setti á svið þennan dag. Á þessu tímabili stóð yfir lögreglurannsókn á alvarlegu ofbeldisverki þar sem Hand hjónin voru ákærð. Þess í stað var Ólafur sýndur almenningi sem grátandi tálmaður faðir á sjónvarpsskjánum með fréttamann Stöðvar 2 sem klappstýru. Ólafur Hand hefur aldrei á ævi barnsins sætt tálmunum, þvert á móti haft reglulega umgengi við barnið, þar til barnið sjálft varð vitni að alvarlegri og refsiverðri líkamsárás Ólafs á móður þess. Í þætti Ísland í dag, þann 20. febrúar 2017, fengu áhorfendur ekkert að vita um raunverulega aðkomu lögreglu að málinu. Í framhaldinu kom Ólafur Hand margoft fram í fjölmiðlum þar sem hann segist vera tálmaður faðir. Hann veigraði ekki fyrir sér að óvirða í sífellu friðhelgi barns síns og vega að barnsmóður sinni. Óvirðing Stöðvar 2 við alla aðra aðila málsins fyrir utan Hand-hjónin er takmarkalaus. Siðanefnd Blaðamannafélagsins ávítti Stöð 2 fyrir alvarlega óvirðingu við barnsmóðurina og fjölskyldu barnsins. Þau voru þolendur opinberar umfjöllunar um alvarlegt ofbeldisverk sem var í ákæruferli. Bæði Kolbrún Jónsdóttir og Ólafur Hand voru ákærð fyrir atburðinn sem áætlað var að fjalla einhliða um í þætti Íslands í dag en hefur verið frestað að sinni. Ólafur Hand var dæmdur sekur 2018 vegna kyrkingartaks og brots á barnaverndarlögum, þar sem líkamsárás gegn barnsmóður Ólafs var framin að barni þeirra ásjáandi. Ólafur hefur áfrýjað dómnum til Landsréttar og málið er nú í áfrýjunarferli. Þrátt fyrir að málið sé statt á svo viðkvæmum stað gefur Kolbrún Jónsdóttir eiginkona Ólafs út fría hljóðbók sem öllum er aðgengileg. Þungamiðja bókarinnar eru atburðirnir sem gerðust 2016 út frá hennar sjónarhorni. Af því tilefni endurtekur Stöð 2 gerð drottningarviðtals, nú við eiginkonu Ólafs sem átti að birtast 24. febrúar s.l. Þrátt fyrir að sýningu þess hafi verið frestað var tilgangurinn enn og aftur að birta einhliða frásögn Kolbrúnar Jónsdóttur, augljóslega til að hafa áhrif á lögmæt yfirvöld í landinu, með PR aðgerðum sem eingöngu eru á færi sterkefnaðs fólks. Enn og aftur ætlaði Stöð 2 að birta viðtal án þess að virða aðra aðila málsins viðlits og þeir fréttu eingöngu af í gegnum auglýsingu á Facebook-síðu þáttarins Ísland í dag. Enn og aftur fær saga þeirra hjóna gagnrýnislausan hljómgrunn þrátt fyrir að þeirra hlið hafi verið hafnað af öllum rannsakendum málsins. Að fjölmiðill, með sitt vald, taki jafn skýra afstöðu í jafn viðkvæmu máli er einsdæmi. Stöð 2 veitir hjónunum sérmeðferð sem varla nokkurt annað sakað fólk hefur áður fengið. Með framgöngu sinni hefur Stöð 2 látið nota sig sem málsvarnartæki og ímyndasmið einstaklinga sem enga ábyrgð vilja axla á gjörðum og sem lögregla, ríkissaksóknari og Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að niðurstöðu um að hafi framið alvarlegt saknæmt athæfi og brot gegn barni. Skuld Stöðvar 2 við sannleikann og réttlætið er mikil, ekki síst gagnvart barninu sem er hið eiginlega fórnarlamb. Ekkert af því sem Stöð 2 hefur borið fram til þessa átti neitt erindi í fjölmiðla. Athygli hefur vakið að barnsmóðirin í málinu hefur engan þátt tekið í að fjölmiðlavæða málið heldur lagt allt sitt undir í að vernda barnið fyrir óvægnu áreiti sem óhjákvæmilega hefur fylgt bæði því ofbeldi sem móðir þess var beitt að því ásjáandi og þeirri opinberu einhliða umfjöllun sem hjónin hafa markvisst beitt sér fyrir. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefur verið lögfestur á Íslandi segir m.a að „eigi megi láta barn sæta gerræðislegum og ólögmætum afskiptum af einkalífi þess, fjölskyldu, heimili eða bréfum, né ólögmætri árás á sæmd þess að mannorð“. Stöð 2 hefur með fulltingi hjónanna brotið gegn grundvallarreglum Barnasáttmálans, ekki bara einu sinni, heldur ætlar sér að halda því áfram. Fjölmiðlaherferð Ólafs Hand og Kolbrúnar Jónsdóttur á samfélagsmiðlum, sjónvarpi, útvarpi og blöðum hefur frá byrjun verið óvægin, meiðandi og skaðleg fyrir barnið – sem þau ættu þó helst að vernda. Í bók Kolbrúnar Jónsdóttur „Ákærð“ er reynt að sannfæra samfélagið um að barnið ljúgi um atburði sem það var vitni af. Markmiðið er að afneita með öllu að barnið viti sjálft hvernig og hversu ógnvænlega að öryggi þess var vegið. Friðhelgi einkalífs barnsins hefur verið alvarlega rofin frá því að fjölmiðlaherferðin hófst 2017 og enn halda sömu aðilar áfram með ásókn (ofsólnum?) í frétt. Í bókinni er þess jafnframt getið hversu ósanngjarnt er að Ólafur Hand borgi tvöfalt meðlag í ljósi þess hversu mikið þau eru með barnið. Er það algjörlega á skjön við tálmunarfrásagnir Ólafs Hand sem hann hefur ítrekað haldið fram. Nú er mál að linni. Stöð 2 og öllum fjölmiðlum ber að virða leiðbeiningareglur Umboðsmanns barna og fleiri samtaka sem láta sig heill barna varða. Þessum leiðbeiningum eru ætlað að tryggja vandaða umfjöllun um börn og virðingu fyrir einkalífi þeirra. Hneykslið sem drottningarviðtal Stöðvar 2 við Ólaf Hand var eitt af því sem leiddi til að þessar reglur voru gefnar út. Stöð 2 ætlar með framgöngu sinni enn og aftur að óvirða þessar reglur og bæta um betur með því að óvirða einnig siðareglur eigin fréttastöðvar. Er það gert í þágu málstaðar föður sem dæmdur er í skilorðsbundið fangelsi og brot á barnaverndarlögum. Rannsóknaraðilar málsins; lögregla, ríkissaksóknari og Héraðsdómur Reykjavíkur hafa samkvæmt landslögum látið verkin tala og ekki brugðist barninu. Ólafur Hand og Kolbrún Jónsdóttir hafa á öllum stigum sakamálsins fengið tækifæri til að verja sig með sinni sögu og rökum og gengið lengra með einhliða frásögnum í fjölmiðlum af málinu. Það er í dómssal sem málflutningur þeirra hefur alla tíð átt heima, ekki á sjónvarpskjá landsmanna með fréttamenn í hlutverki klappstýra. Verndum börn! Hættu Stöð 2! Stuðningshópur ólögráða barns Kristrún Heimisdóttir Dögg Pálsdóttir Anna Bentína Hermansen Vigdís Grímsdóttir María Guðmundsdóttir Filip Woolford Elfa Kristín Jónsdóttir Sigurlaug Lára Ingimundardóttir Ása Lind Finnbogadóttir Hildur Björk Hörpudóttir Steinunn Hákonardóttir Margrét Baldursdóttir Oddrún Ólafsdóttir Erla Einarsdóttir Hildur Guðbjörnsdóttir Arna Crowley Rúnars Helga Dís Ísfold Álfheiðardóttir Sigurðardóttir Harpa Sif Margrétar Eyjólfsdóttir Margrét Perla Kolka Leifsdóttir Agnes Bára Þórhildur Löve Eva Dögg Jóhannsdóttir Anna Soffía Víkingsdóttir Kristín Erla Kristjánsdóttir Helga Rósa Atladóttir Júlía Garðarsdóttir Hafdís Ástþórsdóttir Sigríður Ásta Árnadóttir Inga Rósa Vatnsdal Elísabet Ýr Atladóttir Stefanía Hrund Guðmundsdóttir Hrafnhildur Snæbjörnsdóttir Sólrún Gunnarsdóttir Sandra Rut Skúladóttir Gerður Ólafsdóttir Katrín Harðardóttir Steinunn Diljá Högnadóttir Sigrún Sif Jóelsdóttir Katrín Ómarsdóttir Ragna Björk Ragnarsdóttir Elísabet María Guðmundsdóttir Valdested Ragnheiður Inga Sigurgeirsdóttir Vibeka Svala Kristinsdóttir Ástrós Anna Ninna Karla Katrínardóttir Inga María Vilhjálmsdóttir Eija Jansdotter Bryndís Inga Pálsdóttir Þórdís Anna Lilja Dröfn Dagbjartsdóttir Kolbrún Dögg Arnardóttir Guðrún Jónsdóttir Olga Ólafsdóttir Birgitta Sigurðardóttir Marta Brancaccia Fríða Bragadóttir Helga Hrönn Norðfjörð Þórðardóttir Fríða Björnsdóttir Anna Sigríður Jónsdóttir Hrafnhildur Alfreðsdóttir Kristín Johansen Rakel Jónsdóttir Kartín Ólafsdóttir Gabríella Bryndís Ernudóttir Ragnheiður S. Árnadóttir Hrafnhildur Hauksdóttir Halldóra Magný Baldursdóttir Kristín I. Pálsdóttir Linda Björk Einarsdóttir Fjóla Heiðdal Heiða Sigurðardóttir Freydís Dögg Steindórsdóttir Guðrún Línberg Guðjónsdóttir Ingibjörg Eyfjörð Hólm Elsa Hrönn Vigdís Þórmóðsdóttir Hjördís Líney Aðalsteinsdóttir María Hjálmtýsdóttir María Björk Helgadóttir Sigríður Didda Aradóttir Helga Bjarnadóttir Sigríður Árnadóttir Anna Katrín Snorradóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Sjá meira
Þann 24. febrúar birtist auglýsing á Facebook-síðu þáttarins Ísland í dag, en þátturinn er fastur dagskrárliður eftir fréttir á Stöð 2, á besta sýningartíma. Samkvæmt auglýsingunni var fyrirhugað að birta einhliða drottningarviðtal við Kolbrúnu Önnu Jónsdóttur þar sem hún segir frá atburðum sem áttu sér stað á heimili hennar um mitt sumar 2016. Forsaga máls Stöðvar 2 gagnvart þessum atburðum hefst fyrr, eða þann 20. febrúar 2017, þar sem Ísland í dag fjallaði þá einhliða um sögu eiginmanns Kolbrúnar; Ólafs Hand þar sem hann segist hafa barist fyrir dóttur sinni í 10 ár. Viðtalið var samfelld árás á barn Ólafs og barnsmóður. Áhorfendur fengu engar upplýsingar um raunverulegt tilefni leikritsins sem Stöð 2 setti á svið þennan dag. Á þessu tímabili stóð yfir lögreglurannsókn á alvarlegu ofbeldisverki þar sem Hand hjónin voru ákærð. Þess í stað var Ólafur sýndur almenningi sem grátandi tálmaður faðir á sjónvarpsskjánum með fréttamann Stöðvar 2 sem klappstýru. Ólafur Hand hefur aldrei á ævi barnsins sætt tálmunum, þvert á móti haft reglulega umgengi við barnið, þar til barnið sjálft varð vitni að alvarlegri og refsiverðri líkamsárás Ólafs á móður þess. Í þætti Ísland í dag, þann 20. febrúar 2017, fengu áhorfendur ekkert að vita um raunverulega aðkomu lögreglu að málinu. Í framhaldinu kom Ólafur Hand margoft fram í fjölmiðlum þar sem hann segist vera tálmaður faðir. Hann veigraði ekki fyrir sér að óvirða í sífellu friðhelgi barns síns og vega að barnsmóður sinni. Óvirðing Stöðvar 2 við alla aðra aðila málsins fyrir utan Hand-hjónin er takmarkalaus. Siðanefnd Blaðamannafélagsins ávítti Stöð 2 fyrir alvarlega óvirðingu við barnsmóðurina og fjölskyldu barnsins. Þau voru þolendur opinberar umfjöllunar um alvarlegt ofbeldisverk sem var í ákæruferli. Bæði Kolbrún Jónsdóttir og Ólafur Hand voru ákærð fyrir atburðinn sem áætlað var að fjalla einhliða um í þætti Íslands í dag en hefur verið frestað að sinni. Ólafur Hand var dæmdur sekur 2018 vegna kyrkingartaks og brots á barnaverndarlögum, þar sem líkamsárás gegn barnsmóður Ólafs var framin að barni þeirra ásjáandi. Ólafur hefur áfrýjað dómnum til Landsréttar og málið er nú í áfrýjunarferli. Þrátt fyrir að málið sé statt á svo viðkvæmum stað gefur Kolbrún Jónsdóttir eiginkona Ólafs út fría hljóðbók sem öllum er aðgengileg. Þungamiðja bókarinnar eru atburðirnir sem gerðust 2016 út frá hennar sjónarhorni. Af því tilefni endurtekur Stöð 2 gerð drottningarviðtals, nú við eiginkonu Ólafs sem átti að birtast 24. febrúar s.l. Þrátt fyrir að sýningu þess hafi verið frestað var tilgangurinn enn og aftur að birta einhliða frásögn Kolbrúnar Jónsdóttur, augljóslega til að hafa áhrif á lögmæt yfirvöld í landinu, með PR aðgerðum sem eingöngu eru á færi sterkefnaðs fólks. Enn og aftur ætlaði Stöð 2 að birta viðtal án þess að virða aðra aðila málsins viðlits og þeir fréttu eingöngu af í gegnum auglýsingu á Facebook-síðu þáttarins Ísland í dag. Enn og aftur fær saga þeirra hjóna gagnrýnislausan hljómgrunn þrátt fyrir að þeirra hlið hafi verið hafnað af öllum rannsakendum málsins. Að fjölmiðill, með sitt vald, taki jafn skýra afstöðu í jafn viðkvæmu máli er einsdæmi. Stöð 2 veitir hjónunum sérmeðferð sem varla nokkurt annað sakað fólk hefur áður fengið. Með framgöngu sinni hefur Stöð 2 látið nota sig sem málsvarnartæki og ímyndasmið einstaklinga sem enga ábyrgð vilja axla á gjörðum og sem lögregla, ríkissaksóknari og Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að niðurstöðu um að hafi framið alvarlegt saknæmt athæfi og brot gegn barni. Skuld Stöðvar 2 við sannleikann og réttlætið er mikil, ekki síst gagnvart barninu sem er hið eiginlega fórnarlamb. Ekkert af því sem Stöð 2 hefur borið fram til þessa átti neitt erindi í fjölmiðla. Athygli hefur vakið að barnsmóðirin í málinu hefur engan þátt tekið í að fjölmiðlavæða málið heldur lagt allt sitt undir í að vernda barnið fyrir óvægnu áreiti sem óhjákvæmilega hefur fylgt bæði því ofbeldi sem móðir þess var beitt að því ásjáandi og þeirri opinberu einhliða umfjöllun sem hjónin hafa markvisst beitt sér fyrir. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefur verið lögfestur á Íslandi segir m.a að „eigi megi láta barn sæta gerræðislegum og ólögmætum afskiptum af einkalífi þess, fjölskyldu, heimili eða bréfum, né ólögmætri árás á sæmd þess að mannorð“. Stöð 2 hefur með fulltingi hjónanna brotið gegn grundvallarreglum Barnasáttmálans, ekki bara einu sinni, heldur ætlar sér að halda því áfram. Fjölmiðlaherferð Ólafs Hand og Kolbrúnar Jónsdóttur á samfélagsmiðlum, sjónvarpi, útvarpi og blöðum hefur frá byrjun verið óvægin, meiðandi og skaðleg fyrir barnið – sem þau ættu þó helst að vernda. Í bók Kolbrúnar Jónsdóttur „Ákærð“ er reynt að sannfæra samfélagið um að barnið ljúgi um atburði sem það var vitni af. Markmiðið er að afneita með öllu að barnið viti sjálft hvernig og hversu ógnvænlega að öryggi þess var vegið. Friðhelgi einkalífs barnsins hefur verið alvarlega rofin frá því að fjölmiðlaherferðin hófst 2017 og enn halda sömu aðilar áfram með ásókn (ofsólnum?) í frétt. Í bókinni er þess jafnframt getið hversu ósanngjarnt er að Ólafur Hand borgi tvöfalt meðlag í ljósi þess hversu mikið þau eru með barnið. Er það algjörlega á skjön við tálmunarfrásagnir Ólafs Hand sem hann hefur ítrekað haldið fram. Nú er mál að linni. Stöð 2 og öllum fjölmiðlum ber að virða leiðbeiningareglur Umboðsmanns barna og fleiri samtaka sem láta sig heill barna varða. Þessum leiðbeiningum eru ætlað að tryggja vandaða umfjöllun um börn og virðingu fyrir einkalífi þeirra. Hneykslið sem drottningarviðtal Stöðvar 2 við Ólaf Hand var eitt af því sem leiddi til að þessar reglur voru gefnar út. Stöð 2 ætlar með framgöngu sinni enn og aftur að óvirða þessar reglur og bæta um betur með því að óvirða einnig siðareglur eigin fréttastöðvar. Er það gert í þágu málstaðar föður sem dæmdur er í skilorðsbundið fangelsi og brot á barnaverndarlögum. Rannsóknaraðilar málsins; lögregla, ríkissaksóknari og Héraðsdómur Reykjavíkur hafa samkvæmt landslögum látið verkin tala og ekki brugðist barninu. Ólafur Hand og Kolbrún Jónsdóttir hafa á öllum stigum sakamálsins fengið tækifæri til að verja sig með sinni sögu og rökum og gengið lengra með einhliða frásögnum í fjölmiðlum af málinu. Það er í dómssal sem málflutningur þeirra hefur alla tíð átt heima, ekki á sjónvarpskjá landsmanna með fréttamenn í hlutverki klappstýra. Verndum börn! Hættu Stöð 2! Stuðningshópur ólögráða barns Kristrún Heimisdóttir Dögg Pálsdóttir Anna Bentína Hermansen Vigdís Grímsdóttir María Guðmundsdóttir Filip Woolford Elfa Kristín Jónsdóttir Sigurlaug Lára Ingimundardóttir Ása Lind Finnbogadóttir Hildur Björk Hörpudóttir Steinunn Hákonardóttir Margrét Baldursdóttir Oddrún Ólafsdóttir Erla Einarsdóttir Hildur Guðbjörnsdóttir Arna Crowley Rúnars Helga Dís Ísfold Álfheiðardóttir Sigurðardóttir Harpa Sif Margrétar Eyjólfsdóttir Margrét Perla Kolka Leifsdóttir Agnes Bára Þórhildur Löve Eva Dögg Jóhannsdóttir Anna Soffía Víkingsdóttir Kristín Erla Kristjánsdóttir Helga Rósa Atladóttir Júlía Garðarsdóttir Hafdís Ástþórsdóttir Sigríður Ásta Árnadóttir Inga Rósa Vatnsdal Elísabet Ýr Atladóttir Stefanía Hrund Guðmundsdóttir Hrafnhildur Snæbjörnsdóttir Sólrún Gunnarsdóttir Sandra Rut Skúladóttir Gerður Ólafsdóttir Katrín Harðardóttir Steinunn Diljá Högnadóttir Sigrún Sif Jóelsdóttir Katrín Ómarsdóttir Ragna Björk Ragnarsdóttir Elísabet María Guðmundsdóttir Valdested Ragnheiður Inga Sigurgeirsdóttir Vibeka Svala Kristinsdóttir Ástrós Anna Ninna Karla Katrínardóttir Inga María Vilhjálmsdóttir Eija Jansdotter Bryndís Inga Pálsdóttir Þórdís Anna Lilja Dröfn Dagbjartsdóttir Kolbrún Dögg Arnardóttir Guðrún Jónsdóttir Olga Ólafsdóttir Birgitta Sigurðardóttir Marta Brancaccia Fríða Bragadóttir Helga Hrönn Norðfjörð Þórðardóttir Fríða Björnsdóttir Anna Sigríður Jónsdóttir Hrafnhildur Alfreðsdóttir Kristín Johansen Rakel Jónsdóttir Kartín Ólafsdóttir Gabríella Bryndís Ernudóttir Ragnheiður S. Árnadóttir Hrafnhildur Hauksdóttir Halldóra Magný Baldursdóttir Kristín I. Pálsdóttir Linda Björk Einarsdóttir Fjóla Heiðdal Heiða Sigurðardóttir Freydís Dögg Steindórsdóttir Guðrún Línberg Guðjónsdóttir Ingibjörg Eyfjörð Hólm Elsa Hrönn Vigdís Þórmóðsdóttir Hjördís Líney Aðalsteinsdóttir María Hjálmtýsdóttir María Björk Helgadóttir Sigríður Didda Aradóttir Helga Bjarnadóttir Sigríður Árnadóttir Anna Katrín Snorradóttir
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun