Segir dóm MDE í máli Elínar ekki hafa komið á óvart Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 11:45 Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm sinn í máli Elínar í morgun. vísir/epa Helga Melkorka Óttarsdóttir, lögmaður Elínar Sigfúsdóttur, segir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Elínar gegn íslenska ríkinu ekki hafa komið á óvart. MDE kvað upp dóm sinn í morgun og var íslenska ríkið dæmt brotlegt við 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt fólks til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Elín var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans á árunum fyrir hrun. Hún var dæmd í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir umboðssvik og þátttöku í markaðsmisnotkun í svokölluðu Ímon-máli. Elín höfðaði mál gegn ríkinu fyrir MDE meðal annars vegna þess að hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson og Eiríkur Tómasson, sem dæmdu í máli hennar, áttu hlutafé í Landsbankanum þegar bankinn féll í október 2008. Urðu þeir fyrir fjárhagslegu tjóni vegna þess og taldi Elín því að þeir hafi ekki verið óhlutdrægir í málinu. Þá vísaði hún einnig til þess að þriðji dómarinn í málinu, Markús Sigurbjörnsson, hafi ekki heldur verið óhlutdrægur vegna hlutafjáreignar í Glitni. Tapaði 8,5 milljónum við fall Landsbankans MDE gerir ekki athugasemd við hlutafjáreign Eiríks og Markúsar. Markús hafi ekki átt hlutabréf í Landsbankanum og eign Eiríks í bankanum hafi verið óveruleg. Hins vegar hafi Viðar Már tapað 8,5 milljónum króna við fall Landsbankans og því megi draga óhlutdrægni hans í efa. Því er það mat MDE að Elín hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð fyrir Hæstarétti. Alls dæmdu fimm dómarar í máli Elínar. Helga segir MDE taka á því í dómi sínum að í fjölskipuðum dómi þá leiði vanhæfi eins dómara, Viðars, til þess að dómurinn allur sé vanhæfur. Þann 11. mars næstkomandi verður málflutningur fyrir Hæstarétti vegna endurupptöku Ímon-málsins. Endurupptökunefnd féllst á síðasta ári á endurupptöku málsins en í endurupptökubeiðninni var meðal annars vísað í hlutafjáreign Viðars og Eiríks. Helga segir sjónarmiðin sem fram koma í dómi MDE svipuð þeim sem byggt var á í endurupptökumálinu. „Þetta er mjög áþekk niðurstaða því sem var hjá endurupptökunefndinni sem var með nokkuð ítarlegan og rökstuddan úrskurð,“ segir Helga. Sigurjón Þ. Árnason sem var bankastjóri Landsbankans fyrir hrun var einnig dæmdur í fangelsi í Ímon-máinu. MDE mun einnig taka mál hans fyrir og er það að öllu leyti sambærilegt máli Elínar. Dómur MDE í morgun hefur því mikið fordæmisgildi fyrir mál hans. Þá var einnig fallist á endurupptökubeiðni hans hér á landi, bæði í Ímon-málinu og svokölluðu markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans. Málflutningur fer líka fram þann 11. mars. Dómsmál Tengdar fréttir Elín hlaut ekki réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar hæstaréttardómara Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) dæmdi í morgun íslenska ríkið brotlegt við 1. málsgrein 6. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu í máli Elínar Sigfúsdóttur. Hún var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans á árunum fyrir hrun. 25. febrúar 2020 09:45 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Helga Melkorka Óttarsdóttir, lögmaður Elínar Sigfúsdóttur, segir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Elínar gegn íslenska ríkinu ekki hafa komið á óvart. MDE kvað upp dóm sinn í morgun og var íslenska ríkið dæmt brotlegt við 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt fólks til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Elín var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans á árunum fyrir hrun. Hún var dæmd í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir umboðssvik og þátttöku í markaðsmisnotkun í svokölluðu Ímon-máli. Elín höfðaði mál gegn ríkinu fyrir MDE meðal annars vegna þess að hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson og Eiríkur Tómasson, sem dæmdu í máli hennar, áttu hlutafé í Landsbankanum þegar bankinn féll í október 2008. Urðu þeir fyrir fjárhagslegu tjóni vegna þess og taldi Elín því að þeir hafi ekki verið óhlutdrægir í málinu. Þá vísaði hún einnig til þess að þriðji dómarinn í málinu, Markús Sigurbjörnsson, hafi ekki heldur verið óhlutdrægur vegna hlutafjáreignar í Glitni. Tapaði 8,5 milljónum við fall Landsbankans MDE gerir ekki athugasemd við hlutafjáreign Eiríks og Markúsar. Markús hafi ekki átt hlutabréf í Landsbankanum og eign Eiríks í bankanum hafi verið óveruleg. Hins vegar hafi Viðar Már tapað 8,5 milljónum króna við fall Landsbankans og því megi draga óhlutdrægni hans í efa. Því er það mat MDE að Elín hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð fyrir Hæstarétti. Alls dæmdu fimm dómarar í máli Elínar. Helga segir MDE taka á því í dómi sínum að í fjölskipuðum dómi þá leiði vanhæfi eins dómara, Viðars, til þess að dómurinn allur sé vanhæfur. Þann 11. mars næstkomandi verður málflutningur fyrir Hæstarétti vegna endurupptöku Ímon-málsins. Endurupptökunefnd féllst á síðasta ári á endurupptöku málsins en í endurupptökubeiðninni var meðal annars vísað í hlutafjáreign Viðars og Eiríks. Helga segir sjónarmiðin sem fram koma í dómi MDE svipuð þeim sem byggt var á í endurupptökumálinu. „Þetta er mjög áþekk niðurstaða því sem var hjá endurupptökunefndinni sem var með nokkuð ítarlegan og rökstuddan úrskurð,“ segir Helga. Sigurjón Þ. Árnason sem var bankastjóri Landsbankans fyrir hrun var einnig dæmdur í fangelsi í Ímon-máinu. MDE mun einnig taka mál hans fyrir og er það að öllu leyti sambærilegt máli Elínar. Dómur MDE í morgun hefur því mikið fordæmisgildi fyrir mál hans. Þá var einnig fallist á endurupptökubeiðni hans hér á landi, bæði í Ímon-málinu og svokölluðu markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans. Málflutningur fer líka fram þann 11. mars.
Dómsmál Tengdar fréttir Elín hlaut ekki réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar hæstaréttardómara Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) dæmdi í morgun íslenska ríkið brotlegt við 1. málsgrein 6. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu í máli Elínar Sigfúsdóttur. Hún var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans á árunum fyrir hrun. 25. febrúar 2020 09:45 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Elín hlaut ekki réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar hæstaréttardómara Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) dæmdi í morgun íslenska ríkið brotlegt við 1. málsgrein 6. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu í máli Elínar Sigfúsdóttur. Hún var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans á árunum fyrir hrun. 25. febrúar 2020 09:45