Harmrænt lífshlaup Gunnars Valdimarssonar Stefán Árni Pálsson skrifar 27. febrúar 2020 10:30 Gunnar býr í dag í Osló og elur upp börnin sín tvö ásamt barnsmóður sinni. vísir/vilhelm Gunnar Valdimarsson er helst þekktur fyrir hæfileika sína á sviði húðflúrunar. Hann hefur flúrað nokkra íslenska landsliðsmenn og fleiri þekkta en staðið utan við sviðsljósið. Saga Gunnars er aftur á móti þyrnum stráð og litast af áföllum sem á hann hafa dunið. Gunnar er gestur vikunnar í Einkalífinu en þar ræðir hann foreldramissi og skilnað. Í október 2017 féll móðir hans frá eftir baráttu við krabbamein og á sama tímabili stóð hann í skilnaði við barnsmóður sína. Fyrrverandi eiginkona Gunnars hefur nú fundið ástina með annarri konu. Í dag ala þau Gunnar börnin sín tvö upp saman en hvort í sínu lagi í Osló. „Mamma hringir í mig og segir: Gunnar, ég er komin með krabbamein. Og það var einhvern veginn hvernig hún sagði það, svona kæruleysislega sem fékk mig til að hafa litlar áhyggjur til að byrja með. Hún endar síðan símtalið að segja mér að læknar telji að hún eigi aðeins eitt ár eftir,“ segir Gunnar og lýsir símtalinu sem mjög súrrealísku. Gunnar er búsettur í Osló í Noregi og ákveður þarna að fara strax til Íslands. Varði hann miklum tíma með móður sinni og náði að kynnast henni enn betur. „Síðan fer ég á tattoo-ráðstefnu erlendis þegar systir mín hringir í mig og segir mér að drífa mig heim strax,“ segir Gunnar. Hann varð að koma sér til Húsavíkur eins fljótt og hann gat. „Þegar ég lendi í Keflavík hringir systir mín aftur og segir að ég verði bara að koma alveg strax. Þá á ég flug til Húsavíkur stuttu seinna og ég fer í það flug. Þegar ég lendi á flugvellinum í Húsavík kemur maður systur minnar og tekur á móti mér. Maður sem er ofboðslega hress og alltaf miklir fagnaðarfundir þegar við hittumst. Hann segir mér þarna að mamma hafi dáið fyrir klukkutíma síðan, þegar ég er að fara um borð í vélina í Reykjavík.“ Eftir jarðaförina flýgur Gunnar aftur heim til Noregs og þarf þá að takast á við skilnað við þáverandi eiginkonu sína. Saman eiga þau tvö börn og upplifði Gunnar mikla skömm í kringum skilnaðinn. „Þetta var alls ekki þannig að ég hafi komið heim úr jarðaförinni og hún hafi staðið með ferðatöskuna og sagt bless. Það var kannski kominn tími á þetta og það er oft þannig í lífinu að þegar fólk upplifir áföll fer það að hugsa sig um.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Gunnar einnig um húðflúraferil sinn og sérstakt samband sitt við íslenska landsliðsmenn í knattspyrnu. Sömuleiðis um skömmina sem honum fannst fylgja skilnaðinum, um erfitt samband við föður sinn, um lífið í Noregi þar sem hann elur börnin sín tvö upp með barnsmóður sinni og kærustu hennar og ást sína á tónlist. Gunnar stofnaði á dögunum sveitina Gunnar the fifth sem er tilvísun í ítrekaðan misskilning varðandi nafn hans erlendis. Einkalífið Tengdar fréttir „Lífið er ekki sanngjarnt“ Fyrirlesarinn Alda Karen Hjaltalín hefur vekið mikla athygli fyrir fyrirlestra sína undanfarin ár og þá aðallega fyrir fyrirlestraröðina Life Masterclass. 23. febrúar 2020 10:00 Er alls engin glanspía "Að vera kona fótboltamanns er oft glansmynd og glamúrlíf og allt þetta en ég er bara alls ekki þar,“ segir athafnarkonan Kristbjörg Jónasdóttir sem býr í Katar ásamt eiginmanni sínum Aroni Einari Gunnarssyni landsliðsfyrirliða. 13. febrúar 2020 11:30 „Maður gleymir ekki svona hlutum, en lærir að lifa með þeim“ Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal hefur verið í bransanum í um tuttugu ár og hefur gjörsamlega slegið í gegn á sínu sviði. Auddi er nýorðinn faðir og er hann gestur Einkalífsins í þessari viku en eins og margir vita er hann einn þekktasti maður landsins og segist samt sem áður ekki finna mikið fyrir því. 15. desember 2019 10:00 Lygileg saga frá Steinda Í jólaþætti Einkalífsins sagði Steinþór Hróar Steinþórsson heldur betur sérstaka sögu þegar hann var spurður út í eftirminnilegustu jólaminninguna. 31. desember 2019 10:30 Skilnaðurinn styrkti sambandið Frosti Logason hefur starfað á X-inu í tuttugu ár eða frá árinu 1999. Hann sló í gegn í rokksveitinni Mínus á sínum tíma og er að gera góða hluti í Íslandi í dag á Stöð 2 um þessar mundir. Frosti er gestur vikunnar í Einkalífinu. 28. nóvember 2019 11:30 Vinkonur Línu þurfa stöðugt að berja niður slúðursögur Lína Birgitta Camilla Sigurðardóttir hefur komið víða við síðastliðin ár en hún sló fyrst í gegn á bloggsíðu sinni og síðar meir á sínum samfélagsmiðlum. 8. desember 2019 10:00 Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fleiri fréttir Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Sjá meira
Gunnar Valdimarsson er helst þekktur fyrir hæfileika sína á sviði húðflúrunar. Hann hefur flúrað nokkra íslenska landsliðsmenn og fleiri þekkta en staðið utan við sviðsljósið. Saga Gunnars er aftur á móti þyrnum stráð og litast af áföllum sem á hann hafa dunið. Gunnar er gestur vikunnar í Einkalífinu en þar ræðir hann foreldramissi og skilnað. Í október 2017 féll móðir hans frá eftir baráttu við krabbamein og á sama tímabili stóð hann í skilnaði við barnsmóður sína. Fyrrverandi eiginkona Gunnars hefur nú fundið ástina með annarri konu. Í dag ala þau Gunnar börnin sín tvö upp saman en hvort í sínu lagi í Osló. „Mamma hringir í mig og segir: Gunnar, ég er komin með krabbamein. Og það var einhvern veginn hvernig hún sagði það, svona kæruleysislega sem fékk mig til að hafa litlar áhyggjur til að byrja með. Hún endar síðan símtalið að segja mér að læknar telji að hún eigi aðeins eitt ár eftir,“ segir Gunnar og lýsir símtalinu sem mjög súrrealísku. Gunnar er búsettur í Osló í Noregi og ákveður þarna að fara strax til Íslands. Varði hann miklum tíma með móður sinni og náði að kynnast henni enn betur. „Síðan fer ég á tattoo-ráðstefnu erlendis þegar systir mín hringir í mig og segir mér að drífa mig heim strax,“ segir Gunnar. Hann varð að koma sér til Húsavíkur eins fljótt og hann gat. „Þegar ég lendi í Keflavík hringir systir mín aftur og segir að ég verði bara að koma alveg strax. Þá á ég flug til Húsavíkur stuttu seinna og ég fer í það flug. Þegar ég lendi á flugvellinum í Húsavík kemur maður systur minnar og tekur á móti mér. Maður sem er ofboðslega hress og alltaf miklir fagnaðarfundir þegar við hittumst. Hann segir mér þarna að mamma hafi dáið fyrir klukkutíma síðan, þegar ég er að fara um borð í vélina í Reykjavík.“ Eftir jarðaförina flýgur Gunnar aftur heim til Noregs og þarf þá að takast á við skilnað við þáverandi eiginkonu sína. Saman eiga þau tvö börn og upplifði Gunnar mikla skömm í kringum skilnaðinn. „Þetta var alls ekki þannig að ég hafi komið heim úr jarðaförinni og hún hafi staðið með ferðatöskuna og sagt bless. Það var kannski kominn tími á þetta og það er oft þannig í lífinu að þegar fólk upplifir áföll fer það að hugsa sig um.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Gunnar einnig um húðflúraferil sinn og sérstakt samband sitt við íslenska landsliðsmenn í knattspyrnu. Sömuleiðis um skömmina sem honum fannst fylgja skilnaðinum, um erfitt samband við föður sinn, um lífið í Noregi þar sem hann elur börnin sín tvö upp með barnsmóður sinni og kærustu hennar og ást sína á tónlist. Gunnar stofnaði á dögunum sveitina Gunnar the fifth sem er tilvísun í ítrekaðan misskilning varðandi nafn hans erlendis.
Einkalífið Tengdar fréttir „Lífið er ekki sanngjarnt“ Fyrirlesarinn Alda Karen Hjaltalín hefur vekið mikla athygli fyrir fyrirlestra sína undanfarin ár og þá aðallega fyrir fyrirlestraröðina Life Masterclass. 23. febrúar 2020 10:00 Er alls engin glanspía "Að vera kona fótboltamanns er oft glansmynd og glamúrlíf og allt þetta en ég er bara alls ekki þar,“ segir athafnarkonan Kristbjörg Jónasdóttir sem býr í Katar ásamt eiginmanni sínum Aroni Einari Gunnarssyni landsliðsfyrirliða. 13. febrúar 2020 11:30 „Maður gleymir ekki svona hlutum, en lærir að lifa með þeim“ Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal hefur verið í bransanum í um tuttugu ár og hefur gjörsamlega slegið í gegn á sínu sviði. Auddi er nýorðinn faðir og er hann gestur Einkalífsins í þessari viku en eins og margir vita er hann einn þekktasti maður landsins og segist samt sem áður ekki finna mikið fyrir því. 15. desember 2019 10:00 Lygileg saga frá Steinda Í jólaþætti Einkalífsins sagði Steinþór Hróar Steinþórsson heldur betur sérstaka sögu þegar hann var spurður út í eftirminnilegustu jólaminninguna. 31. desember 2019 10:30 Skilnaðurinn styrkti sambandið Frosti Logason hefur starfað á X-inu í tuttugu ár eða frá árinu 1999. Hann sló í gegn í rokksveitinni Mínus á sínum tíma og er að gera góða hluti í Íslandi í dag á Stöð 2 um þessar mundir. Frosti er gestur vikunnar í Einkalífinu. 28. nóvember 2019 11:30 Vinkonur Línu þurfa stöðugt að berja niður slúðursögur Lína Birgitta Camilla Sigurðardóttir hefur komið víða við síðastliðin ár en hún sló fyrst í gegn á bloggsíðu sinni og síðar meir á sínum samfélagsmiðlum. 8. desember 2019 10:00 Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fleiri fréttir Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Sjá meira
„Lífið er ekki sanngjarnt“ Fyrirlesarinn Alda Karen Hjaltalín hefur vekið mikla athygli fyrir fyrirlestra sína undanfarin ár og þá aðallega fyrir fyrirlestraröðina Life Masterclass. 23. febrúar 2020 10:00
Er alls engin glanspía "Að vera kona fótboltamanns er oft glansmynd og glamúrlíf og allt þetta en ég er bara alls ekki þar,“ segir athafnarkonan Kristbjörg Jónasdóttir sem býr í Katar ásamt eiginmanni sínum Aroni Einari Gunnarssyni landsliðsfyrirliða. 13. febrúar 2020 11:30
„Maður gleymir ekki svona hlutum, en lærir að lifa með þeim“ Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal hefur verið í bransanum í um tuttugu ár og hefur gjörsamlega slegið í gegn á sínu sviði. Auddi er nýorðinn faðir og er hann gestur Einkalífsins í þessari viku en eins og margir vita er hann einn þekktasti maður landsins og segist samt sem áður ekki finna mikið fyrir því. 15. desember 2019 10:00
Lygileg saga frá Steinda Í jólaþætti Einkalífsins sagði Steinþór Hróar Steinþórsson heldur betur sérstaka sögu þegar hann var spurður út í eftirminnilegustu jólaminninguna. 31. desember 2019 10:30
Skilnaðurinn styrkti sambandið Frosti Logason hefur starfað á X-inu í tuttugu ár eða frá árinu 1999. Hann sló í gegn í rokksveitinni Mínus á sínum tíma og er að gera góða hluti í Íslandi í dag á Stöð 2 um þessar mundir. Frosti er gestur vikunnar í Einkalífinu. 28. nóvember 2019 11:30
Vinkonur Línu þurfa stöðugt að berja niður slúðursögur Lína Birgitta Camilla Sigurðardóttir hefur komið víða við síðastliðin ár en hún sló fyrst í gegn á bloggsíðu sinni og síðar meir á sínum samfélagsmiðlum. 8. desember 2019 10:00