Alls slösuðust 52 þegar bíl var ekið á fólk sem tók þátt í hátíðarhöldum í tengslum við kjötkveðjuhátíð í þýska bænum Volkmarsen síðdegis í gær. Í hópi þeirra voru átján börn.
Lögregla í sambandslandinu Hessen segir á Twitter að 35 manns dvelji enn á sjúkrahúsi, en sautján manns hafa verið útskrifaðir.
Lögregla handtók 29 ára mann vegna málsins en atvikið átti sér stað klukkan 14:30 að staðartíma. Enn sem komið er liggur ekkert fyrir um hvað hafi legið að baki árásar mannsins.
Maðurinn slasaðist sjálfur alvarlega og hefur lögreglu ekki gefist færi á að yfirheyra manninn, en hann er grunaður um tilraun til manndráps.
#Volkmarsen
— Polizei Nordhessen (@Polizei_NH) February 25, 2020
Aktuell befinden sich noch 35 Personen in stationärer Behandlung im KH.
Weitere 17 wurden ambulant behandelt & konnten das KH bereits verlassen.
Unter den Opfern befinden sich auch 18 Kinder.
Das Motiv des Täters ist noch unklar. Die Ermittlungen laufen weiterhin.