Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Atli Ísleifsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 25. febrúar 2020 08:35 Fjölmennt lögreglulið gætir hótelsins á Costa Adeje. Myndin er tekin á vettvangi í morgun. Vísir/Lóa Pind Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. Íslendingarnir eru í fríi sem keypt var í gegnum Vita og dvelja í tveimur herbergjum. Ekki er vitað hvort þeir séu allir á ferð saman. Þráinn segir í samtali við Vísi að verið sé að safna upplýsingum um stöðu Íslendinganna. Allir gestir Costa Adeje Palace-hótelsins eru í sóttkví og lögregla gætir innganga eftir að ítalskur læknir, sem þar hafði dvalið, greindist með Covid19-veiruna. Hann hafði verið um viku á Tenerife. Þetta er fyrsta tilfellið sem upp kemur á þessum vinsæla ferðamannastað þar sem fjöldi Íslendinga dvelur á hverjum tíma. Enginn Íslendingur er á hótelinu á vegum Heimsferða, samkvæmt upplýsingum frá Tómasi J. Gestssyni framkvæmdastjóra Heimsferða. Heimsferðir hafi raunar ekki verið með farþega á hótelinu síðan í byrjun febrúar. Þá hefur hann ekki heyrt af neinum Íslendingum í sóttkví. Þórunn Reynisdóttir forstjóri Úrvals útsýnar hafði ekki fengið fregnir af því hvort einhverjir Íslendingar væru á hótelinu á vegum ferðaskrifstofunnar þegar Vísir náði tali af henni í morgun. Hún segir að verið sé að vinna í því að afla upplýsinga um stöðu mála. Skilaboð sem hótelgestir fengu vegna ástandsins samkvæmt Sky-fréttastofunni. Tvær flugvélar frá Tenerife, ein með Norwegian Air síðdegis og hin með Icelandair í kvöld, eru á áætlun til Keflavíkur í dag. Rögnvaldur Ólafsson lögreglufulltrúi hjá Almannavörnum segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að grípa til sérstakra ráðstafana vegna kórónaveirunnar á Tenerife. Almannavarnir muni funda um málið í dag og fylgjast með þróun mála. Átta norrænir gestir á vegum ferðaskrifstofunnar Tui eru í sóttkví á hótelinu, að því er norska dagblaðið VG hefur eftir Mikkel Hansen, fjölmiðlafulltrúa hjá Tui. Hansen segir að norrænu gestirnir séu frá Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Fyrst var greint frá því að gestirnir væru fimmtán en það reyndist ekki rétt. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Íslendingum sem heimsækja fjögur héruð Ítalíu gert að fara í sóttkví Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt ákveðin héröð á Ítalíu ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis vegna Covid-19 veirunnar. 24. febrúar 2020 19:45 WHO segir að heimsbyggðin ætti að undirbúa sig undir heimsfaraldur Forsvarsmenn stofnunarinnar segja það enn of snemmt að skilgreina útbreiðslu veirunnar sem heimsfaraldur en að ríki heims ættu að vera á undirbúningsstigi. 24. febrúar 2020 18:46 Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Sjá meira
Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. Íslendingarnir eru í fríi sem keypt var í gegnum Vita og dvelja í tveimur herbergjum. Ekki er vitað hvort þeir séu allir á ferð saman. Þráinn segir í samtali við Vísi að verið sé að safna upplýsingum um stöðu Íslendinganna. Allir gestir Costa Adeje Palace-hótelsins eru í sóttkví og lögregla gætir innganga eftir að ítalskur læknir, sem þar hafði dvalið, greindist með Covid19-veiruna. Hann hafði verið um viku á Tenerife. Þetta er fyrsta tilfellið sem upp kemur á þessum vinsæla ferðamannastað þar sem fjöldi Íslendinga dvelur á hverjum tíma. Enginn Íslendingur er á hótelinu á vegum Heimsferða, samkvæmt upplýsingum frá Tómasi J. Gestssyni framkvæmdastjóra Heimsferða. Heimsferðir hafi raunar ekki verið með farþega á hótelinu síðan í byrjun febrúar. Þá hefur hann ekki heyrt af neinum Íslendingum í sóttkví. Þórunn Reynisdóttir forstjóri Úrvals útsýnar hafði ekki fengið fregnir af því hvort einhverjir Íslendingar væru á hótelinu á vegum ferðaskrifstofunnar þegar Vísir náði tali af henni í morgun. Hún segir að verið sé að vinna í því að afla upplýsinga um stöðu mála. Skilaboð sem hótelgestir fengu vegna ástandsins samkvæmt Sky-fréttastofunni. Tvær flugvélar frá Tenerife, ein með Norwegian Air síðdegis og hin með Icelandair í kvöld, eru á áætlun til Keflavíkur í dag. Rögnvaldur Ólafsson lögreglufulltrúi hjá Almannavörnum segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að grípa til sérstakra ráðstafana vegna kórónaveirunnar á Tenerife. Almannavarnir muni funda um málið í dag og fylgjast með þróun mála. Átta norrænir gestir á vegum ferðaskrifstofunnar Tui eru í sóttkví á hótelinu, að því er norska dagblaðið VG hefur eftir Mikkel Hansen, fjölmiðlafulltrúa hjá Tui. Hansen segir að norrænu gestirnir séu frá Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Fyrst var greint frá því að gestirnir væru fimmtán en það reyndist ekki rétt. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Íslendingum sem heimsækja fjögur héruð Ítalíu gert að fara í sóttkví Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt ákveðin héröð á Ítalíu ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis vegna Covid-19 veirunnar. 24. febrúar 2020 19:45 WHO segir að heimsbyggðin ætti að undirbúa sig undir heimsfaraldur Forsvarsmenn stofnunarinnar segja það enn of snemmt að skilgreina útbreiðslu veirunnar sem heimsfaraldur en að ríki heims ættu að vera á undirbúningsstigi. 24. febrúar 2020 18:46 Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Sjá meira
Íslendingum sem heimsækja fjögur héruð Ítalíu gert að fara í sóttkví Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt ákveðin héröð á Ítalíu ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis vegna Covid-19 veirunnar. 24. febrúar 2020 19:45
WHO segir að heimsbyggðin ætti að undirbúa sig undir heimsfaraldur Forsvarsmenn stofnunarinnar segja það enn of snemmt að skilgreina útbreiðslu veirunnar sem heimsfaraldur en að ríki heims ættu að vera á undirbúningsstigi. 24. febrúar 2020 18:46
Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55