Sportpakkinn: Tryggvi mun fara mikið hærra Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2020 19:00 Tryggvi Snær Hlinason átti sinn besta landsleik í gær. vísir/bára „Þetta var nánast fullkominn leikur hjá honum,“ sagði Benedikt Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari Tryggva Snæs Hlinasonar, eftir stórleik Tryggva í sigrinum gegn Slóvakíu í Laugardalshöll í gær. Benedikt segir drauminn að Tryggvi gangi í raðir eins af risaliðum Evrópu á næstu þremur árum. „Þetta var geðveik frammistaða, bæði í vörn og sókn. Það er ekki oft sem að menn eiga báða vallarhelmingana. Hann var frábær í sókn og vörn,“ sagði Benedikt við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Innslagið má sjá hér að neðan. Tryggvi skoraði 26 stig í leiknum, tók 17 fráköst og varði átta skot. Í hvaða þætti leiksins telur Benedikt miðherjann hafa bætt sig mest? „Í öllu. Hann er að verða betri í öllum þáttum leiksins. Hann er orðinn betri sendingamaður, hefur alltaf verið góður frákastari en er samt orðinn betri, það er orðið betra hvernig hann tímasetur vörðu skotin, þetta er allt að verða betra. En mestu framfarirnar eru sóknarlega. Hann er orðinn meiri skorari en hann var. Það að skora 26 stig í landsleik er geggjað.“ Benedikt tekur undir að það breyti miklu hjá íslenska liðinu að hafa svo hávaxinn en jafnframt öflugan miðherja: „Við höfum ekki átt alvöru hágæða miðherja síðan að Pétur Guðmundsson var að spila. Þetta kemur með algjörlega nýja vídd inn í landsliðið og gefur okkur möguleika á að verða alvöru landslið á evrópskan mælikvarða, ekki bara bakvarðasveit með „undersized“ karla eins og Hlyn [Bæringsson] til að slást við þessa stóru stráka. Núna erum við með alvöru miðherja, í fyrsta sinn í áratugi. Að vera svo með frábæra bakverði eins og Martin [Hermannsson], og millitýpur eins og Hauk Páls, gerir að verkum að ég er alveg ofsalega spenntur fyrir landsliðinu næstu 10-15 árin,“ segir Benedikt. Benedikt þjálfaði Tryggva hjá Þór á Akureyri þegar þessi 22 ára gamli leikmaður var enn mjög ómótaður leikmaður, enda byrjaði hann ekki að æfa körfubolta fyrr en hann var 16 ára gamall. Tryggvi er nú leikmaður Zaragoza í efstu deild Spánar. Bjóst Benedikt við því að hann næði svona langt? „Já, maður vissi að þakið væri hátt hjá honum. Þegar ég var með hann þá var hann tiltölulega nýbyrjaður en samt orðinn alveg svakalega spennandi eintak og nokkuð góður. Ég held að hann hafi þennan hæfileika að verða betri þegar hann spilar með betri mönnum. Hann aðlagast gæðunum í kringum hann. Ég sé hann fara nokkuð langt, hann á nóg inni og fer mikið hærra. Núna er hann í einu af þremur bestu liðum Spánar, sem er sterkasta deildin í Evrópu. Ég held að Evrópa henti honum betur en NBA, en ég held að NBA sé ekki útilokað. En ég vona að eftir svona þrjú ár verði hann kominn í eitthvað af risaliðunum í Evrópu, eins og Olympiacos, Panathinaikos, Barcelona eða Real Madrid. Það er draumurinn.“ Klippa: Nánast fullkominn leikur hjá Tryggva Körfubolti Sportpakkinn Tengdar fréttir Meira en 29 ár síðan 2,16 metra maður skoraði síðast 20 stig fyrir íslenska landsliðið Tryggvi Snær Hlinason átti sinn besta landsleik á ferlinum í gærkvöldi þegar hann fór fyrir sigri Íslands á Slóvakíu í Laugardalshöllinni. 24. febrúar 2020 12:00 Tryggvi: Mjög gott að komast aðeins heim og fylla á afurðina að heiman Tryggvi Hlinason átti einn sinn besta landsleik frá upphafi þegar íslenska landsliðið í körfubolta sigraði það slóvakíska í gær, 83-74. Leikurinn var hluti af undankeppni HM 2023. 24. febrúar 2020 08:30 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Slóvakía 83-74 | Tryggvi stórkostlegur í nauðsynlegum sigri Íslenska körfuboltalandsliðið vann góðan sigur á Slóvakíu í Laugardalshöllinni í kvöld, 83-74. 23. febrúar 2020 22:45 Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 80-78 | Naumt tap í fyrsta leik Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hóf leik í undankeppni HM í dag þegar strákarnir okkar mættu Kósovó ytra í fyrsta leik undanriðilsins í dag. Lokatölur urðu 80-78 fyrir Kósovó. Auk þessara liða eru Lúxemborg og Slóvakía í þessum riðli en tvö efstu liðin fara áfram á næsta stig undankeppni HM. 20. febrúar 2020 20:00 Tryggvi í efsta sæti í fráköstum og vörðum skotum Tryggvi Snær Hlinason hefur byrjað undankeppni HM 2023 af miklum krafti og er á toppnum eða við toppinn á fjórum af stærstu tölfræðiþáttunum. 24. febrúar 2020 14:00 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Sjá meira
„Þetta var nánast fullkominn leikur hjá honum,“ sagði Benedikt Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari Tryggva Snæs Hlinasonar, eftir stórleik Tryggva í sigrinum gegn Slóvakíu í Laugardalshöll í gær. Benedikt segir drauminn að Tryggvi gangi í raðir eins af risaliðum Evrópu á næstu þremur árum. „Þetta var geðveik frammistaða, bæði í vörn og sókn. Það er ekki oft sem að menn eiga báða vallarhelmingana. Hann var frábær í sókn og vörn,“ sagði Benedikt við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Innslagið má sjá hér að neðan. Tryggvi skoraði 26 stig í leiknum, tók 17 fráköst og varði átta skot. Í hvaða þætti leiksins telur Benedikt miðherjann hafa bætt sig mest? „Í öllu. Hann er að verða betri í öllum þáttum leiksins. Hann er orðinn betri sendingamaður, hefur alltaf verið góður frákastari en er samt orðinn betri, það er orðið betra hvernig hann tímasetur vörðu skotin, þetta er allt að verða betra. En mestu framfarirnar eru sóknarlega. Hann er orðinn meiri skorari en hann var. Það að skora 26 stig í landsleik er geggjað.“ Benedikt tekur undir að það breyti miklu hjá íslenska liðinu að hafa svo hávaxinn en jafnframt öflugan miðherja: „Við höfum ekki átt alvöru hágæða miðherja síðan að Pétur Guðmundsson var að spila. Þetta kemur með algjörlega nýja vídd inn í landsliðið og gefur okkur möguleika á að verða alvöru landslið á evrópskan mælikvarða, ekki bara bakvarðasveit með „undersized“ karla eins og Hlyn [Bæringsson] til að slást við þessa stóru stráka. Núna erum við með alvöru miðherja, í fyrsta sinn í áratugi. Að vera svo með frábæra bakverði eins og Martin [Hermannsson], og millitýpur eins og Hauk Páls, gerir að verkum að ég er alveg ofsalega spenntur fyrir landsliðinu næstu 10-15 árin,“ segir Benedikt. Benedikt þjálfaði Tryggva hjá Þór á Akureyri þegar þessi 22 ára gamli leikmaður var enn mjög ómótaður leikmaður, enda byrjaði hann ekki að æfa körfubolta fyrr en hann var 16 ára gamall. Tryggvi er nú leikmaður Zaragoza í efstu deild Spánar. Bjóst Benedikt við því að hann næði svona langt? „Já, maður vissi að þakið væri hátt hjá honum. Þegar ég var með hann þá var hann tiltölulega nýbyrjaður en samt orðinn alveg svakalega spennandi eintak og nokkuð góður. Ég held að hann hafi þennan hæfileika að verða betri þegar hann spilar með betri mönnum. Hann aðlagast gæðunum í kringum hann. Ég sé hann fara nokkuð langt, hann á nóg inni og fer mikið hærra. Núna er hann í einu af þremur bestu liðum Spánar, sem er sterkasta deildin í Evrópu. Ég held að Evrópa henti honum betur en NBA, en ég held að NBA sé ekki útilokað. En ég vona að eftir svona þrjú ár verði hann kominn í eitthvað af risaliðunum í Evrópu, eins og Olympiacos, Panathinaikos, Barcelona eða Real Madrid. Það er draumurinn.“ Klippa: Nánast fullkominn leikur hjá Tryggva
Körfubolti Sportpakkinn Tengdar fréttir Meira en 29 ár síðan 2,16 metra maður skoraði síðast 20 stig fyrir íslenska landsliðið Tryggvi Snær Hlinason átti sinn besta landsleik á ferlinum í gærkvöldi þegar hann fór fyrir sigri Íslands á Slóvakíu í Laugardalshöllinni. 24. febrúar 2020 12:00 Tryggvi: Mjög gott að komast aðeins heim og fylla á afurðina að heiman Tryggvi Hlinason átti einn sinn besta landsleik frá upphafi þegar íslenska landsliðið í körfubolta sigraði það slóvakíska í gær, 83-74. Leikurinn var hluti af undankeppni HM 2023. 24. febrúar 2020 08:30 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Slóvakía 83-74 | Tryggvi stórkostlegur í nauðsynlegum sigri Íslenska körfuboltalandsliðið vann góðan sigur á Slóvakíu í Laugardalshöllinni í kvöld, 83-74. 23. febrúar 2020 22:45 Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 80-78 | Naumt tap í fyrsta leik Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hóf leik í undankeppni HM í dag þegar strákarnir okkar mættu Kósovó ytra í fyrsta leik undanriðilsins í dag. Lokatölur urðu 80-78 fyrir Kósovó. Auk þessara liða eru Lúxemborg og Slóvakía í þessum riðli en tvö efstu liðin fara áfram á næsta stig undankeppni HM. 20. febrúar 2020 20:00 Tryggvi í efsta sæti í fráköstum og vörðum skotum Tryggvi Snær Hlinason hefur byrjað undankeppni HM 2023 af miklum krafti og er á toppnum eða við toppinn á fjórum af stærstu tölfræðiþáttunum. 24. febrúar 2020 14:00 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Sjá meira
Meira en 29 ár síðan 2,16 metra maður skoraði síðast 20 stig fyrir íslenska landsliðið Tryggvi Snær Hlinason átti sinn besta landsleik á ferlinum í gærkvöldi þegar hann fór fyrir sigri Íslands á Slóvakíu í Laugardalshöllinni. 24. febrúar 2020 12:00
Tryggvi: Mjög gott að komast aðeins heim og fylla á afurðina að heiman Tryggvi Hlinason átti einn sinn besta landsleik frá upphafi þegar íslenska landsliðið í körfubolta sigraði það slóvakíska í gær, 83-74. Leikurinn var hluti af undankeppni HM 2023. 24. febrúar 2020 08:30
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Slóvakía 83-74 | Tryggvi stórkostlegur í nauðsynlegum sigri Íslenska körfuboltalandsliðið vann góðan sigur á Slóvakíu í Laugardalshöllinni í kvöld, 83-74. 23. febrúar 2020 22:45
Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 80-78 | Naumt tap í fyrsta leik Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hóf leik í undankeppni HM í dag þegar strákarnir okkar mættu Kósovó ytra í fyrsta leik undanriðilsins í dag. Lokatölur urðu 80-78 fyrir Kósovó. Auk þessara liða eru Lúxemborg og Slóvakía í þessum riðli en tvö efstu liðin fara áfram á næsta stig undankeppni HM. 20. febrúar 2020 20:00
Tryggvi í efsta sæti í fráköstum og vörðum skotum Tryggvi Snær Hlinason hefur byrjað undankeppni HM 2023 af miklum krafti og er á toppnum eða við toppinn á fjórum af stærstu tölfræðiþáttunum. 24. febrúar 2020 14:00