Börn eiga rétt á að þekkja uppruna sinn Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 24. febrúar 2020 11:00 Á Íslandi eiga börn sem getin eru með tæknifrjóvgun og kynfrumugjöf ekki sjálfstæðan rétt á upplýsingum um uppruna sinn. Ísland er eina landið á Norðurlöndunum sem hefur ekki tryggt réttindi barna að þessu leyti. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um réttindi barns til að vera skráð eftir fæðingu, fá nafn, ríkisfang og við vita um foreldra sína og njóta umönnunar þeirra. Undirrituð hefur nú í sjötta sinn lagt fram tillögu um rétt barna til að vita um uppruna sinn og falið dómsmálaráðherra að tryggja réttindi barna að þessu leyti. Tillagan hefur ekki enn verið afgreidd á Alþingi. Við viljum vera í fremstu röð hvað varðar réttindi barna. Sýnum það í verki. Það er löngu orðið tímabært að innleiða ný lög sem tryggja þennan rétt barna. Umsögn Umboðsmanns barna Lög um tæknifrjóvgun, sem tóku í gildi 15. maí 1996, gera ráð fyrir að sá sem gefur kynfrumur til tæknifrjóvgunar skuli njóta nafnleyndar. Nafnleynd kynfrumugjafa vegur þyngra en réttindi barna til að fá að vita um uppruna sinn. Umboðsmaður barna sendi frá sér umsögn árið 1996, þegar frumvarpið var til umfjöllunar hjá Alþingi. Í henni kom fram sú afdráttarlausa skoðun að barn sem getið er með gjafakynfrumu ætti að fá rétt á að vita um uppruna sinn, eftir því sem unnt er. Þannig verði velferð þess best tryggð til framtíðar. Reynsla nágrannaríkja Helstu rökin fyrir nafnleynd kynfrumugjafa hafa verið sú að nafnleynd tryggi framboð á kynfrumum. Reynsla nágrannaríkjanna sýnir að slíkt hafi ekki veri raunin en eins og fyrr segir þá hafa öll Norðurlöndin, utan Íslands, nú þegar tryggt lagalegan rétt barna til að þekkja uppruna sinn. Reyndar dróst kynfrumugjöf í Svíþjóð saman eftir að lögunum var breytt á þann veg að börn ættu rétt á að þekkja uppruna sinn, en fór síðan aftur í sama horf. Mikilvægt er að virða friðhelgi fólks og þörfin fyrir að nálgast upplýsingar um líffræðilegan uppruna, getur verið mjög mismunandi. Því yrðu slíkar upplýsingar aðeins veittar ef „barnið“ óskar sjálft eftir þeim. Rétturinn ætti ávallt að vera barnsins. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Fjölskyldumál Frjósemi Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Ofhugsanir: orsök & afleiðing Sara Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi eiga börn sem getin eru með tæknifrjóvgun og kynfrumugjöf ekki sjálfstæðan rétt á upplýsingum um uppruna sinn. Ísland er eina landið á Norðurlöndunum sem hefur ekki tryggt réttindi barna að þessu leyti. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um réttindi barns til að vera skráð eftir fæðingu, fá nafn, ríkisfang og við vita um foreldra sína og njóta umönnunar þeirra. Undirrituð hefur nú í sjötta sinn lagt fram tillögu um rétt barna til að vita um uppruna sinn og falið dómsmálaráðherra að tryggja réttindi barna að þessu leyti. Tillagan hefur ekki enn verið afgreidd á Alþingi. Við viljum vera í fremstu röð hvað varðar réttindi barna. Sýnum það í verki. Það er löngu orðið tímabært að innleiða ný lög sem tryggja þennan rétt barna. Umsögn Umboðsmanns barna Lög um tæknifrjóvgun, sem tóku í gildi 15. maí 1996, gera ráð fyrir að sá sem gefur kynfrumur til tæknifrjóvgunar skuli njóta nafnleyndar. Nafnleynd kynfrumugjafa vegur þyngra en réttindi barna til að fá að vita um uppruna sinn. Umboðsmaður barna sendi frá sér umsögn árið 1996, þegar frumvarpið var til umfjöllunar hjá Alþingi. Í henni kom fram sú afdráttarlausa skoðun að barn sem getið er með gjafakynfrumu ætti að fá rétt á að vita um uppruna sinn, eftir því sem unnt er. Þannig verði velferð þess best tryggð til framtíðar. Reynsla nágrannaríkja Helstu rökin fyrir nafnleynd kynfrumugjafa hafa verið sú að nafnleynd tryggi framboð á kynfrumum. Reynsla nágrannaríkjanna sýnir að slíkt hafi ekki veri raunin en eins og fyrr segir þá hafa öll Norðurlöndin, utan Íslands, nú þegar tryggt lagalegan rétt barna til að þekkja uppruna sinn. Reyndar dróst kynfrumugjöf í Svíþjóð saman eftir að lögunum var breytt á þann veg að börn ættu rétt á að þekkja uppruna sinn, en fór síðan aftur í sama horf. Mikilvægt er að virða friðhelgi fólks og þörfin fyrir að nálgast upplýsingar um líffræðilegan uppruna, getur verið mjög mismunandi. Því yrðu slíkar upplýsingar aðeins veittar ef „barnið“ óskar sjálft eftir þeim. Rétturinn ætti ávallt að vera barnsins. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar