Meira en 29 ár síðan 2,16 metra maður skoraði síðast 20 stig fyrir íslenska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2020 12:00 Tryggvi Snær Hlinason var stórkostlegur í Höllinni í gærkvöldi. Hann og Pavel Ermolinskij voru saman með 33 stig, 27 fráköst og 12 stoðsendingar. Vísir/Bára Tryggvi Snær Hlinason átti sinn besta landsleik á ferlinum í gærkvöldi þegar hann fór fyrir sigri Íslands á Slóvakíu í Laugardalshöllinni. Tryggvi Snær Hlinason setti nýtt persónulegt met með því að skora 26 stig í leiknum en auk þess var hann með 17 fráköst og 8 varin skot. Gamla persónulega met Tryggva var síðan í leik á móti Litháen í ágúst 2017 en hann skoraði þá 19 stig í leik þar sem hann glímdi við NBA-stjörnuna Jonas Valanciunas. Tryggvi Snær Hlinason er 2,16 metrar á hæð og því einn hávaxnasti leikmaðurinn sem hefur spilað fyrir íslenska landsliðið. Það þarf að fara allt til 27. desember 1990 til að finna síðasta landsleik þar sem 2,16 metra maður skoraði síðast tuttugu stig fyrir íslenska landsliðið í körfubolta. Pétur Karl Guðmundsson skoraði þá 20 stig í vináttulandsleik á móti Dönum í Stykkishólmi. Pétur var þá kominn aftur heim úr atvinnumennsku og orðinn leikmaður Tindastóls. Tryggvi skoraði stigin sín í gær aftur á móti í keppnisleik en því hefur 2,16 metra maður ekki náð síðan Pétur skoraði 25 stig á móti Kýpur á Promotion Cup í Wales fyrr í sama desembermánuði árið 1990. Pétur er áfram síðasti 2,16 metra maðurinn til að skora yfir þrjátíu stig í landsleik en hann skoraði síðast yfir 30 stig þegar hann var með 33 stig á móti Eistlandi í vináttulandsleik í lok desember 1989. Pétur Karl Guðmundsson er 2,18 metrar á hæð og spilaði á sínum tíma 53 landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann er líka eini Íslendingurinn sem hefur spilað leik í deildarkeppni og úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Ragnar Ágúst Nathanaelsson (2,18 metrar) og Egill Jónasson (2,17 metrar) hafa spilað með íslenska landsliðinu síðan þá en hvorugur hefur náð að skora svona mikið í landsleik. Körfubolti Tengdar fréttir Pavel: Það voru allir til fyrirmyndar Íslendingar unnu góðan sigur á Slóvökum í undankeppni HM í körfubolta 2023 í kvöld, 83-74. Ísland leikur í forkeppni að sjálfri undankeppninni og er í riðli með Slóvakíu, Lúxemborg og Kósóvó. 23. febrúar 2020 23:10 Tryggvi: Mjög gott að komast aðeins heim og fylla á afurðina að heiman Tryggvi Hlinason átti einn sinn besta landsleik frá upphafi þegar íslenska landsliðið í körfubolta sigraði það slóvakíska í gær, 83-74. Leikurinn var hluti af undankeppni HM 2023. 24. febrúar 2020 08:30 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Slóvakía 83-74 | Tryggvi stórkostlegur í nauðsynlegum sigri Íslenska körfuboltalandsliðið vann góðan sigur á Slóvakíu í Laugardalshöllinni í kvöld, 83-74. 23. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Tryggvi Snær Hlinason átti sinn besta landsleik á ferlinum í gærkvöldi þegar hann fór fyrir sigri Íslands á Slóvakíu í Laugardalshöllinni. Tryggvi Snær Hlinason setti nýtt persónulegt met með því að skora 26 stig í leiknum en auk þess var hann með 17 fráköst og 8 varin skot. Gamla persónulega met Tryggva var síðan í leik á móti Litháen í ágúst 2017 en hann skoraði þá 19 stig í leik þar sem hann glímdi við NBA-stjörnuna Jonas Valanciunas. Tryggvi Snær Hlinason er 2,16 metrar á hæð og því einn hávaxnasti leikmaðurinn sem hefur spilað fyrir íslenska landsliðið. Það þarf að fara allt til 27. desember 1990 til að finna síðasta landsleik þar sem 2,16 metra maður skoraði síðast tuttugu stig fyrir íslenska landsliðið í körfubolta. Pétur Karl Guðmundsson skoraði þá 20 stig í vináttulandsleik á móti Dönum í Stykkishólmi. Pétur var þá kominn aftur heim úr atvinnumennsku og orðinn leikmaður Tindastóls. Tryggvi skoraði stigin sín í gær aftur á móti í keppnisleik en því hefur 2,16 metra maður ekki náð síðan Pétur skoraði 25 stig á móti Kýpur á Promotion Cup í Wales fyrr í sama desembermánuði árið 1990. Pétur er áfram síðasti 2,16 metra maðurinn til að skora yfir þrjátíu stig í landsleik en hann skoraði síðast yfir 30 stig þegar hann var með 33 stig á móti Eistlandi í vináttulandsleik í lok desember 1989. Pétur Karl Guðmundsson er 2,18 metrar á hæð og spilaði á sínum tíma 53 landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann er líka eini Íslendingurinn sem hefur spilað leik í deildarkeppni og úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Ragnar Ágúst Nathanaelsson (2,18 metrar) og Egill Jónasson (2,17 metrar) hafa spilað með íslenska landsliðinu síðan þá en hvorugur hefur náð að skora svona mikið í landsleik.
Körfubolti Tengdar fréttir Pavel: Það voru allir til fyrirmyndar Íslendingar unnu góðan sigur á Slóvökum í undankeppni HM í körfubolta 2023 í kvöld, 83-74. Ísland leikur í forkeppni að sjálfri undankeppninni og er í riðli með Slóvakíu, Lúxemborg og Kósóvó. 23. febrúar 2020 23:10 Tryggvi: Mjög gott að komast aðeins heim og fylla á afurðina að heiman Tryggvi Hlinason átti einn sinn besta landsleik frá upphafi þegar íslenska landsliðið í körfubolta sigraði það slóvakíska í gær, 83-74. Leikurinn var hluti af undankeppni HM 2023. 24. febrúar 2020 08:30 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Slóvakía 83-74 | Tryggvi stórkostlegur í nauðsynlegum sigri Íslenska körfuboltalandsliðið vann góðan sigur á Slóvakíu í Laugardalshöllinni í kvöld, 83-74. 23. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Pavel: Það voru allir til fyrirmyndar Íslendingar unnu góðan sigur á Slóvökum í undankeppni HM í körfubolta 2023 í kvöld, 83-74. Ísland leikur í forkeppni að sjálfri undankeppninni og er í riðli með Slóvakíu, Lúxemborg og Kósóvó. 23. febrúar 2020 23:10
Tryggvi: Mjög gott að komast aðeins heim og fylla á afurðina að heiman Tryggvi Hlinason átti einn sinn besta landsleik frá upphafi þegar íslenska landsliðið í körfubolta sigraði það slóvakíska í gær, 83-74. Leikurinn var hluti af undankeppni HM 2023. 24. febrúar 2020 08:30
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Slóvakía 83-74 | Tryggvi stórkostlegur í nauðsynlegum sigri Íslenska körfuboltalandsliðið vann góðan sigur á Slóvakíu í Laugardalshöllinni í kvöld, 83-74. 23. febrúar 2020 22:45
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum