Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. febrúar 2020 12:15 Birtingarmyndir vinnustöðvunar Eflingarfólks í Reykjavík eru margar,til að mynda hefur hún raskað sorphirðu í borginni. Vísir/efling Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. Verði verkfall samþykkt hefst það á sama tíma og aðgerðir BSRB og yrðu samlegðaráhrifin því nokkur. Framkvæmdastjóri Eflingar vonast þó til að kjaradeilu félagsins við borgina verði lokið fyrir þann tíma. Annars vegar er um að ræða félagsmenn Eflingar sem starfa í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur. Undir samningnum eru störf ófaglærðra við umönnun, gatnaviðhald og fleira, mestmegnis hjá Kópavogs- og Seltjarnarnesbæ. Samningar þeirra við Samband íslenskra sveitarfélaga hafa verið lausir síðan í marslok í fyrra. „Þær viðræður hafa ekki gengið vel og var lýst árangurslausum í gær. Þessi tillaga um verkfallsboðun er því næsta skref í þeirri baráttu,“ segir Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar. Hins vegar ætlar Eflingarfólk sem starfar hjá einkareknum skólum innan Samtaka sjálfstæðra skóla, eins og hjá Hjallastefnunni og Félagsstofnun Stúdenta, að greiða atkvæði um samúðarverkfall með kollegum sínum í Reykjavík. Fari svo að Eflingarfólk samþykki vinnustöðvun í næstu viku myndu ótímabundnar aðgerðir þessara hópa hefjast strax í hádeginu 9. mars. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar.Vísir/Sigurjón En hvers vegna leggið þið upp með að fara strax í ótímabundnar aðgerðir?„Við teljum að þessi viðvörunar- eða aðdragandaverkföll sem farið var í í borginni hafi þjónað sínum tilgangi. Við horfum til þess auðvitað líka að þarna er BSRB að hefja aðgerðir á svipuðum tíma og við teljum óhætt að hefja þessar aðgerðir með fullum þunga strax frá fyrsta degi,“ segir Viðar. Vísar hann þar til verkfallsaðgerða félagsmanna BSRB sem samþykktar voru í vikunni. „Verkföllin munu hafa mikil áhrif á almannaþjónustuna enda munu þau ná til starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið á Landspítalanum, og í skólum, leikskólum og á frístundaheimilum. Þá mun starfsfólk í sundlaugum og íþróttahúsum auk starfsmanna sem sinna þjónustu við aldraða og fólk með fötlun leggja niður störf, svo einhver dæmi séu nefnd,“ segir í útskýringu BSRB. Þessar aðgerðir munu jafnframt hefjast mánudaginn 9. mars, en nánar má fræðast um þær hér.Takist ekki að leiða þessar kjaradeilur til lykta má ætla að samlegðaráhrifin af verkfallsaðgerðum Eflingar og BSRB á höfuðborgarsvæðinu verði orðin nokkur um miðjan mars. Viðar segist þó vona að yfirstandandi deilu borgarinnar og Eflingar verði hægt að ljúka fyrir þann tíma. Borgarstjórnarmeirihlutinn hafi talað fyrir launaleiðréttingu umræddra stétta, til að mynda í meirihlutasáttmálanum, og nú þurfi að sýna þann vilja í verki. „Það á í sjálfu sér ekki að taka langan tíma. Það hlýtur því að geta talist algjörlega raunhæf vænting að við getum lokið samningum við Reykjavíkurborg fyrir þennan tíma [9. mars] en það veltur á sjálfsögðu á því að Reykjavíkurborg sýni samningsvilja í verki,“ segir Viðar Þorsteinsson. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Tvær vikur í fyrstu verkfallsaðgerð fimmtán þúsund félagsmanna BSRB Verkfallsaðgerðir félaga BSRB, sem samþykktu með afgerandi hætti verkfallsboðun í dag, hefjast mánudaginn 9. mars takist ekki samningar fyrir þann tíma. 20. febrúar 2020 15:32 Enn fleira Eflingarfólk gæti farið í verkfall Greidd verða atkvæði um verkfall Eflingarfólks sem starfar fyrir einkarekna skóla og önnur sveitarfélög en Reykjavík eftir helgi. 21. febrúar 2020 20:48 Gæti tekið langan tíma að vinda ofan af verkfalli sorphirðufólks Rekstrarstjóri sorphirðu hjá Reykjavíkurborg hvetur borgarbúa til að fara sjálfir með sorp á endurvinnslu- og grenndarstöðvar á meðan á verkfalli stendur. 21. febrúar 2020 19:01 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. Verði verkfall samþykkt hefst það á sama tíma og aðgerðir BSRB og yrðu samlegðaráhrifin því nokkur. Framkvæmdastjóri Eflingar vonast þó til að kjaradeilu félagsins við borgina verði lokið fyrir þann tíma. Annars vegar er um að ræða félagsmenn Eflingar sem starfa í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur. Undir samningnum eru störf ófaglærðra við umönnun, gatnaviðhald og fleira, mestmegnis hjá Kópavogs- og Seltjarnarnesbæ. Samningar þeirra við Samband íslenskra sveitarfélaga hafa verið lausir síðan í marslok í fyrra. „Þær viðræður hafa ekki gengið vel og var lýst árangurslausum í gær. Þessi tillaga um verkfallsboðun er því næsta skref í þeirri baráttu,“ segir Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar. Hins vegar ætlar Eflingarfólk sem starfar hjá einkareknum skólum innan Samtaka sjálfstæðra skóla, eins og hjá Hjallastefnunni og Félagsstofnun Stúdenta, að greiða atkvæði um samúðarverkfall með kollegum sínum í Reykjavík. Fari svo að Eflingarfólk samþykki vinnustöðvun í næstu viku myndu ótímabundnar aðgerðir þessara hópa hefjast strax í hádeginu 9. mars. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar.Vísir/Sigurjón En hvers vegna leggið þið upp með að fara strax í ótímabundnar aðgerðir?„Við teljum að þessi viðvörunar- eða aðdragandaverkföll sem farið var í í borginni hafi þjónað sínum tilgangi. Við horfum til þess auðvitað líka að þarna er BSRB að hefja aðgerðir á svipuðum tíma og við teljum óhætt að hefja þessar aðgerðir með fullum þunga strax frá fyrsta degi,“ segir Viðar. Vísar hann þar til verkfallsaðgerða félagsmanna BSRB sem samþykktar voru í vikunni. „Verkföllin munu hafa mikil áhrif á almannaþjónustuna enda munu þau ná til starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið á Landspítalanum, og í skólum, leikskólum og á frístundaheimilum. Þá mun starfsfólk í sundlaugum og íþróttahúsum auk starfsmanna sem sinna þjónustu við aldraða og fólk með fötlun leggja niður störf, svo einhver dæmi séu nefnd,“ segir í útskýringu BSRB. Þessar aðgerðir munu jafnframt hefjast mánudaginn 9. mars, en nánar má fræðast um þær hér.Takist ekki að leiða þessar kjaradeilur til lykta má ætla að samlegðaráhrifin af verkfallsaðgerðum Eflingar og BSRB á höfuðborgarsvæðinu verði orðin nokkur um miðjan mars. Viðar segist þó vona að yfirstandandi deilu borgarinnar og Eflingar verði hægt að ljúka fyrir þann tíma. Borgarstjórnarmeirihlutinn hafi talað fyrir launaleiðréttingu umræddra stétta, til að mynda í meirihlutasáttmálanum, og nú þurfi að sýna þann vilja í verki. „Það á í sjálfu sér ekki að taka langan tíma. Það hlýtur því að geta talist algjörlega raunhæf vænting að við getum lokið samningum við Reykjavíkurborg fyrir þennan tíma [9. mars] en það veltur á sjálfsögðu á því að Reykjavíkurborg sýni samningsvilja í verki,“ segir Viðar Þorsteinsson.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Tvær vikur í fyrstu verkfallsaðgerð fimmtán þúsund félagsmanna BSRB Verkfallsaðgerðir félaga BSRB, sem samþykktu með afgerandi hætti verkfallsboðun í dag, hefjast mánudaginn 9. mars takist ekki samningar fyrir þann tíma. 20. febrúar 2020 15:32 Enn fleira Eflingarfólk gæti farið í verkfall Greidd verða atkvæði um verkfall Eflingarfólks sem starfar fyrir einkarekna skóla og önnur sveitarfélög en Reykjavík eftir helgi. 21. febrúar 2020 20:48 Gæti tekið langan tíma að vinda ofan af verkfalli sorphirðufólks Rekstrarstjóri sorphirðu hjá Reykjavíkurborg hvetur borgarbúa til að fara sjálfir með sorp á endurvinnslu- og grenndarstöðvar á meðan á verkfalli stendur. 21. febrúar 2020 19:01 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Tvær vikur í fyrstu verkfallsaðgerð fimmtán þúsund félagsmanna BSRB Verkfallsaðgerðir félaga BSRB, sem samþykktu með afgerandi hætti verkfallsboðun í dag, hefjast mánudaginn 9. mars takist ekki samningar fyrir þann tíma. 20. febrúar 2020 15:32
Enn fleira Eflingarfólk gæti farið í verkfall Greidd verða atkvæði um verkfall Eflingarfólks sem starfar fyrir einkarekna skóla og önnur sveitarfélög en Reykjavík eftir helgi. 21. febrúar 2020 20:48
Gæti tekið langan tíma að vinda ofan af verkfalli sorphirðufólks Rekstrarstjóri sorphirðu hjá Reykjavíkurborg hvetur borgarbúa til að fara sjálfir með sorp á endurvinnslu- og grenndarstöðvar á meðan á verkfalli stendur. 21. febrúar 2020 19:01
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent