Bíða að meðaltali í sextán mánuði eftir úrlausn í umgengnismálum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. febrúar 2020 08:30 Löng bið er eftir því að fá úrlausn í umgengnismálum hjá sýslumanni höfuðborgarsvæðisins. vísir/vilhelm Foreldrar sem deila um umgengni barna sinna og leita til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna þess þurfa að bíða að meðaltali í 473 daga, eða tæpa 16 mánuði, eftir úrskurði í málinu. Lengsti tími sem það hefur tekið að ljúka umgengnismáli hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu er 1852 dagar eða um fimm ár. Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um stjórnsýslu forsjár- og umgengnismála. Fyrsta spurning þingmannsins sneri að því hversu langan tíma það taki að jafnaði frá því beiðni um breytingu á forsjá og/eða umgengni berst til sýslumanns og þar til mál fær efnislega meðferð. Var spurt um öll embætti sýslumanna á landinu en embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu er það embætti sem þjónar stærstum hluta þjóðarinnar. Í svari ráðherra er áréttað að ýmsir þættir kunni að hafa áhrif á tímalengd forsjár- og umgengnismála hjá sýslumönnum. Tölfræðina þurfi því að skoða með þeim fyrirvara. Þá segir að erfitt sé að veita nákvæmar upplýsingar um hversu langan tíma það taki að jafnaði að taka mál til efnislegrar meðferðar því aðgengi að tölfræðiupplýsingum úr starfskerfi sýslumanna sé takmarkað. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er dómsmálaráðherra. Í svari hennar er áréttað að ýmsir þættir kunni að hafa áhrif á tímalengd forsjár- og umgengnismála hjá sýslumönnum.vísir/vilhelm Mannekla og málafjöldi hjá sýslumanni Í svari ráðherra kemur fram að meðalbiðtími eftir því að fá viðtal hjá sýslumanni höfuðborgarsvæðisins um breytta forsjá/umgengni sé 49 dagar eða um sjö vikur. Bið eftir staðfestingu sé síðan nær engin. Þá sé erindi um staðfestingu á samningi foreldra með sameiginlega forsjá um breytt lögheimili lagt inn skriflega og afgreitt innan örfárra daga. Biðtíminn er hins vegar mun lengri ef um ágreiningsmál er að ræða þar sem þurfi að bíða þess að hægt sé að afhenda þau lögfræðingi til meðferðar. Samkvæmt vef sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu hefur til langs tíma ekki verið hægt að taka öll mál til meðferðar strax í kjölfar þess að þau berast embættinu. Ástæðan sé mannekla og málafjöldi. Að því er fram kemur á vef sýslumanns var staðan þannig þann 6. febrúar síðastliðinn að erindi sem bárust fyrir 20. júní 2019 og snúa að umgengni, forsjá og/eða lögheimili hafa verið tekin til umfjöllunar. Þá hafa þau mál sem vísað var í sáttameðferð fyrir 25. júní 2019 verið tekin til umfjöllunar hjá sáttamönnum embættisins, en samkvæmt barnalögum er skylda að leita sátta áður en krafist er úrskurðar eða höfðað er mál um forsjá, lögheimili, umgengni eða dagsektir. Hafa sýslumenn það hlutverk að bjóða fram sáttameðferð. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, beindi fyrirspurn til dómsmálaráðherra um stjórnsýslu forsjár- og umgengnismála.vísir/vilhelm Biðtími eftir sáttameðferð allt að sex mánuðir Í svari dómsmálaráðherra kemur fram að elsta málið hjá sýslumanni höfuðborgarsvæðisins hafi beðið í um 220 daga: „Samkvæmt upplýsingum frá embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu geta ágreiningsmál nú verið í bið í 220 daga frá því þau eru lögð inn og þar til þau eru tekin til meðferðar. Þegar máli sé vísað til sáttameðferðar taki við biðtími sem nú sé allt að 190 dagar.“ Ágreiningsmáli um forsjá og lögheimili geti síðan ekki lokið með úrskurði því sýslumaður fer ekki með úrskurðarvald í slíkum ágreiningi. Hins vegar fari fram sáttameðferð í ágreiningsmálum um forsjá eða lögheimili: „Möguleg málalok forsjár- eða lögheimilismála séu þau að mál sé afturkallað eða fellt niður, erindi vísað frá sýslumanni þegar sáttameðferð hafi farið fram og ekki náðst samkomulag eða samningur um breytta forsjá og/eða lögheimili sé staðfestur. Máli vegna umgengni ljúki hins vegar ekki með útgáfu á vottorði um árangurslausa sáttameðferð. Eftir að slíkt vottorð liggi fyrir séu skilyrði til að sýslumaður haldi áfram rannsókn máls og ljúki því með úrskurði, enda geri aðili kröfu um slíkt.“Svar ráðherra við fyrirspurn Björns Levís má sjá hér. Alþingi Fjölskyldumál Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hlýnandi veður Veður Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Lokun skrifstofu VG og njósnir á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Lokun skrifstofu VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Sjá meira
Foreldrar sem deila um umgengni barna sinna og leita til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna þess þurfa að bíða að meðaltali í 473 daga, eða tæpa 16 mánuði, eftir úrskurði í málinu. Lengsti tími sem það hefur tekið að ljúka umgengnismáli hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu er 1852 dagar eða um fimm ár. Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um stjórnsýslu forsjár- og umgengnismála. Fyrsta spurning þingmannsins sneri að því hversu langan tíma það taki að jafnaði frá því beiðni um breytingu á forsjá og/eða umgengni berst til sýslumanns og þar til mál fær efnislega meðferð. Var spurt um öll embætti sýslumanna á landinu en embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu er það embætti sem þjónar stærstum hluta þjóðarinnar. Í svari ráðherra er áréttað að ýmsir þættir kunni að hafa áhrif á tímalengd forsjár- og umgengnismála hjá sýslumönnum. Tölfræðina þurfi því að skoða með þeim fyrirvara. Þá segir að erfitt sé að veita nákvæmar upplýsingar um hversu langan tíma það taki að jafnaði að taka mál til efnislegrar meðferðar því aðgengi að tölfræðiupplýsingum úr starfskerfi sýslumanna sé takmarkað. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er dómsmálaráðherra. Í svari hennar er áréttað að ýmsir þættir kunni að hafa áhrif á tímalengd forsjár- og umgengnismála hjá sýslumönnum.vísir/vilhelm Mannekla og málafjöldi hjá sýslumanni Í svari ráðherra kemur fram að meðalbiðtími eftir því að fá viðtal hjá sýslumanni höfuðborgarsvæðisins um breytta forsjá/umgengni sé 49 dagar eða um sjö vikur. Bið eftir staðfestingu sé síðan nær engin. Þá sé erindi um staðfestingu á samningi foreldra með sameiginlega forsjá um breytt lögheimili lagt inn skriflega og afgreitt innan örfárra daga. Biðtíminn er hins vegar mun lengri ef um ágreiningsmál er að ræða þar sem þurfi að bíða þess að hægt sé að afhenda þau lögfræðingi til meðferðar. Samkvæmt vef sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu hefur til langs tíma ekki verið hægt að taka öll mál til meðferðar strax í kjölfar þess að þau berast embættinu. Ástæðan sé mannekla og málafjöldi. Að því er fram kemur á vef sýslumanns var staðan þannig þann 6. febrúar síðastliðinn að erindi sem bárust fyrir 20. júní 2019 og snúa að umgengni, forsjá og/eða lögheimili hafa verið tekin til umfjöllunar. Þá hafa þau mál sem vísað var í sáttameðferð fyrir 25. júní 2019 verið tekin til umfjöllunar hjá sáttamönnum embættisins, en samkvæmt barnalögum er skylda að leita sátta áður en krafist er úrskurðar eða höfðað er mál um forsjá, lögheimili, umgengni eða dagsektir. Hafa sýslumenn það hlutverk að bjóða fram sáttameðferð. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, beindi fyrirspurn til dómsmálaráðherra um stjórnsýslu forsjár- og umgengnismála.vísir/vilhelm Biðtími eftir sáttameðferð allt að sex mánuðir Í svari dómsmálaráðherra kemur fram að elsta málið hjá sýslumanni höfuðborgarsvæðisins hafi beðið í um 220 daga: „Samkvæmt upplýsingum frá embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu geta ágreiningsmál nú verið í bið í 220 daga frá því þau eru lögð inn og þar til þau eru tekin til meðferðar. Þegar máli sé vísað til sáttameðferðar taki við biðtími sem nú sé allt að 190 dagar.“ Ágreiningsmáli um forsjá og lögheimili geti síðan ekki lokið með úrskurði því sýslumaður fer ekki með úrskurðarvald í slíkum ágreiningi. Hins vegar fari fram sáttameðferð í ágreiningsmálum um forsjá eða lögheimili: „Möguleg málalok forsjár- eða lögheimilismála séu þau að mál sé afturkallað eða fellt niður, erindi vísað frá sýslumanni þegar sáttameðferð hafi farið fram og ekki náðst samkomulag eða samningur um breytta forsjá og/eða lögheimili sé staðfestur. Máli vegna umgengni ljúki hins vegar ekki með útgáfu á vottorði um árangurslausa sáttameðferð. Eftir að slíkt vottorð liggi fyrir séu skilyrði til að sýslumaður haldi áfram rannsókn máls og ljúki því með úrskurði, enda geri aðili kröfu um slíkt.“Svar ráðherra við fyrirspurn Björns Levís má sjá hér.
Alþingi Fjölskyldumál Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hlýnandi veður Veður Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Lokun skrifstofu VG og njósnir á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Lokun skrifstofu VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Sjá meira