Segir enga fá betri afslátt á raforku en garðyrkjubændur Atli Ísleifsson skrifar 20. febrúar 2020 10:30 Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, var gestur Bítismanna í morgun. RARIK/GETTY Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir garðyrkjubændur búa við bestu kjör á rafmagni sem í boði eru og búa við mikla niðurgreiðslu frá hinu opinbera. Tryggvi Þór var í viðtali í Bítinu í morgun þar sem hann ræddi stöðu garðyrkjubænda sem hafa kvartað yfir erfiðu rekstarumhverfi. Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna, mætti í Bítið í gærmorgun þar sem hann sagði garðyrkjubændur ekki ná að anna eftirspurn. Rekstrarkostnaður væri einfaldlega of hár og beina bændur þar sérstaklega sjónum að raforkuverði og flutningskostnaði rafmagns. Íslenskir garðyrkjubændur hafi ekki náð að anna eftirspurn eftir til dæmis gúrkum og tómötum. Mikil niðurgreiðsla Tryggvi Þór ræddi raforkuna og sölu og flutning hennar til garðyrkjubænda í viðtalinu. „Garðyrkjubændur eru að greiða annars vegar fyrir orkuna sem þeir kaupa á frjálsum markaði. Það er samkeppni um orkusölu. Og hins vegar eru þeir að greiða fyrir flutnings- og dreifikostnað þar sem þeir eru. Flutnings- og dreifikostnaður er misdýr í dreifikerfi RARIK eftir því hvort þú ert í dreifbýli eða þéttbýli. Sjá einnig: Garðyrkjubændur ná ekki að anna eftirspurn Varðandi garðyrkubændur hins vegar þá hafa stjórnvöld gert það nokkuð lengi að greiða niður langstærstan hluta af flutnings- og dreifikostnaði. Var hann lengi milli 88 og 92 prósent. Það breyttist á árinu 2018, þegar komu fleiri stórir aðilar þar inn og fjármagnið sem var til ráðstöfunar dugði ekki með sama hætti. Þannig að að á árinu 2019 fóru stjórnvöld í það og RARIK kom að því, að fara yfir þetta og breyta. Áður var niðurgreitt á orkuna og aflgjaldið, en nú er niðurgreitt á orkuna, aflgjaldið og fastagjaldið. Og staðan er þá núna sú að með garðyrkubændur að þeir greiða, hvort sem þeir eru í dreifbýli eða þéttbýli, að ríkið greiðir niður 82 prósent af fastagjaldinu, aflgjaldinu og orkugjaldinu í þéttbýli og 86 prósent í dreifbýli.“ Er einhver annar með svona mikinn afslátt? „Nei, nei,“ segir Tryggvi Þór. Hlusta má á viðtalið við Tryggva Þór í heild sinni í spilaranum að neðan. Byggðamál Garðyrkja Orkumál Tengdar fréttir Garðyrkjubændur ná ekki að anna eftirspurn Neytendur hafa orðið varir við skort á gúrkum í hillum íslenskra verslana að undanförnu. Framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna eftir raforkuverð of hátt. 19. febrúar 2020 10:43 Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira
Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir garðyrkjubændur búa við bestu kjör á rafmagni sem í boði eru og búa við mikla niðurgreiðslu frá hinu opinbera. Tryggvi Þór var í viðtali í Bítinu í morgun þar sem hann ræddi stöðu garðyrkjubænda sem hafa kvartað yfir erfiðu rekstarumhverfi. Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna, mætti í Bítið í gærmorgun þar sem hann sagði garðyrkjubændur ekki ná að anna eftirspurn. Rekstrarkostnaður væri einfaldlega of hár og beina bændur þar sérstaklega sjónum að raforkuverði og flutningskostnaði rafmagns. Íslenskir garðyrkjubændur hafi ekki náð að anna eftirspurn eftir til dæmis gúrkum og tómötum. Mikil niðurgreiðsla Tryggvi Þór ræddi raforkuna og sölu og flutning hennar til garðyrkjubænda í viðtalinu. „Garðyrkjubændur eru að greiða annars vegar fyrir orkuna sem þeir kaupa á frjálsum markaði. Það er samkeppni um orkusölu. Og hins vegar eru þeir að greiða fyrir flutnings- og dreifikostnað þar sem þeir eru. Flutnings- og dreifikostnaður er misdýr í dreifikerfi RARIK eftir því hvort þú ert í dreifbýli eða þéttbýli. Sjá einnig: Garðyrkjubændur ná ekki að anna eftirspurn Varðandi garðyrkubændur hins vegar þá hafa stjórnvöld gert það nokkuð lengi að greiða niður langstærstan hluta af flutnings- og dreifikostnaði. Var hann lengi milli 88 og 92 prósent. Það breyttist á árinu 2018, þegar komu fleiri stórir aðilar þar inn og fjármagnið sem var til ráðstöfunar dugði ekki með sama hætti. Þannig að að á árinu 2019 fóru stjórnvöld í það og RARIK kom að því, að fara yfir þetta og breyta. Áður var niðurgreitt á orkuna og aflgjaldið, en nú er niðurgreitt á orkuna, aflgjaldið og fastagjaldið. Og staðan er þá núna sú að með garðyrkubændur að þeir greiða, hvort sem þeir eru í dreifbýli eða þéttbýli, að ríkið greiðir niður 82 prósent af fastagjaldinu, aflgjaldinu og orkugjaldinu í þéttbýli og 86 prósent í dreifbýli.“ Er einhver annar með svona mikinn afslátt? „Nei, nei,“ segir Tryggvi Þór. Hlusta má á viðtalið við Tryggva Þór í heild sinni í spilaranum að neðan.
Byggðamál Garðyrkja Orkumál Tengdar fréttir Garðyrkjubændur ná ekki að anna eftirspurn Neytendur hafa orðið varir við skort á gúrkum í hillum íslenskra verslana að undanförnu. Framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna eftir raforkuverð of hátt. 19. febrúar 2020 10:43 Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira
Garðyrkjubændur ná ekki að anna eftirspurn Neytendur hafa orðið varir við skort á gúrkum í hillum íslenskra verslana að undanförnu. Framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna eftir raforkuverð of hátt. 19. febrúar 2020 10:43