Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar

Vegna tæknilegra vandamála virkar spilarinn hér í fréttinni ekki. Hægt er að horfa á fréttatímann á sjónvarpsvef Vísis hér.

Stöðugar afbókanir berast hótelum og gistiheimilum eftir að stjórnvöld tilkynntu um hertar sóttvarnaaðgerðir á landamærunum. Svartnætti blasir við mörgum sem sjá sér ekki fært annað en að grípa til hópuppsagna.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Fjármálaráðherra segir að núverandi áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. Félagið fær ríkisábyrð á láni er nemur allt að sextán og hálfum millarði króna. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum og rætt við greinanda um stöðu Icelandair en félagið hefur frestað hlutafjárútboði sínu á ný.

Sóttvarnarlæknir segir að ferðamálaráðherra hafi ekki farið að leiðbeiningum sínum um helgina varðandi fjarlægðarmörk en hins vegar hafi hún ekki brotið sóttvarnarreglur heilbrigðisráðherra. Von sé á skriflegum leiðbeiningum frá sér næstu daga. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Einnig verður fjallað um mögulegt framhald hlutabótaleiðarinnar, nýja skýrslu um veiðigjöld sem Samherji hefur greitt hér á landi og í Namibíu og úrræðaleysi fyrir heimilislausar konur.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×