Telur fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair duga fyrir rekstri í tvö ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 18. ágúst 2020 19:42 Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. Vísir/vilhelm Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. Félagið fær ríkisábyrgð á láni er nemur allt að sextán og hálfum millarði króna. Stjórnvöld höfðu þegar gefið vilyrði fyrir lánalínu með ríkisábyrgð. Í dag var tilkynnt um að ákvörðun lægi fyrir um að veita slíka lánalínu, að fjárhæð allt að hundrað og tuttugu milljónum Bandaríkjadala, eða sem nemur um sextán og hálfum milljarði króna á núverandi gengi. Ábyrgðin er meðal annars háð skilyrði um samþykki Alþingis og mun nema 90 prósentum af lánsfjárhæð. „Við settum fram á sínum tíma skilyrði fyrir því að ríkið ætti einhverja aðkomu að fjárhagserfiðleikum félagsins og þessi skilyrði hafa verið að tínast inn hvert á eftir öðru þannig að það var kominn tími til að skýra það með hvaða hætti við ætluðum að standa við áður gefin orð,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Aðspurður segir erfitt að segja til um það hversu lengi þessi ráðstöfun komi til með að duga til að tryggja flugsamgöngur til og frá landinu. „Áætlanir félagsins gera ráð fyrir því að þessi fjárhagslega endurskipulagning, að því gefnu að hlutafjárútboðið heppnist og gangi eftir eins og gert er ráð fyrir, muni tryggja félagin nægilegt fjármagn til að standa í töluvert langan tíma, við erum að tala um að minnsta kosti tvö ár eða svo.“ Ekki er stefnt að því að ríkið eignist hlut í félaginu. „Við fórum inn í þessa vinnu með ákveðin leiðarljós, meðal annars að okkur finnist mikilvægt að hér á landi sé flugfélag með höfuðstöðvar á Íslandi, starfandi á íslenskum vinnumarkaði. Að hér á landi sé flugfélag sem geti tekið þátt í efnahagslegri viðspyrnu að loknum faraldri en líka með það að markmiði að við værum að gera þetta með þeim hætti að það væri sem minnst áhætta hvað varðar almannafé og við teljum að sú leið sem við förum í þessu verkefni sé þannig,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í samtali við fréttastofu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Icelandair Tengdar fréttir Munu veita allt að 16,5 milljarða ríkisábyrgð Íslensk stjórnvald hafa ákveðið að veita Icelandair ríkisábyrgð á lánalínu sem nemur allt að 120 milljónum Bandaríkjadala. 18. ágúst 2020 12:33 Hlutabréfaverð Icelandair tekur dýfu og nálgast vænt útboðsverð Gengi hlutabrefa Icelandair Group hefur hríðfallið við opnun markaða í morgun. Um hádegisbilið nam lækkunin tæpum 36 prósentum. 18. ágúst 2020 11:43 Fresta hlutafjárútboðinu með fyrirvara um nýja heimild Tímalína fyrirhugaðs hlutafjárútboðs Icelandair hefur verið uppfærð, að því er fram kemur í tilkynningu frá upplýsingafulltrúa félagsins. Stefnt er að því að útboðið fari fram í september. 17. ágúst 2020 22:43 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. Félagið fær ríkisábyrgð á láni er nemur allt að sextán og hálfum millarði króna. Stjórnvöld höfðu þegar gefið vilyrði fyrir lánalínu með ríkisábyrgð. Í dag var tilkynnt um að ákvörðun lægi fyrir um að veita slíka lánalínu, að fjárhæð allt að hundrað og tuttugu milljónum Bandaríkjadala, eða sem nemur um sextán og hálfum milljarði króna á núverandi gengi. Ábyrgðin er meðal annars háð skilyrði um samþykki Alþingis og mun nema 90 prósentum af lánsfjárhæð. „Við settum fram á sínum tíma skilyrði fyrir því að ríkið ætti einhverja aðkomu að fjárhagserfiðleikum félagsins og þessi skilyrði hafa verið að tínast inn hvert á eftir öðru þannig að það var kominn tími til að skýra það með hvaða hætti við ætluðum að standa við áður gefin orð,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Aðspurður segir erfitt að segja til um það hversu lengi þessi ráðstöfun komi til með að duga til að tryggja flugsamgöngur til og frá landinu. „Áætlanir félagsins gera ráð fyrir því að þessi fjárhagslega endurskipulagning, að því gefnu að hlutafjárútboðið heppnist og gangi eftir eins og gert er ráð fyrir, muni tryggja félagin nægilegt fjármagn til að standa í töluvert langan tíma, við erum að tala um að minnsta kosti tvö ár eða svo.“ Ekki er stefnt að því að ríkið eignist hlut í félaginu. „Við fórum inn í þessa vinnu með ákveðin leiðarljós, meðal annars að okkur finnist mikilvægt að hér á landi sé flugfélag með höfuðstöðvar á Íslandi, starfandi á íslenskum vinnumarkaði. Að hér á landi sé flugfélag sem geti tekið þátt í efnahagslegri viðspyrnu að loknum faraldri en líka með það að markmiði að við værum að gera þetta með þeim hætti að það væri sem minnst áhætta hvað varðar almannafé og við teljum að sú leið sem við förum í þessu verkefni sé þannig,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í samtali við fréttastofu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Icelandair Tengdar fréttir Munu veita allt að 16,5 milljarða ríkisábyrgð Íslensk stjórnvald hafa ákveðið að veita Icelandair ríkisábyrgð á lánalínu sem nemur allt að 120 milljónum Bandaríkjadala. 18. ágúst 2020 12:33 Hlutabréfaverð Icelandair tekur dýfu og nálgast vænt útboðsverð Gengi hlutabrefa Icelandair Group hefur hríðfallið við opnun markaða í morgun. Um hádegisbilið nam lækkunin tæpum 36 prósentum. 18. ágúst 2020 11:43 Fresta hlutafjárútboðinu með fyrirvara um nýja heimild Tímalína fyrirhugaðs hlutafjárútboðs Icelandair hefur verið uppfærð, að því er fram kemur í tilkynningu frá upplýsingafulltrúa félagsins. Stefnt er að því að útboðið fari fram í september. 17. ágúst 2020 22:43 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Munu veita allt að 16,5 milljarða ríkisábyrgð Íslensk stjórnvald hafa ákveðið að veita Icelandair ríkisábyrgð á lánalínu sem nemur allt að 120 milljónum Bandaríkjadala. 18. ágúst 2020 12:33
Hlutabréfaverð Icelandair tekur dýfu og nálgast vænt útboðsverð Gengi hlutabrefa Icelandair Group hefur hríðfallið við opnun markaða í morgun. Um hádegisbilið nam lækkunin tæpum 36 prósentum. 18. ágúst 2020 11:43
Fresta hlutafjárútboðinu með fyrirvara um nýja heimild Tímalína fyrirhugaðs hlutafjárútboðs Icelandair hefur verið uppfærð, að því er fram kemur í tilkynningu frá upplýsingafulltrúa félagsins. Stefnt er að því að útboðið fari fram í september. 17. ágúst 2020 22:43