Virðist sem Manchester-liðin missi aðeins af opnunarhelginni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2020 07:00 Bruno Fernandes og Victor Lindelöf fá ekki langt sumarfrí í ár. vísir/getty Þar sem Evrópuævintýri bæði Manchester City og Manchester United er nú lokið er ljóst að félögin munu aðeins missa af opnunarhelgi ensku úrvalsdeildarinnar en deildin fer aftur af stað 12. september næstkomandi. Þar sem báðum félögum hafði verið lofað 30 daga fríi til þess að hlaða batteríin milli tímabila var óttast að gott gengi þeirra í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni gæti leitt til þess að þau yrðu fjarverandi er enski boltinn myndi rúlla af stað að nýju. Manchester United and Manchester City to only miss opening Premier League weekend @ben_rumsby https://t.co/y5LVJeSO7z— Telegraph Football (@TeleFootball) August 17, 2020 Ef liðin hefðu komist lengra hefði það eflaust orðið raunin en stefnir í að þau missi aðeins af fyrstu helginni. Líklegast verða leikir þeirra aðeins nokkrum dögum eftir að úrvalsdeildin fari aftur af stað. Leikjaprógram ensku úrvalsdeildarinnar verður gefið út á föstudag og er ljóst að topplið deildarinanr munu spila ört á komandi tímabili. Hvað þá ef þau komast upp úr riðlum sínum í Meistara- eða Evrópudeildinni. Svo sé nú ekki talað um ef þau fara alla leið í úrslit deildar- eða FA-bikarsins. Hefði Manchester City unnið Meistaradeild Evrópu hefði mótastjórn úrvalsdeildarinnar eflaust fengið taugaáfall. Það hefði þýtt að City myndu spila um Ofurbikar Evrópu þann 24. september ásamt því að taka þátt í HM félagsliða sem fram fer í desember. Man City tapaði fyrir Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og missa því aðeins af opnunarhelgi enska boltans.Miguel A. Lopes/Pool via Getty Images Eins einfalt og það væri að láta liðin spila innbyrðis strax í fyrstu umferð deildarinnar þá virðist úrvalsdeildin treg til. Wolves vildu spila við annað hvort Manchester-liðið í fyrstu umferð til þess að fá nokkra daga aukalega í frí en nýafstaðið tímabil hjá félaginu var 383 daga langt. Liðið hóf leik í forkeppni Evrópudeildarinnar í júní 2019 og fór alla leið í 8-liða úrslitin sem voru spiluð þann 11. ágúst 2020. Talið er ólíklegt að enska knattspyrnusambandið verði við beiðni Úlfanna. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Fleiri fréttir Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Sjá meira
Þar sem Evrópuævintýri bæði Manchester City og Manchester United er nú lokið er ljóst að félögin munu aðeins missa af opnunarhelgi ensku úrvalsdeildarinnar en deildin fer aftur af stað 12. september næstkomandi. Þar sem báðum félögum hafði verið lofað 30 daga fríi til þess að hlaða batteríin milli tímabila var óttast að gott gengi þeirra í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni gæti leitt til þess að þau yrðu fjarverandi er enski boltinn myndi rúlla af stað að nýju. Manchester United and Manchester City to only miss opening Premier League weekend @ben_rumsby https://t.co/y5LVJeSO7z— Telegraph Football (@TeleFootball) August 17, 2020 Ef liðin hefðu komist lengra hefði það eflaust orðið raunin en stefnir í að þau missi aðeins af fyrstu helginni. Líklegast verða leikir þeirra aðeins nokkrum dögum eftir að úrvalsdeildin fari aftur af stað. Leikjaprógram ensku úrvalsdeildarinnar verður gefið út á föstudag og er ljóst að topplið deildarinanr munu spila ört á komandi tímabili. Hvað þá ef þau komast upp úr riðlum sínum í Meistara- eða Evrópudeildinni. Svo sé nú ekki talað um ef þau fara alla leið í úrslit deildar- eða FA-bikarsins. Hefði Manchester City unnið Meistaradeild Evrópu hefði mótastjórn úrvalsdeildarinnar eflaust fengið taugaáfall. Það hefði þýtt að City myndu spila um Ofurbikar Evrópu þann 24. september ásamt því að taka þátt í HM félagsliða sem fram fer í desember. Man City tapaði fyrir Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og missa því aðeins af opnunarhelgi enska boltans.Miguel A. Lopes/Pool via Getty Images Eins einfalt og það væri að láta liðin spila innbyrðis strax í fyrstu umferð deildarinnar þá virðist úrvalsdeildin treg til. Wolves vildu spila við annað hvort Manchester-liðið í fyrstu umferð til þess að fá nokkra daga aukalega í frí en nýafstaðið tímabil hjá félaginu var 383 daga langt. Liðið hóf leik í forkeppni Evrópudeildarinnar í júní 2019 og fór alla leið í 8-liða úrslitin sem voru spiluð þann 11. ágúst 2020. Talið er ólíklegt að enska knattspyrnusambandið verði við beiðni Úlfanna.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Fleiri fréttir Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Sjá meira