Erlent

Dönum ráðið frá ferða­lögum til Ís­lands

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Jeppe Kofod utanríkisráðherra Danmerkur.
Jeppe Kofod utanríkisráðherra Danmerkur. EPA-EFE/IDA MARIE ODGAARD

Utanríkisráðuneyti Danmerkur mælir gegn því að Danir ferðist til Íslands. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að Danir ættu ekki að ferðast til Íslands að óþörfu vegna nýrra regla á landamærum sem taka gildi á morgun.

Greint er frá því á vef danska ríkisútvarpsins að frá og með morgundeginum verði allir ferðamenn skimaðir við komuna til Íslands og svo aftur fimm dögum síðar að lokinni sóttkví. Þetta eigi við um ferðamenn frá öllum löndum, þar á meðal Dani.


Tengdar fréttir

Íslendingum ráðið frá ferðalögum

Öll lönd og svæði heims eru skilgreind sem áhættusvæði frá og með 19. ágúst næstkomandi. Íbúum Íslands er ráðið frá ferðalögum á áhættusvæði.

Grímu­skylda í al­mennings­sam­göngum í Dan­mörku

Yfirvöld í Danmörku kynntu í morgun hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og verður meðal annars skylt að bera grímur fyrir vitum í almenningssamgöngum frá og með laugardeginum 22. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×