Sakar stjórnarandstöðuna um valdaránstilraun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. ágúst 2020 23:32 Lúkasjenkó telur að stjórnarandstaðan hyggi á valdarán. Valery Sharifulin\TASS via Getty Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti Hvíta-Rússlands, hefur sakað andstæðinga sína um tilraun til valdaráns. Stjórnarandstæðingar hafa nú stofnað ráð sem ætlað er að skipuleggja aðgerðir stjórnarandstöðunnar. „Við lítum algjörlega á þetta sem tilraun til valdaráns,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Lúkasjenkó. Stjórnarandstæðingar fullyrða að brögð hafi verið í tafli í nýafstöðnum forsetakosningum í Hvíta-Rússlandi. Lúkasjenkó, sem hefur verið forseti Hvíta-Rússlands frá stofnun þess, hlaut samkvæmt opinberum tölum 80% atkvæða. Stjórnarandstæðingar telja að raunverulegur sigurvegari kosninganna hafi verið Svetlana Tíjkanovskaja. Samkvæmt opinberum tölum hlaut hún rétt rúmlega 10% atkvæða. Vert er að taka fram að engum alþjóðlegum eftirlitsaðilum var leyft að fylgjast með framkvæmd kosninganna. Síðan úrslit kosninganna voru birt hafa geisað víðtæk mótmæli víða um Hvíta-Rússland. Hundruð mótmælenda hafa slasast í átökum við lögreglu og tveir látist. Þá hafa mótmælendur verið handteknir í þúsundatali og saka sumir þeirra lögregluna um harðræði og jafnvel pyntingar. Valdaránstilraun með „tilheyrandi afleiðingum“ Hin meinta valdaránstilraun er stofnun ráðs sem Tíjkanovskaja kom á fót. Það er skipað 35 einstaklingum og er ætlað að skipuleggja næstu skref í aðgerðum stjórnarandstæðinga gegn Lúkasjenkó. Á fréttamannafundi í dag sagði Lúkasjenkó að markmiðið með stofnun ráðsins sé einfalt. „Þau vilja ekkert annað en valdaframsal. Við sjáum þetta mjög skýrt. Þetta er tilraun til valdaráns, með öllum tilheyrandi afleiðingum.“ Í dag veitti Lúkasjenkó einnig nokkrum háttsettum lögreglumönnum og fleirum orður fyrir „óaðfinnanlegt starf.“ Í því starfi felst aðallega að halda mótmælendum í skefjum og berja niður alla andspyrnu. Um helgin söfnuðust meira ein 100 þúsund manns saman í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, og mótmæltu Lúkasjenkó og framkvæmd kosninganna. Um er að ræða stærstu mótmæli Hvíta-Rússlands síðan fékk sjálfstæði frá Sovétríkjunum. Mótmælaspjald sýnir Lúkasjenkó í gervi spýtustráksins Gosa, hvers nef lengdist þegar hann laug.Misha Friedman/Getty Neyðarfundur á morgun Lúkasjenkó er sagður vera í nánum samskiptum við Vladímír Pútín Rússlandsforseta vegna ólgunnar í Hvíta-Rússlandi. Sá fyrrnefndi lýsti því yfir á dögunum að hann hafi boðið Rússum að hjálpa sér við að berja niður mótmælaölduna. Hann kveðst þá einnig vera með vilyrði um stuðning frá Pútín, ef utanaðkomandi ógn kæmi til með að steðja að Hvíta-Rússlandi. Breska ríkisútvarpið greinir þó frá því að Pútín hafi sagt við Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Emmanuel Macron Frakklandsforseta að afskipti erlendra ríkja af stöðunni væru aðeins til þess fallin að gera illt verra. Macron og Merkel hafi bæði lýst þeirri skoðun sinni að nauðsynlegt sé að Lúkasjenkó komi á samskiptum við stjórnarandstöðuna. Á morgun er ráðgert að leiðtogar Evrópusambandsins haldi neyðarfjarfund vegna stöðunnar í Hvíta-Rússlandi. Hvíta-Rússland Rússland Þýskaland Frakkland Tengdar fréttir Staðan í Hvíta-Rússlandi geti varpað neikvæðu ljósi á Pútín Prófessor í stjórnmálafræði segir að íhlutun Rússa í Hvíta-Rússlandi yrði ekki síst þess til að vernda stöðu Rússlandsforseta heima fyrir. 16. ágúst 2020 21:31 Búast við umfangsmiklum verkföllum eftir mótmæli Búist er við verkföllum vítt og breitt um Hvíta Rússland í dag eftir að fjölmennustu mótmæli í sögu landsins fóru fram um helgina. 17. ágúst 2020 06:24 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti Hvíta-Rússlands, hefur sakað andstæðinga sína um tilraun til valdaráns. Stjórnarandstæðingar hafa nú stofnað ráð sem ætlað er að skipuleggja aðgerðir stjórnarandstöðunnar. „Við lítum algjörlega á þetta sem tilraun til valdaráns,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Lúkasjenkó. Stjórnarandstæðingar fullyrða að brögð hafi verið í tafli í nýafstöðnum forsetakosningum í Hvíta-Rússlandi. Lúkasjenkó, sem hefur verið forseti Hvíta-Rússlands frá stofnun þess, hlaut samkvæmt opinberum tölum 80% atkvæða. Stjórnarandstæðingar telja að raunverulegur sigurvegari kosninganna hafi verið Svetlana Tíjkanovskaja. Samkvæmt opinberum tölum hlaut hún rétt rúmlega 10% atkvæða. Vert er að taka fram að engum alþjóðlegum eftirlitsaðilum var leyft að fylgjast með framkvæmd kosninganna. Síðan úrslit kosninganna voru birt hafa geisað víðtæk mótmæli víða um Hvíta-Rússland. Hundruð mótmælenda hafa slasast í átökum við lögreglu og tveir látist. Þá hafa mótmælendur verið handteknir í þúsundatali og saka sumir þeirra lögregluna um harðræði og jafnvel pyntingar. Valdaránstilraun með „tilheyrandi afleiðingum“ Hin meinta valdaránstilraun er stofnun ráðs sem Tíjkanovskaja kom á fót. Það er skipað 35 einstaklingum og er ætlað að skipuleggja næstu skref í aðgerðum stjórnarandstæðinga gegn Lúkasjenkó. Á fréttamannafundi í dag sagði Lúkasjenkó að markmiðið með stofnun ráðsins sé einfalt. „Þau vilja ekkert annað en valdaframsal. Við sjáum þetta mjög skýrt. Þetta er tilraun til valdaráns, með öllum tilheyrandi afleiðingum.“ Í dag veitti Lúkasjenkó einnig nokkrum háttsettum lögreglumönnum og fleirum orður fyrir „óaðfinnanlegt starf.“ Í því starfi felst aðallega að halda mótmælendum í skefjum og berja niður alla andspyrnu. Um helgin söfnuðust meira ein 100 þúsund manns saman í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, og mótmæltu Lúkasjenkó og framkvæmd kosninganna. Um er að ræða stærstu mótmæli Hvíta-Rússlands síðan fékk sjálfstæði frá Sovétríkjunum. Mótmælaspjald sýnir Lúkasjenkó í gervi spýtustráksins Gosa, hvers nef lengdist þegar hann laug.Misha Friedman/Getty Neyðarfundur á morgun Lúkasjenkó er sagður vera í nánum samskiptum við Vladímír Pútín Rússlandsforseta vegna ólgunnar í Hvíta-Rússlandi. Sá fyrrnefndi lýsti því yfir á dögunum að hann hafi boðið Rússum að hjálpa sér við að berja niður mótmælaölduna. Hann kveðst þá einnig vera með vilyrði um stuðning frá Pútín, ef utanaðkomandi ógn kæmi til með að steðja að Hvíta-Rússlandi. Breska ríkisútvarpið greinir þó frá því að Pútín hafi sagt við Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Emmanuel Macron Frakklandsforseta að afskipti erlendra ríkja af stöðunni væru aðeins til þess fallin að gera illt verra. Macron og Merkel hafi bæði lýst þeirri skoðun sinni að nauðsynlegt sé að Lúkasjenkó komi á samskiptum við stjórnarandstöðuna. Á morgun er ráðgert að leiðtogar Evrópusambandsins haldi neyðarfjarfund vegna stöðunnar í Hvíta-Rússlandi.
Hvíta-Rússland Rússland Þýskaland Frakkland Tengdar fréttir Staðan í Hvíta-Rússlandi geti varpað neikvæðu ljósi á Pútín Prófessor í stjórnmálafræði segir að íhlutun Rússa í Hvíta-Rússlandi yrði ekki síst þess til að vernda stöðu Rússlandsforseta heima fyrir. 16. ágúst 2020 21:31 Búast við umfangsmiklum verkföllum eftir mótmæli Búist er við verkföllum vítt og breitt um Hvíta Rússland í dag eftir að fjölmennustu mótmæli í sögu landsins fóru fram um helgina. 17. ágúst 2020 06:24 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Staðan í Hvíta-Rússlandi geti varpað neikvæðu ljósi á Pútín Prófessor í stjórnmálafræði segir að íhlutun Rússa í Hvíta-Rússlandi yrði ekki síst þess til að vernda stöðu Rússlandsforseta heima fyrir. 16. ágúst 2020 21:31
Búast við umfangsmiklum verkföllum eftir mótmæli Búist er við verkföllum vítt og breitt um Hvíta Rússland í dag eftir að fjölmennustu mótmæli í sögu landsins fóru fram um helgina. 17. ágúst 2020 06:24