Átján tommu pítsan snýr aftur í Vesturbænum með pítseríu í anda New York Tryggvi Páll Tryggvason og Kristín Ólafsdóttir skrifa 20. ágúst 2020 07:00 Stefán Melsted og Nikulás Ágústsson eru við það að opna nýjan pítsustað í Vesturbænum. Segja má að lítill hluti New York borgar sé við það að líta dagsins ljós við Hagamel í vesturbæ Reykjavíkur. Þar sem áður var ritfangaverslunin Úlfarsfell mun innan tíðar opna pítsería í anda stórborgarinnar bandarísku. Pítsastaðurinn mun heita Plútó Pizza og er hann á vegum veitingamannanna Stefáns Melsteds og Nikulásar Ágústssonar. Í samtali við Vísi segir Stefán að þeir sæki hugmyndina vestur yfir haf, nánar tiltekið til New York borgar þar sem litlar pítseríur eru nánast á hverju horni. „Við erum aðeins að herma eftir þessum týpísku New York pítseríum sem eru úti um allt. Það er kominn tíska í þetta. Menn eru rosalega að hella sér í hvað sé góð New York „slæsa“. Hvaða hveiti er þessi gæi að nota og svona. Menn eru djúpt í þessu. Pítsa er ekki bara pítsa. Við erum ekki að fara í samkeppni við Dóminos eða Pítsuna,“ segir Stefán og hlær. Take-away í forgrunni Hugmyndin er að einblína fyrst og fremst á svokallað take-away, þannig að viðskiptavinir geti gripið með sér pítsuna heim til sín. „Við bökum allt í rafmagnsofnum sem eru kallaðir deck-ofnar. Þetta eru steinofnar sem ganga á rafmagni með undir- og yfirhita. Þetta er meira ídeal fyrir take-away pítsu heldur en til dæmis eldofn. Eldofn bakar á rosalega háum hita eins og napoletana-pítsur, að þeim ólöstuðum þá verður maður eiginlega að borða þær um leið og þeir koma úr ofninum. Við ætlum að reyna að ná þessu meira þannig að fólk geti tekið með sér heim,“ segir Stefán. Plútó Pizza snýst um hið svokallaða Take Away.Vísir/Vilhelm Þeir félagar hafa að undanförnu staðið í ströngu við að finna rétta deigið til að nota, en það er Nikulás sem hefur veg og vanda af þeirri vegferð, enda byrjaði hann að sögn Stefáns að vinna í bakaríum á táningsaldri. „Í grunninn erum við að fara að baka pítsur eins vel og við getum. Við erum að fara að nota súpergott gæðahveiti frá Ítalíu, sterkt próteinríkt hveiti. Við erum að fara að gera deig sem er í 3-4 daga inn á kæli áður en við notum það til þess að fá það til að lyfta sér og fá bragð í það,“ segir Stefán. Frá ritföngum í fisk yfir pítsur Það ætti að kæta Vesturbæinga að sjá rýmið þar sem Plútó verður til húsa lifna við á ný, enda ansi rótgróinn verslunarkjarni þar á ferð. Þar var ritfangaverslunin Úlfarsfell rekin til margra ára. Síðast var fiskisjoppan Fisherman þar til húsa, en staðnum var lokað vegna kórónuveirufaraldursins. Stefán, gamall Vesturbæingur, segist vera ánægður með að hafa nælt í þetta tiltekna rými. Þar hafi mamma hans keypt Andrés-blöð í gamla daga og hann verið tíður gestur í bakaríi sem var til húsa í kjarnanum, þar sem hann nældi sér gjarnan í kókosbollur. Hér var áður ritfangaverslunin Úlfarsfell.Vísir/Vilhelm Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að kórónuveirufaraldur stendur nú yfir og margvíslegar takmarkanir í gildi vegna hans sem gera veitingamönnum ekki endilega auðvelt um vik að reka veitingastaði. Stefán segir enda ástæðan fyrir því að um take-away stað sé að ræða sé að stórum hluta kórónuveirunni að kenna. „Það er ástæða fyrir því að við erum að fara í pítsur og take-away núna. Það er alveg erfitt að reka veitingastað eins og staðan er núna,“ segir Stefán sem ætlar sér að endurvekja átján tommu pítsuna sem var yfirleitt í boði þegar pítsan var að ryðja sér til rúms hér á landi. „Við ætlum að endurvekja 18 tommuna. Vera með 18 tommur eins og var alltaf í gamla daga. Það eru rosa fáir eftir með 18 tommur. Það er svolítið New York stíllinn.“ Gengur upp ef hjartað fylgir með Talið berst óhjákvæmileg aftur að kórónuveirufaraldrinum og það liggur beint við að spyrja hvor að þeir félagar séu ekki smeykir við að hefja nýjan rekstur í miðjum faraldri. Það stendur ekki á svarinu. „Maður er alltaf stressaður þegar maður er að opna veitingastað. Þú veist aldrei hvort þú ert að fara á hausinn eftir þrjá mánuði eða hvað. Ég hef nú alveg opnað nokkra en ef maður sér einbeitir því og hefur allan hug sinn, tilfinningar og hjarta í því og gera það eins vel og maður getur, þá er það mun líklegra til þess að ganga en ekki, sama hvernig ástandið er Það er eins og með þetta, þessi staður er engan veginn opnaður út af einhverju business-sjónarmiði. Þetta eru miklu meira við sem höfum áhuga á að gera þetta og menn bara skapa sér vinnu og hafa gaman að því að gera þetta.“ Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Segja má að lítill hluti New York borgar sé við það að líta dagsins ljós við Hagamel í vesturbæ Reykjavíkur. Þar sem áður var ritfangaverslunin Úlfarsfell mun innan tíðar opna pítsería í anda stórborgarinnar bandarísku. Pítsastaðurinn mun heita Plútó Pizza og er hann á vegum veitingamannanna Stefáns Melsteds og Nikulásar Ágústssonar. Í samtali við Vísi segir Stefán að þeir sæki hugmyndina vestur yfir haf, nánar tiltekið til New York borgar þar sem litlar pítseríur eru nánast á hverju horni. „Við erum aðeins að herma eftir þessum týpísku New York pítseríum sem eru úti um allt. Það er kominn tíska í þetta. Menn eru rosalega að hella sér í hvað sé góð New York „slæsa“. Hvaða hveiti er þessi gæi að nota og svona. Menn eru djúpt í þessu. Pítsa er ekki bara pítsa. Við erum ekki að fara í samkeppni við Dóminos eða Pítsuna,“ segir Stefán og hlær. Take-away í forgrunni Hugmyndin er að einblína fyrst og fremst á svokallað take-away, þannig að viðskiptavinir geti gripið með sér pítsuna heim til sín. „Við bökum allt í rafmagnsofnum sem eru kallaðir deck-ofnar. Þetta eru steinofnar sem ganga á rafmagni með undir- og yfirhita. Þetta er meira ídeal fyrir take-away pítsu heldur en til dæmis eldofn. Eldofn bakar á rosalega háum hita eins og napoletana-pítsur, að þeim ólöstuðum þá verður maður eiginlega að borða þær um leið og þeir koma úr ofninum. Við ætlum að reyna að ná þessu meira þannig að fólk geti tekið með sér heim,“ segir Stefán. Plútó Pizza snýst um hið svokallaða Take Away.Vísir/Vilhelm Þeir félagar hafa að undanförnu staðið í ströngu við að finna rétta deigið til að nota, en það er Nikulás sem hefur veg og vanda af þeirri vegferð, enda byrjaði hann að sögn Stefáns að vinna í bakaríum á táningsaldri. „Í grunninn erum við að fara að baka pítsur eins vel og við getum. Við erum að fara að nota súpergott gæðahveiti frá Ítalíu, sterkt próteinríkt hveiti. Við erum að fara að gera deig sem er í 3-4 daga inn á kæli áður en við notum það til þess að fá það til að lyfta sér og fá bragð í það,“ segir Stefán. Frá ritföngum í fisk yfir pítsur Það ætti að kæta Vesturbæinga að sjá rýmið þar sem Plútó verður til húsa lifna við á ný, enda ansi rótgróinn verslunarkjarni þar á ferð. Þar var ritfangaverslunin Úlfarsfell rekin til margra ára. Síðast var fiskisjoppan Fisherman þar til húsa, en staðnum var lokað vegna kórónuveirufaraldursins. Stefán, gamall Vesturbæingur, segist vera ánægður með að hafa nælt í þetta tiltekna rými. Þar hafi mamma hans keypt Andrés-blöð í gamla daga og hann verið tíður gestur í bakaríi sem var til húsa í kjarnanum, þar sem hann nældi sér gjarnan í kókosbollur. Hér var áður ritfangaverslunin Úlfarsfell.Vísir/Vilhelm Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að kórónuveirufaraldur stendur nú yfir og margvíslegar takmarkanir í gildi vegna hans sem gera veitingamönnum ekki endilega auðvelt um vik að reka veitingastaði. Stefán segir enda ástæðan fyrir því að um take-away stað sé að ræða sé að stórum hluta kórónuveirunni að kenna. „Það er ástæða fyrir því að við erum að fara í pítsur og take-away núna. Það er alveg erfitt að reka veitingastað eins og staðan er núna,“ segir Stefán sem ætlar sér að endurvekja átján tommu pítsuna sem var yfirleitt í boði þegar pítsan var að ryðja sér til rúms hér á landi. „Við ætlum að endurvekja 18 tommuna. Vera með 18 tommur eins og var alltaf í gamla daga. Það eru rosa fáir eftir með 18 tommur. Það er svolítið New York stíllinn.“ Gengur upp ef hjartað fylgir með Talið berst óhjákvæmileg aftur að kórónuveirufaraldrinum og það liggur beint við að spyrja hvor að þeir félagar séu ekki smeykir við að hefja nýjan rekstur í miðjum faraldri. Það stendur ekki á svarinu. „Maður er alltaf stressaður þegar maður er að opna veitingastað. Þú veist aldrei hvort þú ert að fara á hausinn eftir þrjá mánuði eða hvað. Ég hef nú alveg opnað nokkra en ef maður sér einbeitir því og hefur allan hug sinn, tilfinningar og hjarta í því og gera það eins vel og maður getur, þá er það mun líklegra til þess að ganga en ekki, sama hvernig ástandið er Það er eins og með þetta, þessi staður er engan veginn opnaður út af einhverju business-sjónarmiði. Þetta eru miklu meira við sem höfum áhuga á að gera þetta og menn bara skapa sér vinnu og hafa gaman að því að gera þetta.“
Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira