Mun meira vitað um veiruna en fyrir nokkrum mánuðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. ágúst 2020 17:54 Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum. Vísir/Bjarni Einarsson Sérnámslæknir í lyflækningum segir að mun meira sé vitað um kórónuveiruna SARS-CoV-2, sem veldur Covid-19, heldur en fyrir sex mánuðum síðan. Þannig hafi til að mynda verið rannsakað hvernig veiran berst á milli manna, en í upphafi faraldurs hennar í lok síðasta árs, var margt á huldu um smitleiðir veirunnar. „Þetta hefur talsvert verið rannsakað og það sem flækir aðeins myndina er hversu erfitt það getur verið að rannsaka akkúrat þetta, hvernig veiran dreifist. Það er ekki svo einfalt að „veiran er þarna, þar af leiðandi smitast hún þaðan.“ Það er því miður ekki alveg svo þægilegt. Það þarf tvennt að fara saman; veiran þarf að finnast í tilteknum vökva eða öðrum hlut og þetta þarf að vera veira sem er smitandi, eða virk, eins og það er kallað,“ segir Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir í lyflækningum hjá Landspítalanum. Hann var til viðtals í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Jón Magnús segir að miðað við fyrirliggjandi gögn sé ljóst að veiran dreifist fyrst og fremst með dropa- og snertismiti. Það þýðir að veiran dreifist með vökva frá efri og neðri öndunarfærum og berist beint milli fólks með dropum sem það gefur frá sér þegar það talar og hnerrar, eða óbeint þegar sömu dropar lenda á einhverjum fleti, annað fólk kemst í tæri við dropana og ber þá síðan, óafvitandi, að andlitinu á sér. Hann segir þá að veiran virðist þannig ekki dreifast í gegn um svita, hægðum, þvagi eða öðrum líkamsvessum. Til að mynda smitist veiran ekki með líkamsvessum í kynlífi, þó að nándin sem skapast við kynlíf geti vissulega aukið smithættu. „Þetta eru aðallega þessir dropar frá öndunarfærum. En það sem það þýðir er að aðstæður þar sem við erum að gefa mikið frá okkur, úða og dropa frá öndunarfærum, eins og til dæmis í ræktinni þar sem við erum að anda hraðar og gefum frá okkur meira af þessum dropum, það samt sem áður getur verið smitandi. En það er ekki svitinn og það eru ekki tárin og það eru ekki þessar leiðir sem eru ráðandi í dreifingu Covid-19.“ Handþvotturinn mikilvægur sem fyrr Jón Magnús segir að rannsóknir hafi einnig leitt í ljós að kórónuveiran sé afar lífseig á ýmiskonar snertiflötum, svo sem viðar- og plastyfirborði, samanborið við margar aðrar veirur. Veiran sé þó jafn viðkvæm fyrir sótthreinsandi efnum, eins og spritti, og flestar aðrar veirur. „Bæði handþvottur og spritt leiða til þess að við óvirkjum veiruna og gerum hana ekki smitandi.“ Hann segir að aðalatriði í handþvotti sé að nudda hendurnar vel með sápu og þá í allra minnst 15 sekúndur. Hvað spritt varðar þá segir hann þumalputtaregluna vera þá að hendur skuli bleyttar algerlega með spritti, sótthreinsandi geli eða öðru sambærilegu efni. Að því loknu þurfi að leyfa efninu að þorna á höndunum. „Þegar það er búið, þá er veiran óvirk.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Sérnámslæknir í lyflækningum segir að mun meira sé vitað um kórónuveiruna SARS-CoV-2, sem veldur Covid-19, heldur en fyrir sex mánuðum síðan. Þannig hafi til að mynda verið rannsakað hvernig veiran berst á milli manna, en í upphafi faraldurs hennar í lok síðasta árs, var margt á huldu um smitleiðir veirunnar. „Þetta hefur talsvert verið rannsakað og það sem flækir aðeins myndina er hversu erfitt það getur verið að rannsaka akkúrat þetta, hvernig veiran dreifist. Það er ekki svo einfalt að „veiran er þarna, þar af leiðandi smitast hún þaðan.“ Það er því miður ekki alveg svo þægilegt. Það þarf tvennt að fara saman; veiran þarf að finnast í tilteknum vökva eða öðrum hlut og þetta þarf að vera veira sem er smitandi, eða virk, eins og það er kallað,“ segir Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir í lyflækningum hjá Landspítalanum. Hann var til viðtals í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Jón Magnús segir að miðað við fyrirliggjandi gögn sé ljóst að veiran dreifist fyrst og fremst með dropa- og snertismiti. Það þýðir að veiran dreifist með vökva frá efri og neðri öndunarfærum og berist beint milli fólks með dropum sem það gefur frá sér þegar það talar og hnerrar, eða óbeint þegar sömu dropar lenda á einhverjum fleti, annað fólk kemst í tæri við dropana og ber þá síðan, óafvitandi, að andlitinu á sér. Hann segir þá að veiran virðist þannig ekki dreifast í gegn um svita, hægðum, þvagi eða öðrum líkamsvessum. Til að mynda smitist veiran ekki með líkamsvessum í kynlífi, þó að nándin sem skapast við kynlíf geti vissulega aukið smithættu. „Þetta eru aðallega þessir dropar frá öndunarfærum. En það sem það þýðir er að aðstæður þar sem við erum að gefa mikið frá okkur, úða og dropa frá öndunarfærum, eins og til dæmis í ræktinni þar sem við erum að anda hraðar og gefum frá okkur meira af þessum dropum, það samt sem áður getur verið smitandi. En það er ekki svitinn og það eru ekki tárin og það eru ekki þessar leiðir sem eru ráðandi í dreifingu Covid-19.“ Handþvotturinn mikilvægur sem fyrr Jón Magnús segir að rannsóknir hafi einnig leitt í ljós að kórónuveiran sé afar lífseig á ýmiskonar snertiflötum, svo sem viðar- og plastyfirborði, samanborið við margar aðrar veirur. Veiran sé þó jafn viðkvæm fyrir sótthreinsandi efnum, eins og spritti, og flestar aðrar veirur. „Bæði handþvottur og spritt leiða til þess að við óvirkjum veiruna og gerum hana ekki smitandi.“ Hann segir að aðalatriði í handþvotti sé að nudda hendurnar vel með sápu og þá í allra minnst 15 sekúndur. Hvað spritt varðar þá segir hann þumalputtaregluna vera þá að hendur skuli bleyttar algerlega með spritti, sótthreinsandi geli eða öðru sambærilegu efni. Að því loknu þurfi að leyfa efninu að þorna á höndunum. „Þegar það er búið, þá er veiran óvirk.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira