„Stíflan mun drepa okkur“ Samúel Karl Ólason skrifar 20. ágúst 2020 09:26 Bóndinn Makhluf Abu Kassem situr með öðrum bændum úr Öðru þorpi. Þeir sitja í skugga dauðs pálmatrés en nokkur ár eru síðan allt landið var í rækt. AP/Nariman El-Mofty Egyptar óttast að stífla sem byggð hefur verið í Eþíópíu muni leiða til hamfara í Egyptalandi. Þegar byrjað verði að fylla uppistöðulón stíflunnar muni mikill vatnsskortur verða í Egyptalandi en ástandið í landinu þykir þegar frekar slæmt. Blaðamaður AP fréttaveitunnar fór nýverið í heimsókn til þorps sem ber nafnið Annað þorp í Egyptalandi. Þorpið var stofnað árið 1964 og í fjóra áratugi var þar ræktað korn, bómull og hveiti. Vatn hafði verið flutt þangað með skurðum og leiðslum frá Níl en nú hafa um þrír fjórðu alls ræktunarlands í þorpinu tapast vegna vatnsskorts. Skortinn má rekja til spillingar, vanstjórnar og gífurlegrar fólksfjölgunar. Íbúar óttast að stíflan í Eþíópíu verði síðasti naglinn í kistu þorpsins. „Stíflan mun drepa okkur,“ sagði bóndinn Makhluf Abu Kassem. Foreldrar hans voru meðal þeirra fyrstu sem settust að í Öðru þorpi. Vinna við byggingu stíflunnar yfir Bláu Níl hófst árið 2011 í Eþíópíu. Yfirvöld þar segja stífluna og rafmagnið sem hún mun framleiða stóran lið í þeirri áætlun að koma nærri því 110 milljónum íbúa landsins úr fátækt. Stíflan mun færa um 60 prósentum heimila landsins rafmagn og lónið mun veita stórum hluta þjóðarinnar drykkjarvatn. Síðan vinna hófst hafa miklar deilur átt sér stað á milli ríkjanna þriggja sem Níl rennur í gegnum; Eþíópíu, Súdan og Egyptalands. Um 80 prósent þess vatns sem rennur í Níl kemur frá Bláu Níl. Lang flestir íbúar Egyptalands búa svo gott sem á bökkum Nílar og allur landbúnaður þar treystir á vatnsflæði í ánni. Vatnsveitur færa vatnið inn í land þar sem ræktun fer einnig fram, eins og í Öðru þorpi. Rúmlega 90 prósent þess vatns sem notað er í Egyptalandi er tekið úr Níl. Þar á meðal er drykkjarvatn, vatn sem notað er í iðnað eða til ræktunar. Deilurnar versnuðu til muna þegar byrjað var að fylla uppistöðulónið í síðasta mánuði. Egyptar og Súdanar höfðu krafist þess að sú vinna hæfist ekki fyrr en ríkin væru búin að ná samkomulagi. Enn liggur ekki fyrir hvaða áhrif stíflan mun hafa á flæðið í Níl en í samtali við AP segir fyrrverandi vatnsveituráðherra Egyptalands að áætlað sé að ef flæðið minnkar um fimm milljónir rúmmetra muni Egyptar tapa milljön ekrum af ræktarlandi. Það samsvarar um tólf prósentum alls ræktunarlands landsins. Á undanförnum árum hafa yfirvöld í Egyptalandi varið miklu púðri í að reyna að sporna gegn vatnsskorti. Endurbætur hafa verið unnar á vatnsveitum og hafa bændur verið hvattir til að breyta venjum sínum og ræktun. Til dæmis með því að nota minna vatn og rækta plöntur sem þurfa minna vatn. Hér má sjá ítarlega frétt DW frá því í síðasta mánuði. Egyptaland Eþíópía Súdan Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Egyptar óttast að stífla sem byggð hefur verið í Eþíópíu muni leiða til hamfara í Egyptalandi. Þegar byrjað verði að fylla uppistöðulón stíflunnar muni mikill vatnsskortur verða í Egyptalandi en ástandið í landinu þykir þegar frekar slæmt. Blaðamaður AP fréttaveitunnar fór nýverið í heimsókn til þorps sem ber nafnið Annað þorp í Egyptalandi. Þorpið var stofnað árið 1964 og í fjóra áratugi var þar ræktað korn, bómull og hveiti. Vatn hafði verið flutt þangað með skurðum og leiðslum frá Níl en nú hafa um þrír fjórðu alls ræktunarlands í þorpinu tapast vegna vatnsskorts. Skortinn má rekja til spillingar, vanstjórnar og gífurlegrar fólksfjölgunar. Íbúar óttast að stíflan í Eþíópíu verði síðasti naglinn í kistu þorpsins. „Stíflan mun drepa okkur,“ sagði bóndinn Makhluf Abu Kassem. Foreldrar hans voru meðal þeirra fyrstu sem settust að í Öðru þorpi. Vinna við byggingu stíflunnar yfir Bláu Níl hófst árið 2011 í Eþíópíu. Yfirvöld þar segja stífluna og rafmagnið sem hún mun framleiða stóran lið í þeirri áætlun að koma nærri því 110 milljónum íbúa landsins úr fátækt. Stíflan mun færa um 60 prósentum heimila landsins rafmagn og lónið mun veita stórum hluta þjóðarinnar drykkjarvatn. Síðan vinna hófst hafa miklar deilur átt sér stað á milli ríkjanna þriggja sem Níl rennur í gegnum; Eþíópíu, Súdan og Egyptalands. Um 80 prósent þess vatns sem rennur í Níl kemur frá Bláu Níl. Lang flestir íbúar Egyptalands búa svo gott sem á bökkum Nílar og allur landbúnaður þar treystir á vatnsflæði í ánni. Vatnsveitur færa vatnið inn í land þar sem ræktun fer einnig fram, eins og í Öðru þorpi. Rúmlega 90 prósent þess vatns sem notað er í Egyptalandi er tekið úr Níl. Þar á meðal er drykkjarvatn, vatn sem notað er í iðnað eða til ræktunar. Deilurnar versnuðu til muna þegar byrjað var að fylla uppistöðulónið í síðasta mánuði. Egyptar og Súdanar höfðu krafist þess að sú vinna hæfist ekki fyrr en ríkin væru búin að ná samkomulagi. Enn liggur ekki fyrir hvaða áhrif stíflan mun hafa á flæðið í Níl en í samtali við AP segir fyrrverandi vatnsveituráðherra Egyptalands að áætlað sé að ef flæðið minnkar um fimm milljónir rúmmetra muni Egyptar tapa milljön ekrum af ræktarlandi. Það samsvarar um tólf prósentum alls ræktunarlands landsins. Á undanförnum árum hafa yfirvöld í Egyptalandi varið miklu púðri í að reyna að sporna gegn vatnsskorti. Endurbætur hafa verið unnar á vatnsveitum og hafa bændur verið hvattir til að breyta venjum sínum og ræktun. Til dæmis með því að nota minna vatn og rækta plöntur sem þurfa minna vatn. Hér má sjá ítarlega frétt DW frá því í síðasta mánuði.
Egyptaland Eþíópía Súdan Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira