Leikskóladeild lokað vegna kórónuveirusmits barns Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. ágúst 2020 12:09 Leikskólinn Hálsaskógur í Breiðholti. reykjavíkurborg Uppfært kl. 13:30:Þeir starfsmenn leikskólans Hálsaskógar og foreldrar sem talið var að kynnu að vera smituð af kórónuveirunni reyndust ósýkt. Þetta leiddu skimanir í ljós. Því er ekki talin þörf á að loka öllum leikskólanum, aðeins deild barnsins sem reyndist vera með staðfest kórónuveirusmit. Önnur á deildinni munu að sama skapi fara í fjórtán daga sóttkví. Upprunalegu fréttina má lesa hér að neðan Leikskólanum Hálsaskógi í Breiðholti var lokað í dag. Barn á leikskólanum greindist með virkt kórónuveirusmit og var því brugðið á það ráð að láta foreldra allra 75 barnanna í Hálsaskógi sækja þau. Þá leikur jafnframt grunur á að starfsmaður sé smitaður. Þetta segir Ásgerður Guðnadóttir leikskólastjóri í samtali við DV sem hún svo staðfestir í samtali við fréttastofu. Gengið sé út frá því að leikskólanum verði lokað í tvo daga. Í bréfi hennar til foreldra segir Ásgerður að allir starfsmenn og börn sem eru á sömu deild og fyrrnefnt barn verði í sóttkví í tvær vikur. Tvær aðrar deildir eru á leikskólanum og verða þær lokaðar þangað til að starfsmaðurinn sem óttast er að sé með virkt smit verður skimaður. Eftir skimun verði staðan endurmetin. Samkvæmt upplýsingum á covid.is er óalgengt að börn undir 18 ára aldri smitist af kórónuveirunni. Þannig hafi aðeins tvö börn á aldrinum 0 til 5 ára verið sett í einangrun vegna smits í þessari bylgju faraldursins. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur að sama skapi sagt að rannsóknir á dreifingu sýkingarinnar hér innanlands sýni fram á að börn séu ekki aðeins ólíklegri til að sýkjast, heldur jafnframt ólíklegri til að smita út frá sér. Fréttin hefur verið uppfærð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Uppfært kl. 13:30:Þeir starfsmenn leikskólans Hálsaskógar og foreldrar sem talið var að kynnu að vera smituð af kórónuveirunni reyndust ósýkt. Þetta leiddu skimanir í ljós. Því er ekki talin þörf á að loka öllum leikskólanum, aðeins deild barnsins sem reyndist vera með staðfest kórónuveirusmit. Önnur á deildinni munu að sama skapi fara í fjórtán daga sóttkví. Upprunalegu fréttina má lesa hér að neðan Leikskólanum Hálsaskógi í Breiðholti var lokað í dag. Barn á leikskólanum greindist með virkt kórónuveirusmit og var því brugðið á það ráð að láta foreldra allra 75 barnanna í Hálsaskógi sækja þau. Þá leikur jafnframt grunur á að starfsmaður sé smitaður. Þetta segir Ásgerður Guðnadóttir leikskólastjóri í samtali við DV sem hún svo staðfestir í samtali við fréttastofu. Gengið sé út frá því að leikskólanum verði lokað í tvo daga. Í bréfi hennar til foreldra segir Ásgerður að allir starfsmenn og börn sem eru á sömu deild og fyrrnefnt barn verði í sóttkví í tvær vikur. Tvær aðrar deildir eru á leikskólanum og verða þær lokaðar þangað til að starfsmaðurinn sem óttast er að sé með virkt smit verður skimaður. Eftir skimun verði staðan endurmetin. Samkvæmt upplýsingum á covid.is er óalgengt að börn undir 18 ára aldri smitist af kórónuveirunni. Þannig hafi aðeins tvö börn á aldrinum 0 til 5 ára verið sett í einangrun vegna smits í þessari bylgju faraldursins. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur að sama skapi sagt að rannsóknir á dreifingu sýkingarinnar hér innanlands sýni fram á að börn séu ekki aðeins ólíklegri til að sýkjast, heldur jafnframt ólíklegri til að smita út frá sér. Fréttin hefur verið uppfærð
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira