Tjáningarfrelsið má aldrei veikjast! Bryndís Bjarnadóttir skrifar 20. ágúst 2020 14:00 Fæst okkar leiðum hugann að réttinum til að mega tjá okkur óhindrað enda getum við Íslendingar gert það óttalaust og án ólögmætra afskipta ríkisvaldsins. Við eigum ekki á hættu, eins og íbúar margra annarra landa, að sæta hörðum viðurlögum fyrir það eitt að tjá hug okkar og taka út margra ára fangavist eða hljóta jafnvel dauðadóm, eins og sum staðar tíðkast. Tjáningarfrelsið er verndað á Íslandi í 73. grein stjórnarskrárinnar, Mannréttindayfirlýsingu SÞ, Mannréttindasáttmála Evrópu og alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, sem Ísland er aðili að. Samkvæmt alþjóðlegum mannréttindalögum eigum við öll rétt á að tjá sannfæringu okkar og skoðanir hvort sem þær eru af pólitískum, trúarlegum, heimspekilegum eða listrænum toga og við megum gera það með ýmsum hætti hvort sem það er í ræðu, riti, tónlist, leik, á netinu eða öðrum opinberum vettvangi. Við eigum að geta sagt það sem við erum að hugsa, jafnvel þó að það sé óþægilegt eða móðgandi, án þess að eiga á hættu að sæta refsingu af hálfu ríkisvaldsins. Við eigum líka rétt á því að taka við og deila hvers kyns upplýsingum og krefjast umbóta í heiminum. Þess ber þó að geta að ekki er hægt að njóta tjáningarfrelsisins án ábyrgðar en það má hefta undir vissum kringumstæðum samkvæmt sömu alþjóðalögum. Engu að síður verða allar takmarkanir á tjáningarfrelsinu að varða almannahagsmuni eða réttindi annarra og vera augljóslega nauðsynlegar í þeim tilgangi. Víða misnota valdhafar hins vegar oft þessi undantekningarákvæði á takmörkun tjáningarfrelsisins til að þagga niður í aðgerðasinnum, fjölmiðlafólki, frjálsum félagasamtökum, listafólki eða stjórnarandstæðingum. Réttur okkar til tjáningarfrelsis er grunnurinn að því að geta lifað í opnu og sanngjörnu samfélagi og verndun þessa frelsis er nauðsynleg til að við getum dregið valdhafa til ábyrgðar. Tjáningarfrelsið tengist einnig öðrum skyldum mannréttindum eins og hugsana, samvisku- og trúfrelsi og gerir það að verkum að þessi réttindi geta þrifist og dafnað. Það er einnig nátengt félaga- og fundafrelsi. Félagafrelsigengur út á réttinn til að mynda og ganga í samtök, klúbba, verkalýðs- og stjórnmálafélög en fundafrelsisnýr að réttinum til að taka þátt í friðsömum mótmælum eða opinberum fundum og samkomum. Tjáningarfrelsið felur einnig í sér réttinn til að tjá persónuleika sinn m.a. með klæðaburði og/eða hegðan og látbragði. Þannig mega stjórnvöld t.d. hvorki meina konum né skylda þær til að ganga með höfuðslæður, eins og raunin er í Íran, þar sem konur gjalda þess dýru verði fylgi þær ekki lögum um klæðaburð. Aukin brot á tímum kórónuveirufaraldursins Í síauknum mæli brjóta stjórnvöld víða um heim gróflega á tjáningarfrelsinu, sérstaklega núna á tímum kórónuveirufaraldursins þegar ráðamenn herða enn frekar kverkatakið á frelsi okkar, jafnvel með nýjum lagasetningum eins og í Ungverjalandi, þar sem þingið samþykkti lög í mars á þessu ári sem kveða á um fimm ára fangelsisvist fyrir að birta falskar eða misvísandi upplýsingar, sem koma í veg fyrir „árangursríka vernd“ almennings eða vekja ótta og kvíða í tengslum við faraldurinn. Yfirvöld í Egyptalandi, Tælandi, Venesúela, Víetnam og Sómalíu, svo nokkur lönd séu nefnd, hafa einnig ákært fjölda fólks fyrir að „breiða út hatur“, „birta falskar eða villandi upplýsingar“ og „misnota samfélagsmiðla“ í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Víða annars staðar brjóta ríkisstjórnir á rétti fólks til tjáningarfrelsis ýmist í nafni þjóðaröryggis, almannaheilla, menningararfs, trúar eða baráttunnar gegn hryðjuverkum en hin raunverulega ástæða er oftast sú sama þ.e. að bæla niður friðsamt andóf eða þagga niður í gagnrýni. Í ársskýrslum Amnesty árið 2019 um Asíu, Afríku, Evrópu, Mið-Austurlöndog Norður- og Suður-Ameríku kemur fram að stjórnvöld á svæðunum hafi beitt sér af mikilli hörku gegn mótmælendum sem kölluðu eftir réttlæti og pólitískum umbótum, ýmist með samkomubanni, handtökum án dóms og laga, fangelsun eða jafnvel aftökum af hálfu lögreglu eða hers. Bregðast við gagnrýnisröddum Hvort eða hvernig stjórnvöld bregðast við gagnrýnisröddum eða óhliðhollum skoðunum er oft góð vísbending um hvernig þau sinna mannréttindum almennt í eigin landi. Í ljósi aukinna brota á tjáningarfrelsinu um heim allan og alvarleika brotanna ákvað Íslandsdeild Amnesty International að ýta úr vör herferðinni Tjáningarfrelsið má aldrei veikjast. Sjaldan hefur verið meiri þörf en nú að standa vörð um tjáningarfrelsið á tímum kórónuveirufaraldursins. Tjáningarfrelsið má aldrei veikjast! Hlúum að því saman! Höfundur er herferðastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Fæst okkar leiðum hugann að réttinum til að mega tjá okkur óhindrað enda getum við Íslendingar gert það óttalaust og án ólögmætra afskipta ríkisvaldsins. Við eigum ekki á hættu, eins og íbúar margra annarra landa, að sæta hörðum viðurlögum fyrir það eitt að tjá hug okkar og taka út margra ára fangavist eða hljóta jafnvel dauðadóm, eins og sum staðar tíðkast. Tjáningarfrelsið er verndað á Íslandi í 73. grein stjórnarskrárinnar, Mannréttindayfirlýsingu SÞ, Mannréttindasáttmála Evrópu og alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, sem Ísland er aðili að. Samkvæmt alþjóðlegum mannréttindalögum eigum við öll rétt á að tjá sannfæringu okkar og skoðanir hvort sem þær eru af pólitískum, trúarlegum, heimspekilegum eða listrænum toga og við megum gera það með ýmsum hætti hvort sem það er í ræðu, riti, tónlist, leik, á netinu eða öðrum opinberum vettvangi. Við eigum að geta sagt það sem við erum að hugsa, jafnvel þó að það sé óþægilegt eða móðgandi, án þess að eiga á hættu að sæta refsingu af hálfu ríkisvaldsins. Við eigum líka rétt á því að taka við og deila hvers kyns upplýsingum og krefjast umbóta í heiminum. Þess ber þó að geta að ekki er hægt að njóta tjáningarfrelsisins án ábyrgðar en það má hefta undir vissum kringumstæðum samkvæmt sömu alþjóðalögum. Engu að síður verða allar takmarkanir á tjáningarfrelsinu að varða almannahagsmuni eða réttindi annarra og vera augljóslega nauðsynlegar í þeim tilgangi. Víða misnota valdhafar hins vegar oft þessi undantekningarákvæði á takmörkun tjáningarfrelsisins til að þagga niður í aðgerðasinnum, fjölmiðlafólki, frjálsum félagasamtökum, listafólki eða stjórnarandstæðingum. Réttur okkar til tjáningarfrelsis er grunnurinn að því að geta lifað í opnu og sanngjörnu samfélagi og verndun þessa frelsis er nauðsynleg til að við getum dregið valdhafa til ábyrgðar. Tjáningarfrelsið tengist einnig öðrum skyldum mannréttindum eins og hugsana, samvisku- og trúfrelsi og gerir það að verkum að þessi réttindi geta þrifist og dafnað. Það er einnig nátengt félaga- og fundafrelsi. Félagafrelsigengur út á réttinn til að mynda og ganga í samtök, klúbba, verkalýðs- og stjórnmálafélög en fundafrelsisnýr að réttinum til að taka þátt í friðsömum mótmælum eða opinberum fundum og samkomum. Tjáningarfrelsið felur einnig í sér réttinn til að tjá persónuleika sinn m.a. með klæðaburði og/eða hegðan og látbragði. Þannig mega stjórnvöld t.d. hvorki meina konum né skylda þær til að ganga með höfuðslæður, eins og raunin er í Íran, þar sem konur gjalda þess dýru verði fylgi þær ekki lögum um klæðaburð. Aukin brot á tímum kórónuveirufaraldursins Í síauknum mæli brjóta stjórnvöld víða um heim gróflega á tjáningarfrelsinu, sérstaklega núna á tímum kórónuveirufaraldursins þegar ráðamenn herða enn frekar kverkatakið á frelsi okkar, jafnvel með nýjum lagasetningum eins og í Ungverjalandi, þar sem þingið samþykkti lög í mars á þessu ári sem kveða á um fimm ára fangelsisvist fyrir að birta falskar eða misvísandi upplýsingar, sem koma í veg fyrir „árangursríka vernd“ almennings eða vekja ótta og kvíða í tengslum við faraldurinn. Yfirvöld í Egyptalandi, Tælandi, Venesúela, Víetnam og Sómalíu, svo nokkur lönd séu nefnd, hafa einnig ákært fjölda fólks fyrir að „breiða út hatur“, „birta falskar eða villandi upplýsingar“ og „misnota samfélagsmiðla“ í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Víða annars staðar brjóta ríkisstjórnir á rétti fólks til tjáningarfrelsis ýmist í nafni þjóðaröryggis, almannaheilla, menningararfs, trúar eða baráttunnar gegn hryðjuverkum en hin raunverulega ástæða er oftast sú sama þ.e. að bæla niður friðsamt andóf eða þagga niður í gagnrýni. Í ársskýrslum Amnesty árið 2019 um Asíu, Afríku, Evrópu, Mið-Austurlöndog Norður- og Suður-Ameríku kemur fram að stjórnvöld á svæðunum hafi beitt sér af mikilli hörku gegn mótmælendum sem kölluðu eftir réttlæti og pólitískum umbótum, ýmist með samkomubanni, handtökum án dóms og laga, fangelsun eða jafnvel aftökum af hálfu lögreglu eða hers. Bregðast við gagnrýnisröddum Hvort eða hvernig stjórnvöld bregðast við gagnrýnisröddum eða óhliðhollum skoðunum er oft góð vísbending um hvernig þau sinna mannréttindum almennt í eigin landi. Í ljósi aukinna brota á tjáningarfrelsinu um heim allan og alvarleika brotanna ákvað Íslandsdeild Amnesty International að ýta úr vör herferðinni Tjáningarfrelsið má aldrei veikjast. Sjaldan hefur verið meiri þörf en nú að standa vörð um tjáningarfrelsið á tímum kórónuveirufaraldursins. Tjáningarfrelsið má aldrei veikjast! Hlúum að því saman! Höfundur er herferðastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun