Bjuggust við 2600 farþegum en reyndust vera tæplega 900 Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. ágúst 2020 14:44 Páll Þórhallsson, verkefnisstjóri hjá forsætisráðuneytinu, á upplýsingafundi almannavarna í dag. lögreglan Umtalsvert færri farþegar lentu á Keflavíkuflugvelli í gær en höfðu áður bókað sér flug til landsins, það var viðbúið að sögn Páls Þórhallsonar verkefnisstjóra hjá forsætisráðuneytinu. Gert var ráð fyrir 2600 farþegum í Keflavík í gær en þeir reyndust á bilinu 800 til 900. Að sama skapi komu færri til landsins með Norrænu í gær en búist var við, en heildarfjöldi ferjufarþega var um 200 í dag. Páll sagði að breytingarnar á landamærunum sem tóku gildi í gær hafi gengið í stórum dráttum vel. Nýja fyrirkomulagið sé einfaldara, öll sem koma til landsins þurfa nú að fara í tvær skimanir og allt að sex daga sóttkví. Viðbúnaður landsins gegn kórónuveirunni sé í stöðugri endurskoðun en óvíst er hversu lengi þetta fyrirkomulag verður við lýði. Sem fyrr segir fækkaði farþegum nokkuð með breytingunum en Páll sagði að einhver dæmi væri jafnframt um það að fólk væri að lengja dvöl sína á Íslandi. Að sama skapi hafi verið eitthvað um það að farþegar hafi komið til Íslands en ákveðið að fljúga aftur heim þegar þeim var tjáð að þeir þyrftu að sæta sóttkví. Þá greindi lögreglan á Austurlandi frá því að „örfáir“ farþegar sem komu með Norrænu í morgun virtust ekki hafa áttað sig á þeim reglum sem tóku gildi í gær. Farþegarnir hafi þannig farið í kjörbúð eftir komuna til landsins, en fólk í sóttkví má það ekki. „Virtust ekki átta sig fyllilega á reglunum og leituðu í kjörbúð eftir komu, en slíkt er þeim óheimilt. Afskipti voru höfð af þeim í kjölfar ábendinga starfsmanna og reglur við þá áréttaðar. Þeir virtust þá áttaðir og hugðust halda á dvalarstað,“ segir lögreglan. Páll sagði að nú væri unnið í því að koma kynningarefni um breytingarnar á fleiri tungumál. Það væri þó ábyrgð flugfélaga að farþegar þeirra gangi frá forskráningu fyrir komuna til landsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Farþegar Norrænu brutu sóttvarnareglur og fóru í búð strax eftir komu til landsins Nokkrir farþegar sem komu í land með Norrænu í morgun á Seyðisfirði voru ávítaðir af lögreglu eftir að þeir fóru í kjörbúð eftir komu sína til landsins og brutu þar með sóttvarnareglur 20. ágúst 2020 14:49 Skoða upptöku „veðurviðvarana“ í baráttu við veiruna Meðal þess sem horft er til í baráttu landsmanna við veiruna er að taka upp nýtt viðvörunarkerfi, ekki ósvipað því og þekkist í veðurfréttum. 20. ágúst 2020 14:27 Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. 20. ágúst 2020 13:45 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Umtalsvert færri farþegar lentu á Keflavíkuflugvelli í gær en höfðu áður bókað sér flug til landsins, það var viðbúið að sögn Páls Þórhallsonar verkefnisstjóra hjá forsætisráðuneytinu. Gert var ráð fyrir 2600 farþegum í Keflavík í gær en þeir reyndust á bilinu 800 til 900. Að sama skapi komu færri til landsins með Norrænu í gær en búist var við, en heildarfjöldi ferjufarþega var um 200 í dag. Páll sagði að breytingarnar á landamærunum sem tóku gildi í gær hafi gengið í stórum dráttum vel. Nýja fyrirkomulagið sé einfaldara, öll sem koma til landsins þurfa nú að fara í tvær skimanir og allt að sex daga sóttkví. Viðbúnaður landsins gegn kórónuveirunni sé í stöðugri endurskoðun en óvíst er hversu lengi þetta fyrirkomulag verður við lýði. Sem fyrr segir fækkaði farþegum nokkuð með breytingunum en Páll sagði að einhver dæmi væri jafnframt um það að fólk væri að lengja dvöl sína á Íslandi. Að sama skapi hafi verið eitthvað um það að farþegar hafi komið til Íslands en ákveðið að fljúga aftur heim þegar þeim var tjáð að þeir þyrftu að sæta sóttkví. Þá greindi lögreglan á Austurlandi frá því að „örfáir“ farþegar sem komu með Norrænu í morgun virtust ekki hafa áttað sig á þeim reglum sem tóku gildi í gær. Farþegarnir hafi þannig farið í kjörbúð eftir komuna til landsins, en fólk í sóttkví má það ekki. „Virtust ekki átta sig fyllilega á reglunum og leituðu í kjörbúð eftir komu, en slíkt er þeim óheimilt. Afskipti voru höfð af þeim í kjölfar ábendinga starfsmanna og reglur við þá áréttaðar. Þeir virtust þá áttaðir og hugðust halda á dvalarstað,“ segir lögreglan. Páll sagði að nú væri unnið í því að koma kynningarefni um breytingarnar á fleiri tungumál. Það væri þó ábyrgð flugfélaga að farþegar þeirra gangi frá forskráningu fyrir komuna til landsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Farþegar Norrænu brutu sóttvarnareglur og fóru í búð strax eftir komu til landsins Nokkrir farþegar sem komu í land með Norrænu í morgun á Seyðisfirði voru ávítaðir af lögreglu eftir að þeir fóru í kjörbúð eftir komu sína til landsins og brutu þar með sóttvarnareglur 20. ágúst 2020 14:49 Skoða upptöku „veðurviðvarana“ í baráttu við veiruna Meðal þess sem horft er til í baráttu landsmanna við veiruna er að taka upp nýtt viðvörunarkerfi, ekki ósvipað því og þekkist í veðurfréttum. 20. ágúst 2020 14:27 Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. 20. ágúst 2020 13:45 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Farþegar Norrænu brutu sóttvarnareglur og fóru í búð strax eftir komu til landsins Nokkrir farþegar sem komu í land með Norrænu í morgun á Seyðisfirði voru ávítaðir af lögreglu eftir að þeir fóru í kjörbúð eftir komu sína til landsins og brutu þar með sóttvarnareglur 20. ágúst 2020 14:49
Skoða upptöku „veðurviðvarana“ í baráttu við veiruna Meðal þess sem horft er til í baráttu landsmanna við veiruna er að taka upp nýtt viðvörunarkerfi, ekki ósvipað því og þekkist í veðurfréttum. 20. ágúst 2020 14:27
Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. 20. ágúst 2020 13:45