Bjuggust við 2600 farþegum en reyndust vera tæplega 900 Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. ágúst 2020 14:44 Páll Þórhallsson, verkefnisstjóri hjá forsætisráðuneytinu, á upplýsingafundi almannavarna í dag. lögreglan Umtalsvert færri farþegar lentu á Keflavíkuflugvelli í gær en höfðu áður bókað sér flug til landsins, það var viðbúið að sögn Páls Þórhallsonar verkefnisstjóra hjá forsætisráðuneytinu. Gert var ráð fyrir 2600 farþegum í Keflavík í gær en þeir reyndust á bilinu 800 til 900. Að sama skapi komu færri til landsins með Norrænu í gær en búist var við, en heildarfjöldi ferjufarþega var um 200 í dag. Páll sagði að breytingarnar á landamærunum sem tóku gildi í gær hafi gengið í stórum dráttum vel. Nýja fyrirkomulagið sé einfaldara, öll sem koma til landsins þurfa nú að fara í tvær skimanir og allt að sex daga sóttkví. Viðbúnaður landsins gegn kórónuveirunni sé í stöðugri endurskoðun en óvíst er hversu lengi þetta fyrirkomulag verður við lýði. Sem fyrr segir fækkaði farþegum nokkuð með breytingunum en Páll sagði að einhver dæmi væri jafnframt um það að fólk væri að lengja dvöl sína á Íslandi. Að sama skapi hafi verið eitthvað um það að farþegar hafi komið til Íslands en ákveðið að fljúga aftur heim þegar þeim var tjáð að þeir þyrftu að sæta sóttkví. Þá greindi lögreglan á Austurlandi frá því að „örfáir“ farþegar sem komu með Norrænu í morgun virtust ekki hafa áttað sig á þeim reglum sem tóku gildi í gær. Farþegarnir hafi þannig farið í kjörbúð eftir komuna til landsins, en fólk í sóttkví má það ekki. „Virtust ekki átta sig fyllilega á reglunum og leituðu í kjörbúð eftir komu, en slíkt er þeim óheimilt. Afskipti voru höfð af þeim í kjölfar ábendinga starfsmanna og reglur við þá áréttaðar. Þeir virtust þá áttaðir og hugðust halda á dvalarstað,“ segir lögreglan. Páll sagði að nú væri unnið í því að koma kynningarefni um breytingarnar á fleiri tungumál. Það væri þó ábyrgð flugfélaga að farþegar þeirra gangi frá forskráningu fyrir komuna til landsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Farþegar Norrænu brutu sóttvarnareglur og fóru í búð strax eftir komu til landsins Nokkrir farþegar sem komu í land með Norrænu í morgun á Seyðisfirði voru ávítaðir af lögreglu eftir að þeir fóru í kjörbúð eftir komu sína til landsins og brutu þar með sóttvarnareglur 20. ágúst 2020 14:49 Skoða upptöku „veðurviðvarana“ í baráttu við veiruna Meðal þess sem horft er til í baráttu landsmanna við veiruna er að taka upp nýtt viðvörunarkerfi, ekki ósvipað því og þekkist í veðurfréttum. 20. ágúst 2020 14:27 Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. 20. ágúst 2020 13:45 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Umtalsvert færri farþegar lentu á Keflavíkuflugvelli í gær en höfðu áður bókað sér flug til landsins, það var viðbúið að sögn Páls Þórhallsonar verkefnisstjóra hjá forsætisráðuneytinu. Gert var ráð fyrir 2600 farþegum í Keflavík í gær en þeir reyndust á bilinu 800 til 900. Að sama skapi komu færri til landsins með Norrænu í gær en búist var við, en heildarfjöldi ferjufarþega var um 200 í dag. Páll sagði að breytingarnar á landamærunum sem tóku gildi í gær hafi gengið í stórum dráttum vel. Nýja fyrirkomulagið sé einfaldara, öll sem koma til landsins þurfa nú að fara í tvær skimanir og allt að sex daga sóttkví. Viðbúnaður landsins gegn kórónuveirunni sé í stöðugri endurskoðun en óvíst er hversu lengi þetta fyrirkomulag verður við lýði. Sem fyrr segir fækkaði farþegum nokkuð með breytingunum en Páll sagði að einhver dæmi væri jafnframt um það að fólk væri að lengja dvöl sína á Íslandi. Að sama skapi hafi verið eitthvað um það að farþegar hafi komið til Íslands en ákveðið að fljúga aftur heim þegar þeim var tjáð að þeir þyrftu að sæta sóttkví. Þá greindi lögreglan á Austurlandi frá því að „örfáir“ farþegar sem komu með Norrænu í morgun virtust ekki hafa áttað sig á þeim reglum sem tóku gildi í gær. Farþegarnir hafi þannig farið í kjörbúð eftir komuna til landsins, en fólk í sóttkví má það ekki. „Virtust ekki átta sig fyllilega á reglunum og leituðu í kjörbúð eftir komu, en slíkt er þeim óheimilt. Afskipti voru höfð af þeim í kjölfar ábendinga starfsmanna og reglur við þá áréttaðar. Þeir virtust þá áttaðir og hugðust halda á dvalarstað,“ segir lögreglan. Páll sagði að nú væri unnið í því að koma kynningarefni um breytingarnar á fleiri tungumál. Það væri þó ábyrgð flugfélaga að farþegar þeirra gangi frá forskráningu fyrir komuna til landsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Farþegar Norrænu brutu sóttvarnareglur og fóru í búð strax eftir komu til landsins Nokkrir farþegar sem komu í land með Norrænu í morgun á Seyðisfirði voru ávítaðir af lögreglu eftir að þeir fóru í kjörbúð eftir komu sína til landsins og brutu þar með sóttvarnareglur 20. ágúst 2020 14:49 Skoða upptöku „veðurviðvarana“ í baráttu við veiruna Meðal þess sem horft er til í baráttu landsmanna við veiruna er að taka upp nýtt viðvörunarkerfi, ekki ósvipað því og þekkist í veðurfréttum. 20. ágúst 2020 14:27 Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. 20. ágúst 2020 13:45 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Farþegar Norrænu brutu sóttvarnareglur og fóru í búð strax eftir komu til landsins Nokkrir farþegar sem komu í land með Norrænu í morgun á Seyðisfirði voru ávítaðir af lögreglu eftir að þeir fóru í kjörbúð eftir komu sína til landsins og brutu þar með sóttvarnareglur 20. ágúst 2020 14:49
Skoða upptöku „veðurviðvarana“ í baráttu við veiruna Meðal þess sem horft er til í baráttu landsmanna við veiruna er að taka upp nýtt viðvörunarkerfi, ekki ósvipað því og þekkist í veðurfréttum. 20. ágúst 2020 14:27
Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. 20. ágúst 2020 13:45