Gætu þurft að sýna enska boltann í opinni dagskrá ef leikirnir fara fram fyrir luktum dyrum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2020 08:00 Gylfi Þór Sigurðsson og aðrir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar gætu þurft að spila fyrir luktum dyrum á næstunni. Getty/ TF-Images Enska úrvalsdeildin bannaði öll handabönd í leikjum helgarinnar en gæti þurft að grípa til enn frekari ráðstafana í næstu leikjum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Bresk stjórnvöld hafa kallað æðstu menn íþróttanna í Bretlandi á sinn fund í dag en þar á meðal verður ræddur sá möguleiki að spila leiki fyrir luktum dyrum á næstunni ef þess gerist þörf. Fundurinn er þó haldinn til að fara yfir hvað sé best að gera í stöðunni og að það gildi það sama yfir allar íþróttir. Ítalir og Danir eru farnir að spila fótboltaleiki sína án áhorfenda og það þykir líklegt að aðrar þjóðir gætu lent í sömu stöðu. Smithættan er mikil á stórum leikvöngum þar sem tugir þúsunda mæta. Þetta gæti einnig haft áhrif á útsendingar frá leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í Englandi ef marka má fréttir frá Englandi. The Times hefur heimildir fyrir því að það hafi verið haft samband við sjónvarpsstöðvarnar Sky Sports og BT Sport sem eru rétthafar fyrir ensku úrvalsdeildina í heimalandinu. Samkvæmt þeirri frétt hefur yfirmönnum Sky Sports og BT Sport verið greint frá því að þau þurfi mögulega að sýna alla leiki í opinni dagskrá fari svo að áhorfendur verði bannaðir af ótta við útbreiðslu kórónuveirunnar. Yfirmenn allra helstu sjónvarpsstöðvanna, þar á meðal Sky Sports og BT Sport, verða á þessum fundi í dag en þar verða líka fulltrúa frá fótbolta, tennis, krikket og rúgbý. Verði leikir spilaðir fyrir luktum dyrum gæti það þýtt ekki aðeins mikið tekjutap fyrir félögin sjálf heldur einnig haft áhrif á innkomu þessara áskrifastöðva ef að þær mega ekki lengur sína leikina í læstri útsendingu. Það er allavega ljóst að það stefnir í tíma sem við höfum aldrei séð áður í ensku úrvalsdeildinni. Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út af þessum mikilvæga fundi í dag. Enski boltinn Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti Fleiri fréttir Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Sjá meira
Enska úrvalsdeildin bannaði öll handabönd í leikjum helgarinnar en gæti þurft að grípa til enn frekari ráðstafana í næstu leikjum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Bresk stjórnvöld hafa kallað æðstu menn íþróttanna í Bretlandi á sinn fund í dag en þar á meðal verður ræddur sá möguleiki að spila leiki fyrir luktum dyrum á næstunni ef þess gerist þörf. Fundurinn er þó haldinn til að fara yfir hvað sé best að gera í stöðunni og að það gildi það sama yfir allar íþróttir. Ítalir og Danir eru farnir að spila fótboltaleiki sína án áhorfenda og það þykir líklegt að aðrar þjóðir gætu lent í sömu stöðu. Smithættan er mikil á stórum leikvöngum þar sem tugir þúsunda mæta. Þetta gæti einnig haft áhrif á útsendingar frá leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í Englandi ef marka má fréttir frá Englandi. The Times hefur heimildir fyrir því að það hafi verið haft samband við sjónvarpsstöðvarnar Sky Sports og BT Sport sem eru rétthafar fyrir ensku úrvalsdeildina í heimalandinu. Samkvæmt þeirri frétt hefur yfirmönnum Sky Sports og BT Sport verið greint frá því að þau þurfi mögulega að sýna alla leiki í opinni dagskrá fari svo að áhorfendur verði bannaðir af ótta við útbreiðslu kórónuveirunnar. Yfirmenn allra helstu sjónvarpsstöðvanna, þar á meðal Sky Sports og BT Sport, verða á þessum fundi í dag en þar verða líka fulltrúa frá fótbolta, tennis, krikket og rúgbý. Verði leikir spilaðir fyrir luktum dyrum gæti það þýtt ekki aðeins mikið tekjutap fyrir félögin sjálf heldur einnig haft áhrif á innkomu þessara áskrifastöðva ef að þær mega ekki lengur sína leikina í læstri útsendingu. Það er allavega ljóst að það stefnir í tíma sem við höfum aldrei séð áður í ensku úrvalsdeildinni. Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út af þessum mikilvæga fundi í dag.
Enski boltinn Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti Fleiri fréttir Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Sjá meira