Nota íslenska mæla til að reyna að þróa bóluefni gegn kórónuveirunni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. mars 2020 23:00 Íslenskir mælar eru nýttir við rannsóknir á kórónuveirunni og þróun bóluefnis. Mælarnir hafa áður verið notaðir þegar unnið hefur verið að þróun bóluefna. Síðustu daga hefur pöntunum á mælum rignt yfir starfsmenn hátæknifyrirtækisins Stjörnu-Odda. Fyrirtækið framleiðir sérstaka mæla sem hægt er að græða í dýr. Þeir sem eru að reyna að þróa bóluefni gegn kórónuveirunni nota merði sem tilraunadýr. Merðir þykja með frekar svipuð öndunarfæri og menn. Því eru þeir heppileg tilraunadýr þar sem kórónuveiran leggst oft þungt á öndunarfæri fólks. „Okkar mælar hafa verið notaðir nokkuð reglulega við rannsóknir á svona hefðbundinni inflúensu og þessir aðilar sem við vinnum mikið með hafa sérhæft sig í öndunarfærasjúkdómum og kórónavírusinn telst til þeirrar flokkunar,“ segir Sigmar Guðbjartsson framkvæmdastjóri Stjörnu-Odda. Í fyrirtækinu vinna á þriðja tug manna.Vísir/Baldur Sigmar segir mælana gefa einstakt tækifæri til að fylgjast náið með líðan dýranna á meðan á rannsóknum stendur. „Með því að nota mæla sem að gefa tugþúsundir mælinga á hverju einasta dýri þá hefur tekist að fækka verulega dýrum sem eru notuð í dýraprófunum sem er bara frábært,“ segir Sigmar. Öll starfsemi og framleiðsla mælanna fer fram á Íslandi. Hann segir fyrirtækið vart anna eftirspurn og mögulega þurfi að forgangsraða verkefnum á næstunni til að koma til móts við þá sem eru að vinna að þróun bóluefnis. „Í rauninni mjög flott að okkar þekking og reynsla leggst á vogarskálarnar og vonandi hjálpar það til með þróun á þessu bóluefni og flýtir fyrir,“ segir Sigmar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Íslenskir mælar eru nýttir við rannsóknir á kórónuveirunni og þróun bóluefnis. Mælarnir hafa áður verið notaðir þegar unnið hefur verið að þróun bóluefna. Síðustu daga hefur pöntunum á mælum rignt yfir starfsmenn hátæknifyrirtækisins Stjörnu-Odda. Fyrirtækið framleiðir sérstaka mæla sem hægt er að græða í dýr. Þeir sem eru að reyna að þróa bóluefni gegn kórónuveirunni nota merði sem tilraunadýr. Merðir þykja með frekar svipuð öndunarfæri og menn. Því eru þeir heppileg tilraunadýr þar sem kórónuveiran leggst oft þungt á öndunarfæri fólks. „Okkar mælar hafa verið notaðir nokkuð reglulega við rannsóknir á svona hefðbundinni inflúensu og þessir aðilar sem við vinnum mikið með hafa sérhæft sig í öndunarfærasjúkdómum og kórónavírusinn telst til þeirrar flokkunar,“ segir Sigmar Guðbjartsson framkvæmdastjóri Stjörnu-Odda. Í fyrirtækinu vinna á þriðja tug manna.Vísir/Baldur Sigmar segir mælana gefa einstakt tækifæri til að fylgjast náið með líðan dýranna á meðan á rannsóknum stendur. „Með því að nota mæla sem að gefa tugþúsundir mælinga á hverju einasta dýri þá hefur tekist að fækka verulega dýrum sem eru notuð í dýraprófunum sem er bara frábært,“ segir Sigmar. Öll starfsemi og framleiðsla mælanna fer fram á Íslandi. Hann segir fyrirtækið vart anna eftirspurn og mögulega þurfi að forgangsraða verkefnum á næstunni til að koma til móts við þá sem eru að vinna að þróun bóluefnis. „Í rauninni mjög flott að okkar þekking og reynsla leggst á vogarskálarnar og vonandi hjálpar það til með þróun á þessu bóluefni og flýtir fyrir,“ segir Sigmar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira