Körfubolti

Körfuboltakvöld: „Stjarnan verður ekki Íslandsmeistari“

Sindri Sverrisson skrifar

„Mér hefur þótt Stjarnan frábært deildarkeppnislið en ég efast ennþá um hvað liðið mun gera í úrslitakeppninni,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi Domino's Körfuboltakvölds, í þættinum á föstudaginn.

Stjarnan tapaði fyrir KR í DHL-höllinni á föstudag en er þó enn á toppi Dominos-deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir.

„Þetta var úrslitakeppnisleikur. Liðið er í fjórða leikhluta, í jöfnum leik á móti KR á útivelli, KR ekki með fullmannaða róteringu, og þá pælir maður í hvernig skot þeir búa sér til,“ sagði Kjartan og skoðaði með sérfræðingum sínum hvernig sóknir Stjörnunnar voru útfærðar í lokaleikhlutanum.

„Þeir taka hraðaupphlaup og reyna að ná þristum. Svo þegar komið er á hálfan völl, og ef hægt er að stoppa Tomsick, hvað er þá plan B? Hvað er plan C?“ spurði Kjartan.

„Miðað við hvað Arnar þjálfari Stjörnunnar er mikill pælari þá geri ég bara ráð fyrir því að hann sé búinn að leggja það upp fyrir þá en þeir eru greinilega í einhverjum vandræðum með að framkvæma það. En ég er algjörlega sammála þér með og sagði það fyrr í vetur að Stjarnan verður bikarmeistari og deildarmeistari, en Stjarnan verður ekki Íslandsmeistari,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson.

Innslagið má sjá í heild hér að ofan.


Tengdar fréttir

Körfuboltakvöld: „Skítalykt af hárinu þeirra“

„Þegar þú spilar svona þá áttu náttúrulega ekki mikið skilið,“ sagði Teitur Örlygsson í Domino's Körfuboltakvöldi um leik Þórs gegn Val á Akureyri í gærkvöld þar sem örlög Þórs svo gott sem réðust.

Körfuboltakvöld: KR er bara að plata okkur

"Ég er hættur að hlusta á þessa meiðslasögu hjá KR. Ég held að þetta sé lygi,“ sagði Teitur Örlygsson í léttum tón þegar sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi ræddu um lið KR eftir sigurinn á toppliði Stjörnunnar í gær.

Framlengingin: Grindavík næsta Öskubuska og KR aftur sigurstranglegast

Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi tóku fyrir nokkur mál í Framlengingunni í gær. Þeir veltu vöngum yfir næstu vikum vegna kórónuveirunnar, tilnefningum til Edduverðlauna, hvaða lið gæti átt Öskubuskuævintýri í úrslitakeppninni, hvort Þórsliðanna hefði valdið meiri vonbrigðum, og hvað mætti lesa í toppslag KR og Stjörnunnar sem KR vann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×