Dýrð íslenskra steina afhjúpast þegar Auðunn sagar þá í sundur Kristján Már Unnarsson skrifar 8. mars 2020 08:24 Í Steinasafni Auðuns á Djúpavogi. Hér stendur Auðunn við 460 kílóa þungan stein sem hann segir agat og bergkristal. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Það gengur ekkert hjá okkur að tosa upp úr honum leyndarmálið um hvar hann finnur alla þessa steina sem hann er búinn að safna í þrjátíu ár. Bara inni í dölunum og uppi í fjöllunum, svarar Auðunn Baldursson í þættinum Um land allt. Fólk sér ísbjarnarloppu með klóm í þessum steini.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Þó ekki í Búlandstindi. „Nei, það eru öngvir steinar þar,“ svarar steinasafnarinn á Djúpavogi. Flestir steinanna sem hann finnur virðast venjulegum ferðalangi í fljótu bragði sáraómerkilegir þar sem þeir liggja á jörðinni. En Auðunn hefur auga fyrir smáatriðum sem gefa vísbendingu um að eitthvað meira gæti leynst innan í þeim. Hann sýnir okkur dæmi úr hillunni. „Svo finnst fólki þetta eins og loppa á ísbirni, með klærnar,“ segir hann um stein þar sem hann sá rétt grilla í kristal í endanum áður en hann sagaði steininn. „Ég er að fá jarðfræðinga alls staðar að úr heiminum til að skoða þennan stein. Þeir eiga ekki til orð yfir þetta. Hérna sé ég eitthvað þegar ég finn hann. Svo bara magnast það þegar maður sagar hann. Þetta er agat og ópall.“ Steinninn sem Auðunn segir að jarðfræðingar gapi yfir.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hluta af dýrðinni sem Auðunn er búinn að afhjúpa má sjá í þættinum Um land allt á Stöð 2. Hér er kafli: Djúpivogur Ferðamennska á Íslandi Söfn Um land allt Tengdar fréttir Heilsársvegur yfir Öxi efstur á óskalistanum Betri veg yfir Öxi var svarið þegar Djúpavogsbúar voru spurðir í þættinum Um land allt á Stöð 2 um hvað helst þyrfti að bæta til að styrkja samfélagið á Djúpavogi. 6. mars 2020 17:12 Fólk sér loppu ísbjarnar og klær í þessum steini Hann heitir Auðunn Baldursson, er einhver ástríðufyllsti steinasafnari landsins, og sýnir gestum leyndardóma steinaríkisins í iðnaðarskemmu á Djúpavogi. 2. mars 2020 20:30 Bændur halda lífi í sveitunum með því að taka fjósin undir ferðamenn Búháttabreytingin á Bragðavöllum í Hamarsfirði er lýsandi fyrir þróunina í sveitum á sunnanverðum Austfjörðum. Þar býðst ferðamönnum gisting í smáhýsum og gamla fjósið og hlaðan eru orðið að veitingastað. 1. mars 2020 12:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Það gengur ekkert hjá okkur að tosa upp úr honum leyndarmálið um hvar hann finnur alla þessa steina sem hann er búinn að safna í þrjátíu ár. Bara inni í dölunum og uppi í fjöllunum, svarar Auðunn Baldursson í þættinum Um land allt. Fólk sér ísbjarnarloppu með klóm í þessum steini.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Þó ekki í Búlandstindi. „Nei, það eru öngvir steinar þar,“ svarar steinasafnarinn á Djúpavogi. Flestir steinanna sem hann finnur virðast venjulegum ferðalangi í fljótu bragði sáraómerkilegir þar sem þeir liggja á jörðinni. En Auðunn hefur auga fyrir smáatriðum sem gefa vísbendingu um að eitthvað meira gæti leynst innan í þeim. Hann sýnir okkur dæmi úr hillunni. „Svo finnst fólki þetta eins og loppa á ísbirni, með klærnar,“ segir hann um stein þar sem hann sá rétt grilla í kristal í endanum áður en hann sagaði steininn. „Ég er að fá jarðfræðinga alls staðar að úr heiminum til að skoða þennan stein. Þeir eiga ekki til orð yfir þetta. Hérna sé ég eitthvað þegar ég finn hann. Svo bara magnast það þegar maður sagar hann. Þetta er agat og ópall.“ Steinninn sem Auðunn segir að jarðfræðingar gapi yfir.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hluta af dýrðinni sem Auðunn er búinn að afhjúpa má sjá í þættinum Um land allt á Stöð 2. Hér er kafli:
Djúpivogur Ferðamennska á Íslandi Söfn Um land allt Tengdar fréttir Heilsársvegur yfir Öxi efstur á óskalistanum Betri veg yfir Öxi var svarið þegar Djúpavogsbúar voru spurðir í þættinum Um land allt á Stöð 2 um hvað helst þyrfti að bæta til að styrkja samfélagið á Djúpavogi. 6. mars 2020 17:12 Fólk sér loppu ísbjarnar og klær í þessum steini Hann heitir Auðunn Baldursson, er einhver ástríðufyllsti steinasafnari landsins, og sýnir gestum leyndardóma steinaríkisins í iðnaðarskemmu á Djúpavogi. 2. mars 2020 20:30 Bændur halda lífi í sveitunum með því að taka fjósin undir ferðamenn Búháttabreytingin á Bragðavöllum í Hamarsfirði er lýsandi fyrir þróunina í sveitum á sunnanverðum Austfjörðum. Þar býðst ferðamönnum gisting í smáhýsum og gamla fjósið og hlaðan eru orðið að veitingastað. 1. mars 2020 12:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Heilsársvegur yfir Öxi efstur á óskalistanum Betri veg yfir Öxi var svarið þegar Djúpavogsbúar voru spurðir í þættinum Um land allt á Stöð 2 um hvað helst þyrfti að bæta til að styrkja samfélagið á Djúpavogi. 6. mars 2020 17:12
Fólk sér loppu ísbjarnar og klær í þessum steini Hann heitir Auðunn Baldursson, er einhver ástríðufyllsti steinasafnari landsins, og sýnir gestum leyndardóma steinaríkisins í iðnaðarskemmu á Djúpavogi. 2. mars 2020 20:30
Bændur halda lífi í sveitunum með því að taka fjósin undir ferðamenn Búháttabreytingin á Bragðavöllum í Hamarsfirði er lýsandi fyrir þróunina í sveitum á sunnanverðum Austfjörðum. Þar býðst ferðamönnum gisting í smáhýsum og gamla fjósið og hlaðan eru orðið að veitingastað. 1. mars 2020 12:45