Kórónuveiran: 5 atriða aðgerðarplan fyrir stjórnendur Rakel Sveinsdóttir skrifar 9. mars 2020 09:00 Jensína K. Böðvarsdóttir segir mikilvægt að fyrirtæki og stofnanir undirbúi sig vel með aðgerðarplani og reyni þannig að draga úr þeim áhrifum sem kórónufaraldurinn getur valdið. Hvort sem fyrirtæki eru stór eða smá, ættu allir vinnustaðir að vera komnir með viðbragðsáætlun fyrir starfsfólk og rekstur í kjölfar kórónuveirunnar. Mestu skiptir þar að vinna vel að undirbúningi því góður undirbúningur er líklegur til að geta lágmarkað þau áhrif sem faraldurinn getur mögulega haft. Alþjóða fyrirtækið Valcon hefur gefið út leiðbeiningar fyrir stærri og smærri fyrirtæki að styðjast við. Við báðum Jensínu K. Böðvarsdóttir ráðgjafa hjá Valcon (e. Associate Partner) að fara yfir þau atriði sem skipta hvað mestu máli. Að sögn Jensínu geta stjórnendur stærri og smærri fyrirtækja fylgt eftir eftirfarandi 5 atriða aðgerðarplani. 1. Fylgið eftir öllum ráðleggingum heilbrigðisyfirvalda. Fyrst og fremst eiga öll fyrirtæki að fylgja opinberum ráðleggingum heilbrigðisyfirvalda. Heilsa fólks er forgangsverkefni allra, frá einstaklingum til fyrirtækja. Þá vill Jensína taka það sérstaklega fram að blaðamannafundirnir sem boðaðir hafa verið af almannavarnardeild ríkislögreglustjóra hafa verið til fyrirmyndar.2. Verið með skilgreinda viðbragðsáætlun. Í þessu er mikilvægt að útbúa áætlun fyrir möguleg fjöldaforföll starfsmanna vegna sóttkvía eða veikinda. Taka þarf ákvörðun um hvaða búnað á að nota, til dæmis fyrir fjarfundi og hvernig starfsmenn geta haldið uppi virkum samtölum úr fjarvinnu.3. Vaktið alla virðiskeðjuna, líka birgja. Einn helsti veikleiki fyrirtækja er oft að finna hjá birgjum en ekki fyrirtækjunum sjálfum. Það er því ekki nóg að gera allar ráðstafanir innan fyrirtækjanna en haga innkaupum og viðskiptum með sama hætti og áður. Fara þarf yfir alla ferla hvað þetta viðkemur, þar með talið að fylgjast með hver staða og þróun er hjá viðskiptavinum.4. Áætlið hver þolmörk fyrirtækisins eru í fjárhag og rekstri. Hér þarf fjármálasviðið að útbúa nokkrar sviðsmyndir miðað við möguleg og mismunandi alvarleg áhrif kórónufaraldursins á reksturinn. Þetta er gert til að hægt sé að grípa til ráðstafana snemma, til dæmis ef fyrirséð verður að upp geti komið vandi í sjóðstreymi.5. Tilnefnið það starfsfólk sem er í viðbragðsteymi eða forystu viðbragðsáætlana. Í stærri fyrirtækjum eru oft til viðbragðsáætlanir sem hægt er að virkja þegar eitthvað alvarlegt kemur upp, þar á meðal liggur hlutverkaskipan innan starfsmannahópa fyrir. Smærri fyrirtæki ættu að íhuga þetta líka þannig að starfsfólk sé upplýst um það fyrirfram hver innan fyrirtækisins muni bera ábyrgð á öryggis- og viðbragðsáætlunum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Góð ráð fyrir vinnustaði og starfsfólk: Tökum Daða-dansinn, sýnum þrautseigju og samhug Í könnun sem gerð var í Bandaríkjunum sögðu 80% svarenda að neikvæðar fréttir ættu stóran þátt í því að vekja með þeim áhyggjur og streitu. Ingrid Kuhlman gefur vinnustöðum og starfsfólki góð ráð til að takast á við fréttaástandið eins og það er nú. 5. mars 2020 09:00 Gripið til stórra sem smárra aðgerða á vinnustöðum Fyrirtæki og stofnanir grípa nú til aðgerða til að fyrirbyggja smitleiðir kórónuveirunnar, tryggja öryggi starfsfólks og rekstur. 6. mars 2020 14:30 Kórónuveiran: Fyrirtæki hvött til að þjálfa fólk í fjarvinnu Fyrirtæki um allan heim eru að gera ráðstafanir vegna kórónuveirunnar og hvetja sérfræðingar til þess að vinnustaðir undirbúi sig undir frekari faraldur kórónuveirunnar með því að þjálfa fólk og undirbúa fleiri fyrir fjarvinnu. 5. mars 2020 11:15 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Sjá meira
Hvort sem fyrirtæki eru stór eða smá, ættu allir vinnustaðir að vera komnir með viðbragðsáætlun fyrir starfsfólk og rekstur í kjölfar kórónuveirunnar. Mestu skiptir þar að vinna vel að undirbúningi því góður undirbúningur er líklegur til að geta lágmarkað þau áhrif sem faraldurinn getur mögulega haft. Alþjóða fyrirtækið Valcon hefur gefið út leiðbeiningar fyrir stærri og smærri fyrirtæki að styðjast við. Við báðum Jensínu K. Böðvarsdóttir ráðgjafa hjá Valcon (e. Associate Partner) að fara yfir þau atriði sem skipta hvað mestu máli. Að sögn Jensínu geta stjórnendur stærri og smærri fyrirtækja fylgt eftir eftirfarandi 5 atriða aðgerðarplani. 1. Fylgið eftir öllum ráðleggingum heilbrigðisyfirvalda. Fyrst og fremst eiga öll fyrirtæki að fylgja opinberum ráðleggingum heilbrigðisyfirvalda. Heilsa fólks er forgangsverkefni allra, frá einstaklingum til fyrirtækja. Þá vill Jensína taka það sérstaklega fram að blaðamannafundirnir sem boðaðir hafa verið af almannavarnardeild ríkislögreglustjóra hafa verið til fyrirmyndar.2. Verið með skilgreinda viðbragðsáætlun. Í þessu er mikilvægt að útbúa áætlun fyrir möguleg fjöldaforföll starfsmanna vegna sóttkvía eða veikinda. Taka þarf ákvörðun um hvaða búnað á að nota, til dæmis fyrir fjarfundi og hvernig starfsmenn geta haldið uppi virkum samtölum úr fjarvinnu.3. Vaktið alla virðiskeðjuna, líka birgja. Einn helsti veikleiki fyrirtækja er oft að finna hjá birgjum en ekki fyrirtækjunum sjálfum. Það er því ekki nóg að gera allar ráðstafanir innan fyrirtækjanna en haga innkaupum og viðskiptum með sama hætti og áður. Fara þarf yfir alla ferla hvað þetta viðkemur, þar með talið að fylgjast með hver staða og þróun er hjá viðskiptavinum.4. Áætlið hver þolmörk fyrirtækisins eru í fjárhag og rekstri. Hér þarf fjármálasviðið að útbúa nokkrar sviðsmyndir miðað við möguleg og mismunandi alvarleg áhrif kórónufaraldursins á reksturinn. Þetta er gert til að hægt sé að grípa til ráðstafana snemma, til dæmis ef fyrirséð verður að upp geti komið vandi í sjóðstreymi.5. Tilnefnið það starfsfólk sem er í viðbragðsteymi eða forystu viðbragðsáætlana. Í stærri fyrirtækjum eru oft til viðbragðsáætlanir sem hægt er að virkja þegar eitthvað alvarlegt kemur upp, þar á meðal liggur hlutverkaskipan innan starfsmannahópa fyrir. Smærri fyrirtæki ættu að íhuga þetta líka þannig að starfsfólk sé upplýst um það fyrirfram hver innan fyrirtækisins muni bera ábyrgð á öryggis- og viðbragðsáætlunum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Góð ráð fyrir vinnustaði og starfsfólk: Tökum Daða-dansinn, sýnum þrautseigju og samhug Í könnun sem gerð var í Bandaríkjunum sögðu 80% svarenda að neikvæðar fréttir ættu stóran þátt í því að vekja með þeim áhyggjur og streitu. Ingrid Kuhlman gefur vinnustöðum og starfsfólki góð ráð til að takast á við fréttaástandið eins og það er nú. 5. mars 2020 09:00 Gripið til stórra sem smárra aðgerða á vinnustöðum Fyrirtæki og stofnanir grípa nú til aðgerða til að fyrirbyggja smitleiðir kórónuveirunnar, tryggja öryggi starfsfólks og rekstur. 6. mars 2020 14:30 Kórónuveiran: Fyrirtæki hvött til að þjálfa fólk í fjarvinnu Fyrirtæki um allan heim eru að gera ráðstafanir vegna kórónuveirunnar og hvetja sérfræðingar til þess að vinnustaðir undirbúi sig undir frekari faraldur kórónuveirunnar með því að þjálfa fólk og undirbúa fleiri fyrir fjarvinnu. 5. mars 2020 11:15 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Sjá meira
Góð ráð fyrir vinnustaði og starfsfólk: Tökum Daða-dansinn, sýnum þrautseigju og samhug Í könnun sem gerð var í Bandaríkjunum sögðu 80% svarenda að neikvæðar fréttir ættu stóran þátt í því að vekja með þeim áhyggjur og streitu. Ingrid Kuhlman gefur vinnustöðum og starfsfólki góð ráð til að takast á við fréttaástandið eins og það er nú. 5. mars 2020 09:00
Gripið til stórra sem smárra aðgerða á vinnustöðum Fyrirtæki og stofnanir grípa nú til aðgerða til að fyrirbyggja smitleiðir kórónuveirunnar, tryggja öryggi starfsfólks og rekstur. 6. mars 2020 14:30
Kórónuveiran: Fyrirtæki hvött til að þjálfa fólk í fjarvinnu Fyrirtæki um allan heim eru að gera ráðstafanir vegna kórónuveirunnar og hvetja sérfræðingar til þess að vinnustaðir undirbúi sig undir frekari faraldur kórónuveirunnar með því að þjálfa fólk og undirbúa fleiri fyrir fjarvinnu. 5. mars 2020 11:15