Stendur einn eftir sem Sturla Atlas og syngur á íslensku Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 6. mars 2020 15:44 Sigurbjartur Sturla Atlason er á bak við verkefnið Sturla Atlas. sturla atlas Ný fjögurra laga skífa frá Sturla Atlas sem ber titilinn Paranoia leit dagsins ljós í morgun. Í gær kom jafnframt út myndband fyrir lagið Hvert sem er, sem er fyrsti síngúll plötunnar. Sigurbjartur Sturla Atlason segir útgáfuna að einhverju leyti marka tvenns konar tímamót. Annars vegar að hann færi sig yfir á íslensku í textagerð, og hins vegar að hann standi meira og minna einn eftir á bak við nafnið Sturla Atlas. Áður höfðu allir textar Sturlu verið á ensku og nafnið frekar táknað einhvers konar kollektív, sem Logi Pedro Stefánsson og Jóhann Kristófer Stefánsson voru einnig hluti af. Nýju plötuna vann Sigurbjartur mestmegnis með Ísleifi Eldi en einnig kom Baldvin Hlynsson að gerð nokkurra lag. Una Schram syngur svo bakraddir á plötunni. Spegla sig í gömlu myndefni Hugmyndin á bak við myndbandið nýja er að litið sé yfir farinn veg verkefnisins á myndrænan hátt. „Það er verið að rifja upp gamalt myndefni, gömul móment, gamla tíma,“ segir Sigurbjartur. Mikið af sjónrænu efni hafi verið unnið fyrir verkefnið í gegnum tíðina. „Það er verið að taka það allt saman. Við erum að leika okkur með það í vídjóinu. Við erum í hlutlausu rými sem lúkkar eins og það gæti verið listasafn.“ Þau spegli sig svo í myndefninu og velti því fyrir sér. Það er bara ég Að fráskildum nokkrum smáskífum eða sínglum er þetta fyrsta útgáfan sem kemur frá Sturla Atlas þar sem nafnið táknar í raun bara Sigurbjart. „Það er bara ég. Náttúrulega þegar við byrjuðum á sínum tíma, fyrir svona 5 árum, þá voru fleiri að syngja í því.“ Þá á hann við Loga Pedro og Jóhann Kristófer, eða Joey Christ. „Joey er náttúrulega búinn að gera sitt eigið. Logi gaf út sína plötu í fyrra eða hittífyrra. Við erum enn þá kollektív, en Sturla Atlas er bara ég,“ segir Sigurbjartur. Greiðari aðgangur að því að vera persónulegur á móðurmálinu Þetta er einnig fyrsta útgáfan þar sem textar Sturlu eru á íslensku. Sigurbjarti hafði lengi langað að færa sig úr enskunni yfir á móðurmálið, hann hafi skuldað sér að prófa það. Plötuumslag Paranoia. „Ég enduruppgötvaði það að semja og það flæddi einhvern veginn út. Að vissu leyti verður tjáningin skýrari og einhvern veginn dýpri af því maður kemst lengra á móðurmálinu. Maður getur verið nákvæmari í því sem maður er að segja og sömuleiðis byrjar maður að segja nýja hluti. Bara með því að taka svona stóra ákvörðun, að skipta um tungumál.“ Hann hafi alltaf reynt að vera persónulegur og einlægur í textagerð sinni en íslenskan hjálpi til. „Það er greiðari aðgangur að því að vera persónulegur á móðurmálinu, það er náttúrulegra.“ Að syngja á ensku hafi ekki beint verið úthugsað upprunalega. „Það var ekki eins og það væri stærsti faktorinn í þessu. Meira svona „Hei ókei, við ætlum að hafa þetta á ensku. Ókei, gerum það“.“ Bæði leit að sjálfum sér og flótti frá sjálfum sér „Þegar þetta var allt saman að koma saman, þá var rauði þráðurinn kannski bæði leit að sjálfum sér og flótti frá sjálfum sér. Það er eitthvað smá ástand sem algjörlega togar mann í sitthvora áttina,“ segir Sigurbjartur að lokum, spurður út í titil plötunnar. „Við getum ekki flúið frá okkur sjálfum.“ Hlusta má á Paranoia í heild sinni á Spotify hér að neðan. Menning Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Ný fjögurra laga skífa frá Sturla Atlas sem ber titilinn Paranoia leit dagsins ljós í morgun. Í gær kom jafnframt út myndband fyrir lagið Hvert sem er, sem er fyrsti síngúll plötunnar. Sigurbjartur Sturla Atlason segir útgáfuna að einhverju leyti marka tvenns konar tímamót. Annars vegar að hann færi sig yfir á íslensku í textagerð, og hins vegar að hann standi meira og minna einn eftir á bak við nafnið Sturla Atlas. Áður höfðu allir textar Sturlu verið á ensku og nafnið frekar táknað einhvers konar kollektív, sem Logi Pedro Stefánsson og Jóhann Kristófer Stefánsson voru einnig hluti af. Nýju plötuna vann Sigurbjartur mestmegnis með Ísleifi Eldi en einnig kom Baldvin Hlynsson að gerð nokkurra lag. Una Schram syngur svo bakraddir á plötunni. Spegla sig í gömlu myndefni Hugmyndin á bak við myndbandið nýja er að litið sé yfir farinn veg verkefnisins á myndrænan hátt. „Það er verið að rifja upp gamalt myndefni, gömul móment, gamla tíma,“ segir Sigurbjartur. Mikið af sjónrænu efni hafi verið unnið fyrir verkefnið í gegnum tíðina. „Það er verið að taka það allt saman. Við erum að leika okkur með það í vídjóinu. Við erum í hlutlausu rými sem lúkkar eins og það gæti verið listasafn.“ Þau spegli sig svo í myndefninu og velti því fyrir sér. Það er bara ég Að fráskildum nokkrum smáskífum eða sínglum er þetta fyrsta útgáfan sem kemur frá Sturla Atlas þar sem nafnið táknar í raun bara Sigurbjart. „Það er bara ég. Náttúrulega þegar við byrjuðum á sínum tíma, fyrir svona 5 árum, þá voru fleiri að syngja í því.“ Þá á hann við Loga Pedro og Jóhann Kristófer, eða Joey Christ. „Joey er náttúrulega búinn að gera sitt eigið. Logi gaf út sína plötu í fyrra eða hittífyrra. Við erum enn þá kollektív, en Sturla Atlas er bara ég,“ segir Sigurbjartur. Greiðari aðgangur að því að vera persónulegur á móðurmálinu Þetta er einnig fyrsta útgáfan þar sem textar Sturlu eru á íslensku. Sigurbjarti hafði lengi langað að færa sig úr enskunni yfir á móðurmálið, hann hafi skuldað sér að prófa það. Plötuumslag Paranoia. „Ég enduruppgötvaði það að semja og það flæddi einhvern veginn út. Að vissu leyti verður tjáningin skýrari og einhvern veginn dýpri af því maður kemst lengra á móðurmálinu. Maður getur verið nákvæmari í því sem maður er að segja og sömuleiðis byrjar maður að segja nýja hluti. Bara með því að taka svona stóra ákvörðun, að skipta um tungumál.“ Hann hafi alltaf reynt að vera persónulegur og einlægur í textagerð sinni en íslenskan hjálpi til. „Það er greiðari aðgangur að því að vera persónulegur á móðurmálinu, það er náttúrulegra.“ Að syngja á ensku hafi ekki beint verið úthugsað upprunalega. „Það var ekki eins og það væri stærsti faktorinn í þessu. Meira svona „Hei ókei, við ætlum að hafa þetta á ensku. Ókei, gerum það“.“ Bæði leit að sjálfum sér og flótti frá sjálfum sér „Þegar þetta var allt saman að koma saman, þá var rauði þráðurinn kannski bæði leit að sjálfum sér og flótti frá sjálfum sér. Það er eitthvað smá ástand sem algjörlega togar mann í sitthvora áttina,“ segir Sigurbjartur að lokum, spurður út í titil plötunnar. „Við getum ekki flúið frá okkur sjálfum.“ Hlusta má á Paranoia í heild sinni á Spotify hér að neðan.
Menning Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira