Berlusconi yngir verulega upp Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. mars 2020 14:55 Marta Fascina, Silvio Berlusconi og Francesca Pascale. Samsett/getty/Facebook Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu er hættur með kærustu sinni til tólf ára, Francescu Pascale. Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að Berlusconi sé þegar kominn með nýja kærustu, þingkonuna Mörtu Fascina. Forza Italia, flokkur Berlusconi, tilkynnti um sambandsslit hans og Pascale í yfirlýsingu. Rétt tæplega fimmtíu ára aldursmunur er á fyrrverandi parinu en Berlusconi er 83 ára og Pascale 34 ára. Sambandsslitin virðast hafa reynst þeirri síðarnefndu þungbær en hún segir í samtali við ítalska dagblaðið Repubblica að hún sé agndofa yfir tilkynningu flokksins. „Mér mun þykja vænt um hann að eilífu. Ég óska honum allra hamingjunnar í heiminum og vona að hann finni einhvern sem hugsi um hann líkt og ég hef gert,“ segir Pascale. Fjölmiðlar á Ítalíu greina frá því að Berlusconi sé þegar tekinn saman við aðra konu. Sú heitir Marta Fascina og er þingkona Forza Italia. Hún er þrítug og þar með 53 árum yngri en Berlusconi. Orðrómur um samband þeirra fór á flug eftir að til þeirra sást á göngu með hund Pascale, Dudu. „Mér finnst fyndið að sjá þingkonu úti að ganga með hundinn minn. En mér finnst það í lagi,“ sagði Pascale um málið. Berlusconi er tvífráskilinn og á fimm börn. Seinni eiginkona hans, Veronica Lario, kveðst hafa farið frá honum vegna ítrekaðs samneytis hans við ungar stúlkur. Berlusconi var árið 2013 dæmdur fyrir vændiskaup af stúlkum undir lögaldri en dómnum var síðar snúið við. Þá hefur hann hlotið dóm fyrir skattsvik. Hann situr nú á Evrópuþinginu fyrir Ítalíu. Ítalía Tengdar fréttir Berbrjósta mótmælandi truflaði Berlusconi á kjörstað Mótmælandi náði óvænt að smygla sér inn á kjörstað í dag þegar Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu greiddi atkvæði í þingkosningum þar í landi. 4. mars 2018 21:15 Berlusconi gegn ítalska ríkinu í Strassborg Fyrrverandi forsætisráðherrann segir bann, sem meinar honum að gegna opinberu starfi, vera ólögmætt. Hann ætlar að sækja ítalska ríkið til saka fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. 23. nóvember 2017 10:35 Berlusconi vill vísa 600.000 innflytjendum úr landi Fyrrverandi forsætisráðherrann talar um tifandi félagslega sprengju eftir skotárás hægriöfgamanns á fólk af afrískum uppruna um helgina. 5. febrúar 2018 11:35 Ekkert húðflúr og ekkert skegg í nýjasta liði Berlusconi Silvio Berlusconi, hinn skrautlegi fyrrum eigandi AC Milan, er búinn að kaupa C-deildarliðið Monza og hann er búinn að setja skýrar reglur. 7. október 2018 08:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu er hættur með kærustu sinni til tólf ára, Francescu Pascale. Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að Berlusconi sé þegar kominn með nýja kærustu, þingkonuna Mörtu Fascina. Forza Italia, flokkur Berlusconi, tilkynnti um sambandsslit hans og Pascale í yfirlýsingu. Rétt tæplega fimmtíu ára aldursmunur er á fyrrverandi parinu en Berlusconi er 83 ára og Pascale 34 ára. Sambandsslitin virðast hafa reynst þeirri síðarnefndu þungbær en hún segir í samtali við ítalska dagblaðið Repubblica að hún sé agndofa yfir tilkynningu flokksins. „Mér mun þykja vænt um hann að eilífu. Ég óska honum allra hamingjunnar í heiminum og vona að hann finni einhvern sem hugsi um hann líkt og ég hef gert,“ segir Pascale. Fjölmiðlar á Ítalíu greina frá því að Berlusconi sé þegar tekinn saman við aðra konu. Sú heitir Marta Fascina og er þingkona Forza Italia. Hún er þrítug og þar með 53 árum yngri en Berlusconi. Orðrómur um samband þeirra fór á flug eftir að til þeirra sást á göngu með hund Pascale, Dudu. „Mér finnst fyndið að sjá þingkonu úti að ganga með hundinn minn. En mér finnst það í lagi,“ sagði Pascale um málið. Berlusconi er tvífráskilinn og á fimm börn. Seinni eiginkona hans, Veronica Lario, kveðst hafa farið frá honum vegna ítrekaðs samneytis hans við ungar stúlkur. Berlusconi var árið 2013 dæmdur fyrir vændiskaup af stúlkum undir lögaldri en dómnum var síðar snúið við. Þá hefur hann hlotið dóm fyrir skattsvik. Hann situr nú á Evrópuþinginu fyrir Ítalíu.
Ítalía Tengdar fréttir Berbrjósta mótmælandi truflaði Berlusconi á kjörstað Mótmælandi náði óvænt að smygla sér inn á kjörstað í dag þegar Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu greiddi atkvæði í þingkosningum þar í landi. 4. mars 2018 21:15 Berlusconi gegn ítalska ríkinu í Strassborg Fyrrverandi forsætisráðherrann segir bann, sem meinar honum að gegna opinberu starfi, vera ólögmætt. Hann ætlar að sækja ítalska ríkið til saka fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. 23. nóvember 2017 10:35 Berlusconi vill vísa 600.000 innflytjendum úr landi Fyrrverandi forsætisráðherrann talar um tifandi félagslega sprengju eftir skotárás hægriöfgamanns á fólk af afrískum uppruna um helgina. 5. febrúar 2018 11:35 Ekkert húðflúr og ekkert skegg í nýjasta liði Berlusconi Silvio Berlusconi, hinn skrautlegi fyrrum eigandi AC Milan, er búinn að kaupa C-deildarliðið Monza og hann er búinn að setja skýrar reglur. 7. október 2018 08:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Berbrjósta mótmælandi truflaði Berlusconi á kjörstað Mótmælandi náði óvænt að smygla sér inn á kjörstað í dag þegar Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu greiddi atkvæði í þingkosningum þar í landi. 4. mars 2018 21:15
Berlusconi gegn ítalska ríkinu í Strassborg Fyrrverandi forsætisráðherrann segir bann, sem meinar honum að gegna opinberu starfi, vera ólögmætt. Hann ætlar að sækja ítalska ríkið til saka fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. 23. nóvember 2017 10:35
Berlusconi vill vísa 600.000 innflytjendum úr landi Fyrrverandi forsætisráðherrann talar um tifandi félagslega sprengju eftir skotárás hægriöfgamanns á fólk af afrískum uppruna um helgina. 5. febrúar 2018 11:35
Ekkert húðflúr og ekkert skegg í nýjasta liði Berlusconi Silvio Berlusconi, hinn skrautlegi fyrrum eigandi AC Milan, er búinn að kaupa C-deildarliðið Monza og hann er búinn að setja skýrar reglur. 7. október 2018 08:00