Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir 73-118 Keflavík | Keflavík burstaði Fjölnismenn Gabríel Sighvatsson skrifar 5. mars 2020 22:00 visir/bára Fjölnir tók á móti Keflavík í 20. umferð Dominos deildar karla í kvöld. Fjölnir hafði að engu að keppa nema heiðrinum þar sem liðið var fallið fyrir leikinn. Keflavík var í betri stöðu fyrir leikinn, í 2. sæti og í harðri baráttu við Stjörnumenn um deildarmeistaratitilinn. Leikurinn var einstefna allt frá fyrsta leikhluta en Keflvíkingar sýndu enga miskunn í sóknaraðgerðum sínum og settu hver stigin á fætur öðrum. Ekkert gekk hjá heimamönnum að stöðva þessa stórsókn gestanna. Sjálfir skoruðu Fjölnismenn ekki mörg stig og voru því í basli bæði sóknar- og varnarlega. Að lokum hafði Keflavík mjög sannfærandi sigur, 118-73 en gæðamunurinn á liðunum var augljós.Af hverju vann Keflavík?Keflavík er með mun betri og fleiri leikmenn en Fjölnir. Fjölnismenn voru líka þreyttir eftir leik á mánudag og kom það niður á frammistöðunni í dag.Hvað gekk illa?Vörn Fjölnismanna var í molum og Keflavík nýtti sér það til hins ýtrasta og luku sér ekki af fyrr en 118 stig voru komin á töfluna. Sóknarlega var ekki mikið uppi á teningunum hjá heimamönnum sem gekk illa að halda í við stórsókn Keflavíkurmanna.Hverjir stóðu upp úr?Callum Reese Lawson var stigahæstur með 35 stig og á hæla hans fylgdi Dominykas Milka með 25 stig. Sá síðarnefndi var hæstur í fráköstum með 9 slík.Hvað gerist næst?Fjölnir reynir að næla sér í nokkur stig í viðbót áður en þeir kveðja deildina en það verður ekki auðvelt þar sem síðustu tveir mótherjar þeirra eru Njarðvík og Stjarnan. Keflavík reynir að halda í við Stjörnumenn á toppnum og eiga Þór frá Þorlákshöfn í næsta leik. Falur: Sá fljótlega í hvað stefndi - Fáránlegt skipulagFalur Jóhann Harðarson, þjálfari Fjölnis, bar fyrir sig smæð leikmannahópsins síns og þreytu aðspurður út í þessa frammistöðu. Einnig gagnrýndi hann leikjafyrirkomulagið í deildinni.„Ég var svolítið hræddur við þá. Við vorum alveg bensínlausir eftir leikinn á mánudagskvöld og það þarf engan stjarneðlisfræðing til að segja þér að þetta er fáránlegt skipulag. Við erum búnir að vera í mánaðarpásu svo er spilað mánudag og fimmtudag. Þetta er bara fáránlegt.“ sagði Falur eftir skellinn í kvöld. „Eins og ég segi, það tók mikið af okkur. Ég er ekki að spila á mörgum mönnum, það eru þrír eða fjórir sem spiluðu 35 plús hjá mér og hinir með miklar mínútur. Það voru allir mjög þreyttir, það sást í kvöld.“ Fjölnismenn voru í raun aldrei inni í leiknum og þetta var engin samkeppni í dag. „Þetta fór bara eins og ég sagði. Ég sá fljótlega í hvað stefndi og það varð raunin. Við þurftum bara að klára þennan leik.“ „Við fáum núna viku í næsta leik en fyndist betra að gefa þeim mánuð til þess að jafna sig.“ sagður Falur kíminn. Hjalti Þór: Erum að gíra okkur upp í playoffs „Við vorum vel stemmdir en ég bjóst ekki við svona miklum yfirburðum. Við sýndum það strax í byrjun að við vorum mættir til leiks og gerðum vel allan leikinn.“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, eftir stórsigurinn gegn Fjölni. Keflvíkingar eru með góðan og stóra hóp og leikjaálagið hafði ekki mikil áhrif á þá, hvað þá miðað við Fjölnismenn. „Við erum með svolítið marga leikmenn. Það eru 11 leikmenn sem spila í dag og allir allavegana í 5 mínútur. Dreifingin var þannig að það hafði engin áhrif að það væri stutt á milli leikja.“ Hjalti vildi meina að það er alltaf hægt að gera betur en þeir líta að sjálfsögðu björtum augum á umspilið sem hefst fljótlega. „Það er alltaf hægt að finna eitthvað sem er ekki nógu gott en við tökum margt hjá okkur út úr þessu. Við erum bara að gíra okkur upp í „playoffs“ það er númer eitt, tvö og þrjú. Ef Stjarnan misstígur sig eitthvað þá er það bara bónus.“ „Við höldum bara áfram á okkar róli. Við gerðum þetta vel í dag og héldum haus allan tímann í dag sem ég er mjög ánægður með.“ sagði Hjalti að lokum. Hörður Axel: Skulduðum þeim svona leikHörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var að sjálfsögðu ánægður með sigurinn í kvöld og var nokkuð sammála um að þetta hefði verið þægilegur leikur. „Já, þægilega og ekki þægilega. Við tókum þá mjög alvarlega í dag. Við skulduðum þeim svona leik í rauninni eftir að þeir slógu okkur út úr bikarnum sem var mitt stærsta slys á ferlinum held ég.“ Keflvíkingar eru klárlega betra lið og það sást vel í dag. „Það er mikill munur á þessum liðum, taflan sýnir það líka. Við erum á sama tíma að prófa nýja hluti sem við viljum sjá hvernig virka og gíra okkur inn í það sem koma skal. Þannig að við erum ekkert að fara að stíga af bensíninu í hvaða leik sem eftir er.“ „Við erum með breidd, eitthvað sem hefur kannski vantað. Við erum með meiri breidd en við höfum verið með áður. Það er að koma inn ný bylgja í hvert skipti sem við skiptum inn á, þá koma menn sem gera eitthvað.“ Fókusinn hjá Keflavík núna er að klára tímabilið vel og koma vel inn í umspilið sem hefst fljótlega. „Við vorum miklu betri í dag heldur en á móti Haukum þar sem sóknarleikurinn var mjög stirður en hérna í dag er hann að fljóta mjög vel. Við vorum að vinna liðið sem er í 12. sæti þannig að við tökum þessu með ró en sáttir í dag að hafa svarað aðeins leiknum í bikarnum.“ Dominos-deild karla
Fjölnir tók á móti Keflavík í 20. umferð Dominos deildar karla í kvöld. Fjölnir hafði að engu að keppa nema heiðrinum þar sem liðið var fallið fyrir leikinn. Keflavík var í betri stöðu fyrir leikinn, í 2. sæti og í harðri baráttu við Stjörnumenn um deildarmeistaratitilinn. Leikurinn var einstefna allt frá fyrsta leikhluta en Keflvíkingar sýndu enga miskunn í sóknaraðgerðum sínum og settu hver stigin á fætur öðrum. Ekkert gekk hjá heimamönnum að stöðva þessa stórsókn gestanna. Sjálfir skoruðu Fjölnismenn ekki mörg stig og voru því í basli bæði sóknar- og varnarlega. Að lokum hafði Keflavík mjög sannfærandi sigur, 118-73 en gæðamunurinn á liðunum var augljós.Af hverju vann Keflavík?Keflavík er með mun betri og fleiri leikmenn en Fjölnir. Fjölnismenn voru líka þreyttir eftir leik á mánudag og kom það niður á frammistöðunni í dag.Hvað gekk illa?Vörn Fjölnismanna var í molum og Keflavík nýtti sér það til hins ýtrasta og luku sér ekki af fyrr en 118 stig voru komin á töfluna. Sóknarlega var ekki mikið uppi á teningunum hjá heimamönnum sem gekk illa að halda í við stórsókn Keflavíkurmanna.Hverjir stóðu upp úr?Callum Reese Lawson var stigahæstur með 35 stig og á hæla hans fylgdi Dominykas Milka með 25 stig. Sá síðarnefndi var hæstur í fráköstum með 9 slík.Hvað gerist næst?Fjölnir reynir að næla sér í nokkur stig í viðbót áður en þeir kveðja deildina en það verður ekki auðvelt þar sem síðustu tveir mótherjar þeirra eru Njarðvík og Stjarnan. Keflavík reynir að halda í við Stjörnumenn á toppnum og eiga Þór frá Þorlákshöfn í næsta leik. Falur: Sá fljótlega í hvað stefndi - Fáránlegt skipulagFalur Jóhann Harðarson, þjálfari Fjölnis, bar fyrir sig smæð leikmannahópsins síns og þreytu aðspurður út í þessa frammistöðu. Einnig gagnrýndi hann leikjafyrirkomulagið í deildinni.„Ég var svolítið hræddur við þá. Við vorum alveg bensínlausir eftir leikinn á mánudagskvöld og það þarf engan stjarneðlisfræðing til að segja þér að þetta er fáránlegt skipulag. Við erum búnir að vera í mánaðarpásu svo er spilað mánudag og fimmtudag. Þetta er bara fáránlegt.“ sagði Falur eftir skellinn í kvöld. „Eins og ég segi, það tók mikið af okkur. Ég er ekki að spila á mörgum mönnum, það eru þrír eða fjórir sem spiluðu 35 plús hjá mér og hinir með miklar mínútur. Það voru allir mjög þreyttir, það sást í kvöld.“ Fjölnismenn voru í raun aldrei inni í leiknum og þetta var engin samkeppni í dag. „Þetta fór bara eins og ég sagði. Ég sá fljótlega í hvað stefndi og það varð raunin. Við þurftum bara að klára þennan leik.“ „Við fáum núna viku í næsta leik en fyndist betra að gefa þeim mánuð til þess að jafna sig.“ sagður Falur kíminn. Hjalti Þór: Erum að gíra okkur upp í playoffs „Við vorum vel stemmdir en ég bjóst ekki við svona miklum yfirburðum. Við sýndum það strax í byrjun að við vorum mættir til leiks og gerðum vel allan leikinn.“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, eftir stórsigurinn gegn Fjölni. Keflvíkingar eru með góðan og stóra hóp og leikjaálagið hafði ekki mikil áhrif á þá, hvað þá miðað við Fjölnismenn. „Við erum með svolítið marga leikmenn. Það eru 11 leikmenn sem spila í dag og allir allavegana í 5 mínútur. Dreifingin var þannig að það hafði engin áhrif að það væri stutt á milli leikja.“ Hjalti vildi meina að það er alltaf hægt að gera betur en þeir líta að sjálfsögðu björtum augum á umspilið sem hefst fljótlega. „Það er alltaf hægt að finna eitthvað sem er ekki nógu gott en við tökum margt hjá okkur út úr þessu. Við erum bara að gíra okkur upp í „playoffs“ það er númer eitt, tvö og þrjú. Ef Stjarnan misstígur sig eitthvað þá er það bara bónus.“ „Við höldum bara áfram á okkar róli. Við gerðum þetta vel í dag og héldum haus allan tímann í dag sem ég er mjög ánægður með.“ sagði Hjalti að lokum. Hörður Axel: Skulduðum þeim svona leikHörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var að sjálfsögðu ánægður með sigurinn í kvöld og var nokkuð sammála um að þetta hefði verið þægilegur leikur. „Já, þægilega og ekki þægilega. Við tókum þá mjög alvarlega í dag. Við skulduðum þeim svona leik í rauninni eftir að þeir slógu okkur út úr bikarnum sem var mitt stærsta slys á ferlinum held ég.“ Keflvíkingar eru klárlega betra lið og það sást vel í dag. „Það er mikill munur á þessum liðum, taflan sýnir það líka. Við erum á sama tíma að prófa nýja hluti sem við viljum sjá hvernig virka og gíra okkur inn í það sem koma skal. Þannig að við erum ekkert að fara að stíga af bensíninu í hvaða leik sem eftir er.“ „Við erum með breidd, eitthvað sem hefur kannski vantað. Við erum með meiri breidd en við höfum verið með áður. Það er að koma inn ný bylgja í hvert skipti sem við skiptum inn á, þá koma menn sem gera eitthvað.“ Fókusinn hjá Keflavík núna er að klára tímabilið vel og koma vel inn í umspilið sem hefst fljótlega. „Við vorum miklu betri í dag heldur en á móti Haukum þar sem sóknarleikurinn var mjög stirður en hérna í dag er hann að fljóta mjög vel. Við vorum að vinna liðið sem er í 12. sæti þannig að við tökum þessu með ró en sáttir í dag að hafa svarað aðeins leiknum í bikarnum.“