Vorfundi flokksstjórnar Samfylkingarinnar hefur verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Fundinn átti að halda í Hljómahöll Reykjanesbæjar laugardaginn 7. mars næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samfylkingunni.
Ekki er búið að ákveða hvenær fundurinn verður haldinn og segir í tilkynningunni að ákvörðunin hafi verið tekin að vandlega athuguðu máli með stjórn flokksins. Hætta væri á að fólk sem viðkvæmt er fyrir smiti á kórónuveirunni eða eigi ættingja sem það eru veigri sér við að mæta á fjölmenna fundi sem þessa. Stjórnin vilji ekki skapa lýðræðishalla á slíkum fundi þar sem stefnumótandi ákvarðanir eru teknar.
Flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar frestað vegna kórónuveirunnar

Tengdar fréttir

Ársfundi Landsvirkjunar frestað vegna kórónuveiru
Landsvirkjun hefur ákveðið að fresta ársfundi fyrirtækisins sem var á dagskrá á morgun, 5. mars. Ástæðan er varúðarráðstafanir vegna kórónuveirunnar.

Hver hátíðin á eftir annarri blásin af vegna veirunnar
Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta ársfundi Samorku, sem fram átti að fara í næstu viku.

Búið að greina sex tilfelli kórónuveiru til viðbótar
Búið er að greina sex ný kórónuveirusmitstifelli á Íslandi. Heildarfjöldi þeirra er því 26 sem stendur, þar af hafa 10 verið greind í dag.