Brúðkaup og tvær jarðarfarir á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. mars 2020 19:15 Um 50 manns koma að sýningunni á einn eða annan hátt í Litla leikhúsinu við Sigtún á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Það gengur á ýmsu á sviðinu hjá Leikfélagi Selfoss þessa dagana þar sem trúlofun, brúðkaup, tvær jarðarfarir, endalaus partý og sukk og svínarí kemur meðal annars við sögu. Litla leikhúsið við Sigtún á Selfossi hefur iðað að lífi síðustu vikurnar því þar standa yfir æfingar frá morgni til kvölds á verkinu „Þar sem Djöflaeyjan rís“ eftir Einar Kárason. Um fimmtíu manns taka þátt í sýningunni á einn eða annan hátt, þar af 24 leikarar. Verkið verður frumsýnt föstudagskvöldið 6. mars. „Það er trúlofun, brúðkaup, tvær jarðarfarir, endalaus partý og timburmenn, svall og svínarí, ofbeldi, ástarleikir og allt þarna á milli í verkinu, mikið fjör“, segir Rúnar Guðbrandsson, leikstjóri og bætir við að það sé alveg magnað að ekki stærra leikfélag en á Selfossi, sem byggir allt sitt á áhugafólki í sjálfboðavinnu skuli setja svona stórt og mikið verk á svið. „Já, þetta er alveg magnað leikfélag, ekki bara leikararnir og söngvararnir, heldur bara öll umgjörðin, allt fólkið sem kemur að þessu“, segir Rúnar. Djöflaeyjan verður frumsýnd föstudagskvöldið 6. mars. Uppselt er á frumsýninguna.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Leikfélag Selfoss er eitt af öflugu áhuga leikfélögum landsins og er alltaf að toppa sig með stærri og stærri verkum enda að gera mjög góða hluti. „Já, við erum sammála því, leikfélagið byggir náttúrulega á gömlum merg, er orðið 60 ára gamalt og við erum með þetta frábæra hús og góðan mannauð og við höfum trygga áhorfendur, þannig að fólk gerir bara ráð fyrir að við séum að gera góða hluti“, segja þær Guðný Lára Gunnarsdóttir, formaður félagsins og Guðfinna Gunnarsdóttir, sem taka þátt í uppfærslu leikritsins. Allir, sem taka þátt í sýningunni eru áhugaleikarar og leggja sitt framlag til félagsins í sjálfboðavinnu.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Árborg Leikhús Menning Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Það gengur á ýmsu á sviðinu hjá Leikfélagi Selfoss þessa dagana þar sem trúlofun, brúðkaup, tvær jarðarfarir, endalaus partý og sukk og svínarí kemur meðal annars við sögu. Litla leikhúsið við Sigtún á Selfossi hefur iðað að lífi síðustu vikurnar því þar standa yfir æfingar frá morgni til kvölds á verkinu „Þar sem Djöflaeyjan rís“ eftir Einar Kárason. Um fimmtíu manns taka þátt í sýningunni á einn eða annan hátt, þar af 24 leikarar. Verkið verður frumsýnt föstudagskvöldið 6. mars. „Það er trúlofun, brúðkaup, tvær jarðarfarir, endalaus partý og timburmenn, svall og svínarí, ofbeldi, ástarleikir og allt þarna á milli í verkinu, mikið fjör“, segir Rúnar Guðbrandsson, leikstjóri og bætir við að það sé alveg magnað að ekki stærra leikfélag en á Selfossi, sem byggir allt sitt á áhugafólki í sjálfboðavinnu skuli setja svona stórt og mikið verk á svið. „Já, þetta er alveg magnað leikfélag, ekki bara leikararnir og söngvararnir, heldur bara öll umgjörðin, allt fólkið sem kemur að þessu“, segir Rúnar. Djöflaeyjan verður frumsýnd föstudagskvöldið 6. mars. Uppselt er á frumsýninguna.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Leikfélag Selfoss er eitt af öflugu áhuga leikfélögum landsins og er alltaf að toppa sig með stærri og stærri verkum enda að gera mjög góða hluti. „Já, við erum sammála því, leikfélagið byggir náttúrulega á gömlum merg, er orðið 60 ára gamalt og við erum með þetta frábæra hús og góðan mannauð og við höfum trygga áhorfendur, þannig að fólk gerir bara ráð fyrir að við séum að gera góða hluti“, segja þær Guðný Lára Gunnarsdóttir, formaður félagsins og Guðfinna Gunnarsdóttir, sem taka þátt í uppfærslu leikritsins. Allir, sem taka þátt í sýningunni eru áhugaleikarar og leggja sitt framlag til félagsins í sjálfboðavinnu.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Árborg Leikhús Menning Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira