Búið að greina sex tilfelli kórónuveiru til viðbótar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. mars 2020 17:08 Verið er að vinna að því hörðum höndum að auka afkastagetu í greiningu smita á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. vísir/vilhelm Búið er að greina sex ný kórónuveirusmitstifelli á Íslandi. Heildarfjöldi þeirra er því 26 sem stendur, þar af hafa tíu verið greind í dag. Flest eiga hin smituðu það sameiginlegt að hafa nýlega verið á svæðum sem skilgreind hafa verið sem með mikla smithættu, til að mynda á Norður-Ítalíu. Ekkert innanlandssmit hefur komið upp. Fram kom í hádeginu að fjögur ný tilfelli af COVID-19 sjúkdómnum hafi verið greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í morgun. Tvö ný smit greindust jafnframt seint í gærkvöldi. Þeir sem greindust í dag eru við góða heilsu en sýna þó einkenni. Allir einstaklingarnir, þar á meðal þeir sem greindust með veiruna í dag, voru á ferðalagi á Norður-Ítalíu eða Austurríki og höfðu því fengið ráðleggingar um að vera í sóttkví. Þetta segir í tilkynningu frá almannavörnum. „Íslensk stjórnvöld hafa gripið til hnitmiðaðra varúðarráðstafana til að koma í veg fyrir víðtæka útbreiðslu COVID-19-veirunnar. Engin smit hafa greinst sem rekja má til innlendra smitleiða,“ segir í tilkynningunni. Þá segir einnig að hér á landi hafi mörg tilfelli greinst miðað við höfðatölu og í alþjóðlegum samanburði. Þá sé mikilvægt að hafa í huga að hér hafi verið gripið til umfangsmikilla aðgerða. Það sé þessum ráðstöfunum að þakka að smit hafi greinst snemma hér á landi með tilheyrandi fækkun á mögulegum smitleiðum. Nú eru 380 manns hér á landi í sóttkví og er nú unnið hart að því að auka afkastagetu í greiningu smita á sýkla- og veirufræðideild Landspítala.Það sem þú gætir viljað lesa um kórónuveiruna:Nýjast:Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveirunaHvernig smitast kórónuveiran?Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti.Spurt og svarað um kórónuveiruna:Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit?Hver er munurinn á kórónuveirunni og hefðbundinni flensu?Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, lýsti því á blaðamannafundi á dögunum.Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar:Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir.Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smitin orðin tuttugu Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar er komin í tuttugu manns. Fjögur sýni hafa greinst jákvæð í dag. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 4. mars 2020 12:14 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Búið er að greina sex ný kórónuveirusmitstifelli á Íslandi. Heildarfjöldi þeirra er því 26 sem stendur, þar af hafa tíu verið greind í dag. Flest eiga hin smituðu það sameiginlegt að hafa nýlega verið á svæðum sem skilgreind hafa verið sem með mikla smithættu, til að mynda á Norður-Ítalíu. Ekkert innanlandssmit hefur komið upp. Fram kom í hádeginu að fjögur ný tilfelli af COVID-19 sjúkdómnum hafi verið greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í morgun. Tvö ný smit greindust jafnframt seint í gærkvöldi. Þeir sem greindust í dag eru við góða heilsu en sýna þó einkenni. Allir einstaklingarnir, þar á meðal þeir sem greindust með veiruna í dag, voru á ferðalagi á Norður-Ítalíu eða Austurríki og höfðu því fengið ráðleggingar um að vera í sóttkví. Þetta segir í tilkynningu frá almannavörnum. „Íslensk stjórnvöld hafa gripið til hnitmiðaðra varúðarráðstafana til að koma í veg fyrir víðtæka útbreiðslu COVID-19-veirunnar. Engin smit hafa greinst sem rekja má til innlendra smitleiða,“ segir í tilkynningunni. Þá segir einnig að hér á landi hafi mörg tilfelli greinst miðað við höfðatölu og í alþjóðlegum samanburði. Þá sé mikilvægt að hafa í huga að hér hafi verið gripið til umfangsmikilla aðgerða. Það sé þessum ráðstöfunum að þakka að smit hafi greinst snemma hér á landi með tilheyrandi fækkun á mögulegum smitleiðum. Nú eru 380 manns hér á landi í sóttkví og er nú unnið hart að því að auka afkastagetu í greiningu smita á sýkla- og veirufræðideild Landspítala.Það sem þú gætir viljað lesa um kórónuveiruna:Nýjast:Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveirunaHvernig smitast kórónuveiran?Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti.Spurt og svarað um kórónuveiruna:Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit?Hver er munurinn á kórónuveirunni og hefðbundinni flensu?Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, lýsti því á blaðamannafundi á dögunum.Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar:Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir.Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smitin orðin tuttugu Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar er komin í tuttugu manns. Fjögur sýni hafa greinst jákvæð í dag. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 4. mars 2020 12:14 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Smitin orðin tuttugu Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar er komin í tuttugu manns. Fjögur sýni hafa greinst jákvæð í dag. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 4. mars 2020 12:14