Leicester rifjar upp mark Jóhannesar Karls frá miðju: „Betra en hjá Beckham“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. mars 2020 23:30 Jóhannes Karl lék með Leicester í tvö ár, tæplega 80 leiki. vísir/getty Leicester City birti í dag myndband á Twitter af mögnuðu marki sem Jóhannes Karl Guðjónsson skoraði í leik liðsins gegn Hull City á þessum degi fyrir fyrir nákvæmlega 14 árum síðan. Jóhannes Karl skoraði alls níu mörk fyrir Leicester tímabilið 2005-06 og var markahæsti leikmaður liðsins í öllum keppnum ásamt Mark de Vries og Iain Hume með níu mörk. Fallegasta mark Jóhannesar Karls á tímabilinu kom í 3-2 sigri á Hull á heimavelli í ensku B-deildinni 4. mars 2006. Þegar sex mínútur voru eftir, í stöðunni 2-2, fékk Jóhannes Karl boltann frá Patrick Kisnorbo rétt fyrir utan miðjuhringinn. Skagamaðurinn sá að Boaz Myhill, markvörður Hull, var alltof framarlega, lét vaða frá miðju og boltinn endaði í netinu. „Betra en hjá Beckham,“ sagði lýsandinn og vísaði til frægs marks Davids Beckham fyrir Manchester United gegn Wimbledon 1996. Mark Jóhannesar Karls gegn Hull má sjá hér fyrir neðan. Joey Guðjónsson from the halfway line #OnThisDay in 2006 pic.twitter.com/yCejRhSsm9— Leicester City (@LCFC) March 4, 2020 Tímabilið 2005-06 var eitt það besta á ferli Jóhannesar Karls en Skagamaðurinn var valinn leikmaður ársins hjá Leicester þetta tímabil. Sumarið 2006 fór Jóhannes Karl svo til AZ Alkmaar í Hollandi sem var þá undir stjórn Louis van Gaal. Jóhannes Karl lék alls 77 leiki fyrir Leicester og skoraði tíu mörk. Ári seinna skoraði eldri bróðir Jóhannesar Karls, Bjarni, einnig frægt mark frá miðju í leik ÍA og Keflavíkur í Landsbankadeildinni. En það er önnur og lengri saga. Enski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Sjá meira
Leicester City birti í dag myndband á Twitter af mögnuðu marki sem Jóhannes Karl Guðjónsson skoraði í leik liðsins gegn Hull City á þessum degi fyrir fyrir nákvæmlega 14 árum síðan. Jóhannes Karl skoraði alls níu mörk fyrir Leicester tímabilið 2005-06 og var markahæsti leikmaður liðsins í öllum keppnum ásamt Mark de Vries og Iain Hume með níu mörk. Fallegasta mark Jóhannesar Karls á tímabilinu kom í 3-2 sigri á Hull á heimavelli í ensku B-deildinni 4. mars 2006. Þegar sex mínútur voru eftir, í stöðunni 2-2, fékk Jóhannes Karl boltann frá Patrick Kisnorbo rétt fyrir utan miðjuhringinn. Skagamaðurinn sá að Boaz Myhill, markvörður Hull, var alltof framarlega, lét vaða frá miðju og boltinn endaði í netinu. „Betra en hjá Beckham,“ sagði lýsandinn og vísaði til frægs marks Davids Beckham fyrir Manchester United gegn Wimbledon 1996. Mark Jóhannesar Karls gegn Hull má sjá hér fyrir neðan. Joey Guðjónsson from the halfway line #OnThisDay in 2006 pic.twitter.com/yCejRhSsm9— Leicester City (@LCFC) March 4, 2020 Tímabilið 2005-06 var eitt það besta á ferli Jóhannesar Karls en Skagamaðurinn var valinn leikmaður ársins hjá Leicester þetta tímabil. Sumarið 2006 fór Jóhannes Karl svo til AZ Alkmaar í Hollandi sem var þá undir stjórn Louis van Gaal. Jóhannes Karl lék alls 77 leiki fyrir Leicester og skoraði tíu mörk. Ári seinna skoraði eldri bróðir Jóhannesar Karls, Bjarni, einnig frægt mark frá miðju í leik ÍA og Keflavíkur í Landsbankadeildinni. En það er önnur og lengri saga.
Enski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Sjá meira