Lampard um Liverpool: Þeir urðu mannlegir í einum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2020 09:00 Frank Lampard og Jürgen Klopp léttir á því á hliðarlínunni fyrr á þessu tímabili. Getty/Matthew Ashton Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, býst við svari hjá Liverpool í bikarleik liðanna í kvöld eftir að Liverpool tapaði óvænt fyrsta deildarleik tímabilsins um helgina. Frank Lampard er alls ekki á því að það verði auðveldara að mæta Liverpool í kvöld eftir að liðið fékk skellinn á móti Watford. „Af hverju? Af því að þeir töpuðu einum leik? Kannski, hver veit? Það getur farið í báðar áttir. Þeir urðu allavega mannlegir í einum leik. Það getur vel gerst í ensku úrvalsdeildinni sem er mjög samkeppnishæf,“ sagði Frank Lampard „Það sýnir líka hversu frábæra hluti þeir hafa gert síðasta árið og þá sérstaklega á þessu tímabili. Ég get því ekki sagt að þetta geri leikinn auðveldari fyrir okkur,“ sagði Frank Lampard 'The've become human for one game': Lampard expecting Liverpool reaction in FA Cup. By @tumcarayolhttps://t.co/LK6nkTGPBr— Guardian sport (@guardian_sport) March 3, 2020 „Liverpool hefur bara gengið í gegnum í röð úrslita eins og við hin liðin erum að lenda í. Þeir hafa hingað til verið í sérflokki á þessu tímabil. Það er ótrúlegt afrek hjá Jürgen Klopp og öllu liðinu. Núna eru þeir aftur orðnir örlítið venjulegir,“ sagði Lampard. Pressan er á Lampard. Chelsea náði aðeins jafntefli á móti Bournemouth eftir að hafa steinlegið 3-0 á heimavelli á móti Bayern í Meistaradeildinni í leiknum á undan. Chelsea liðið hefur nú ekki unnið í síðustu sex deildarleikjum sínum og hefur um leið hleypt öðrum liðum inn í baráttuna um síðasta Meistaradeildarsætið. Lampard veit hins vegar að Chelsea hefur stalið vel í Liverpool í tveimur leikjum liðanna á leiktíðinni. Liverpool þurfti vítaspyrnukeppni til að vinna Chelsea í Ofurbikar Evrópu og vann síðan nauman 2-1 sigur á Stamford Bridge í september. Leikur Chelsea og Liverpool í sextán liða úrslitum ensku bikarkeppninnar hefst klukkan 19.45 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Sjá meira
Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, býst við svari hjá Liverpool í bikarleik liðanna í kvöld eftir að Liverpool tapaði óvænt fyrsta deildarleik tímabilsins um helgina. Frank Lampard er alls ekki á því að það verði auðveldara að mæta Liverpool í kvöld eftir að liðið fékk skellinn á móti Watford. „Af hverju? Af því að þeir töpuðu einum leik? Kannski, hver veit? Það getur farið í báðar áttir. Þeir urðu allavega mannlegir í einum leik. Það getur vel gerst í ensku úrvalsdeildinni sem er mjög samkeppnishæf,“ sagði Frank Lampard „Það sýnir líka hversu frábæra hluti þeir hafa gert síðasta árið og þá sérstaklega á þessu tímabili. Ég get því ekki sagt að þetta geri leikinn auðveldari fyrir okkur,“ sagði Frank Lampard 'The've become human for one game': Lampard expecting Liverpool reaction in FA Cup. By @tumcarayolhttps://t.co/LK6nkTGPBr— Guardian sport (@guardian_sport) March 3, 2020 „Liverpool hefur bara gengið í gegnum í röð úrslita eins og við hin liðin erum að lenda í. Þeir hafa hingað til verið í sérflokki á þessu tímabil. Það er ótrúlegt afrek hjá Jürgen Klopp og öllu liðinu. Núna eru þeir aftur orðnir örlítið venjulegir,“ sagði Lampard. Pressan er á Lampard. Chelsea náði aðeins jafntefli á móti Bournemouth eftir að hafa steinlegið 3-0 á heimavelli á móti Bayern í Meistaradeildinni í leiknum á undan. Chelsea liðið hefur nú ekki unnið í síðustu sex deildarleikjum sínum og hefur um leið hleypt öðrum liðum inn í baráttuna um síðasta Meistaradeildarsætið. Lampard veit hins vegar að Chelsea hefur stalið vel í Liverpool í tveimur leikjum liðanna á leiktíðinni. Liverpool þurfti vítaspyrnukeppni til að vinna Chelsea í Ofurbikar Evrópu og vann síðan nauman 2-1 sigur á Stamford Bridge í september. Leikur Chelsea og Liverpool í sextán liða úrslitum ensku bikarkeppninnar hefst klukkan 19.45 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Sjá meira