Biðla til heilbrigðisstarfsmanna að fara ekki utan í ferðalög Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. mars 2020 14:36 Frá fundinum í dag. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisyfirvöld biðla til heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem starfa í framlínu á heilbrigðisstofnunum að fara ekki utan í ferðalög í bili, á meðan tilfellum vegna kórónuveirunnar fer fjölgandi hér á landi. Þetta kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknis sem lauk fyrir stundu. Þar bað hún heilbrigðisstarfsfólk og aðra í framlínu heilbrigðisstofnana að „doka við heima“. Í dag var greint frá því að starfsmenn Landspítala sem hafa komið til Íslands síðan á föstudag eftir veru á Ítalíu eigi að fara í fjórtán daga heimasóttkví frá heimkomu. „Það er ljóst að tilfellum fer fjölgandi og líka vegna þess að við erum að missa heilbrigðisstarfsmenn í sóttkví þá munum við biðla til heilbrigðisstarfsmanna og líka annarra sem eru í framlínu að undirbúa þessi viðbrögð að fara ekki í ferðalög heldur doka við hérna heima þar til við sjáum hvernig umfangið á hugsanlegum faraldri verður,“ sagði Alma. Á fundinum kom fram að um 260 einstaklingar væru í sóttkví. Búið er að rannsaka 130 en 19 sýni eru enn í rannsókn og beðið er eftir niðurstöðum þeirra. Þrjú smit hafa greinst hér á landi og eiga þau þrjú sem smitast hafa sameiginlegt að hafa dvalið á Ítalíu. Sagði Alma að nú stæðu yfir umfangsmiklar aðgerðir á Landspítalanum til að finna pláss annars staðar fyrir aldraða einstaklinga sem þar liggja en hafa lokið meðferð. Líkt og greint hefur verið frá eru aldraðir í hópi þeirra sem eru hvað mest viðkvæmir fyrir veirunni. Einhver fjöldi fari á 99 herbergja sjúkrarými sem sé nýopnað. „Þetta hefur keðjuverkum sem léttir á bráðamóttökunni sem auðveldar sýkingavarnir.“ Það sem þú gætir viljað lesa um kórónuveiruna Nýjast: Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveiruna Hvernig smitast kórónuveiran? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Spurt og svarað um kórónuveiruna: Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit? Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar: Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Aukafjármagn til þrifa vegna kórónuveirunnar Borgarráð hyggst leggja til fjármagn til aukinna þrifa í stofnunum borgarinnar vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid19-sjúkdómnum. 2. mars 2020 11:02 Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55 Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld biðla til heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem starfa í framlínu á heilbrigðisstofnunum að fara ekki utan í ferðalög í bili, á meðan tilfellum vegna kórónuveirunnar fer fjölgandi hér á landi. Þetta kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknis sem lauk fyrir stundu. Þar bað hún heilbrigðisstarfsfólk og aðra í framlínu heilbrigðisstofnana að „doka við heima“. Í dag var greint frá því að starfsmenn Landspítala sem hafa komið til Íslands síðan á föstudag eftir veru á Ítalíu eigi að fara í fjórtán daga heimasóttkví frá heimkomu. „Það er ljóst að tilfellum fer fjölgandi og líka vegna þess að við erum að missa heilbrigðisstarfsmenn í sóttkví þá munum við biðla til heilbrigðisstarfsmanna og líka annarra sem eru í framlínu að undirbúa þessi viðbrögð að fara ekki í ferðalög heldur doka við hérna heima þar til við sjáum hvernig umfangið á hugsanlegum faraldri verður,“ sagði Alma. Á fundinum kom fram að um 260 einstaklingar væru í sóttkví. Búið er að rannsaka 130 en 19 sýni eru enn í rannsókn og beðið er eftir niðurstöðum þeirra. Þrjú smit hafa greinst hér á landi og eiga þau þrjú sem smitast hafa sameiginlegt að hafa dvalið á Ítalíu. Sagði Alma að nú stæðu yfir umfangsmiklar aðgerðir á Landspítalanum til að finna pláss annars staðar fyrir aldraða einstaklinga sem þar liggja en hafa lokið meðferð. Líkt og greint hefur verið frá eru aldraðir í hópi þeirra sem eru hvað mest viðkvæmir fyrir veirunni. Einhver fjöldi fari á 99 herbergja sjúkrarými sem sé nýopnað. „Þetta hefur keðjuverkum sem léttir á bráðamóttökunni sem auðveldar sýkingavarnir.“ Það sem þú gætir viljað lesa um kórónuveiruna Nýjast: Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveiruna Hvernig smitast kórónuveiran? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Spurt og svarað um kórónuveiruna: Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit? Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar: Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Aukafjármagn til þrifa vegna kórónuveirunnar Borgarráð hyggst leggja til fjármagn til aukinna þrifa í stofnunum borgarinnar vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid19-sjúkdómnum. 2. mars 2020 11:02 Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55 Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Sjá meira
Aukafjármagn til þrifa vegna kórónuveirunnar Borgarráð hyggst leggja til fjármagn til aukinna þrifa í stofnunum borgarinnar vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid19-sjúkdómnum. 2. mars 2020 11:02
Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43
Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55