Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 1. mars 2020 18:43 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, og Alma Möller, landlæknir. vísir/vilhelm Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. Maðurinn kom heim til Íslands frá Ítalíu með vél Icelandair frá Verónu í gær. Allir farþegar vélarinnar voru Íslendingar og voru farþegarnir 180 talsins. Þeir hafa nú allir verið settir í sóttkví og eru því minnst 270 manns í sóttkví á Íslandi. Þetta staðfesti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli þegar vélin lenti í gær og tóku bæði lögreglumenn og heilbrigðisstarfsfólk á móti farþegum vélarinnar og afhentu upplýsingableðil. Nokkrir einstaklingar sem voru um borð í vélinni gáfu sig fram vegna flensueinkenna og voru sýni tekin úr þeim. Eitt þeirra reyndist eins og fyrr segir jákvætt. Hin sýnin voru neikvæð. Eftir þessar nýjustu vendingar hefur skilgreint áhættusvæði á Ítalíu verið fært út og nær það nú til alls landsins. Fólk sem ferðast hefur frá Ítalíu til Íslands frá og með gærdeginum er beðið um að fara í sóttkví í fjórtán daga, hvort sem það flaug með þessari sömu vél Icelandair eða með öðru flugi. Annar íslenskur maður greindist með kórónuveiruna á föstudaginn síðastliðinn og hafði hann einnig verið í ferðalagi á Ítalíu. Sá er á fimmtugsaldri en hann er í einangrun á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Landlæknir hefur heimild til að beita valdi fylgi fólk ekki fyrirmælum um sóttkví Kórónuveirufaraldurinn heldur áfram að breiðast út og hafa 85.000 einstaklingar í 57 löndum verið greindir með veiruna. Þeir sem koma til landsins frá svokölluðum hættusvæðum, sem eru Kína, Íran, Suður-Kórea og Ítalíu, eru beðnir um að fara í 14 daga sóttkví. Alma Möller, landlæknir, segir í samtali við fréttastofu að gríðarlega mikilvægt sé að fólk fylgi fyrirmælum um sóttkví. Geri fólk það ekki hafi sóttvarnalæknir heimild samkvæmt lögum til að beita valdi. „Sóttvarnalæknir getur kallað til lögreglu til að sjá til þess að fólk fari að fyrirmælum.“ Ánægð með upplýsingagjöf yfirvalda Erfiðlega hefur gengið að fá fólk í sóttkví til að tjá sig en fréttastofa hefur rætt við konu sem hefur verið í sóttkví frá því á föstudag. Hún vinnur með manninum sem greindist með veiruna á föstudaginn en hún vildi ekki koma fram undir nafni af virðingu við samstarfsfélaga sína. „Miðað við það að sóttkví byrji að telja síðasta daginn sem hann var í vinnu þá eru svona níu til tíu dagar eftir,“ segir hún. Konan er einkennalaus og mætti því í raun vera heima hjá sér í sóttkví en þar sem hún á lítið barn ákvað hún að einangra sig frá fjölskyldunni á meðan mesta hættan á smiti líður hjá. „Ég er í rauninni í íbúð afa og ömmu sem þau búa ekki lengur í og er ég raun rétt hjá vinnustaðnum þannig það voru hæg heimatökin.“ Hún segist hafa það fínt. Hún sofi mikið og lesi bækur. „Ég bara sef mikið, borða og les og vafra á netinu og fer í göngutúra. Af því ég er ekki heima hjá mér þar sem ég væri eflaust dottinn í heimilisstörf þá er þetta svolítið bara slökun í rauninni. Ég er með lítið barn heima og að sofa í 12 tíma er ekki munaður sem ég get vanalega leyft mér en ég geri það hér.“ Hún segir að ættingjar hafi tekið þessu með æðruleysi. Þá er hún ánægð með upplýsingagjöf yfirvalda. „Það er auðvitað mjög mikilvægt að það sé farið eftir þessum reglum og í raun lít ég á þetta sem samfélagslega ábyrgð að bregðast við og fylgja þessum leiðbeiningum. Öðruvísi heftum við ekki útbreiðslu veirunnar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Annað kórónuveirusmit hefur greinst á Íslandi Annað kórónuveirusmit hefur verið staðfest hér á landi. Þetta staðfesti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu Vísis. 1. mars 2020 17:52 Afkomuspá Icelandair Group tekin úr gildi vegna kórónuveirunnar Kórónuveiran hefur haft neikvæð áhrif á eftirspurn eftir ferðalögum á ákvæðin svæði í heiminum. Staðan skipar aukna óvissu þegar kemur að áætlaðri rekstrarniðurstöðu Icelandair Group fyrir árið 2020. 1. mars 2020 12:44 Faðir langveiks barns kallar eftir umburðarlyndi fyrir óttaslegna Faðir barns með undirliggjandi sjúkdóm kallar eftir auknu umburðarlyndi í garð þeirra sem eru uggandi vegna veirunnar. 1. mars 2020 18:34 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. Maðurinn kom heim til Íslands frá Ítalíu með vél Icelandair frá Verónu í gær. Allir farþegar vélarinnar voru Íslendingar og voru farþegarnir 180 talsins. Þeir hafa nú allir verið settir í sóttkví og eru því minnst 270 manns í sóttkví á Íslandi. Þetta staðfesti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli þegar vélin lenti í gær og tóku bæði lögreglumenn og heilbrigðisstarfsfólk á móti farþegum vélarinnar og afhentu upplýsingableðil. Nokkrir einstaklingar sem voru um borð í vélinni gáfu sig fram vegna flensueinkenna og voru sýni tekin úr þeim. Eitt þeirra reyndist eins og fyrr segir jákvætt. Hin sýnin voru neikvæð. Eftir þessar nýjustu vendingar hefur skilgreint áhættusvæði á Ítalíu verið fært út og nær það nú til alls landsins. Fólk sem ferðast hefur frá Ítalíu til Íslands frá og með gærdeginum er beðið um að fara í sóttkví í fjórtán daga, hvort sem það flaug með þessari sömu vél Icelandair eða með öðru flugi. Annar íslenskur maður greindist með kórónuveiruna á föstudaginn síðastliðinn og hafði hann einnig verið í ferðalagi á Ítalíu. Sá er á fimmtugsaldri en hann er í einangrun á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Landlæknir hefur heimild til að beita valdi fylgi fólk ekki fyrirmælum um sóttkví Kórónuveirufaraldurinn heldur áfram að breiðast út og hafa 85.000 einstaklingar í 57 löndum verið greindir með veiruna. Þeir sem koma til landsins frá svokölluðum hættusvæðum, sem eru Kína, Íran, Suður-Kórea og Ítalíu, eru beðnir um að fara í 14 daga sóttkví. Alma Möller, landlæknir, segir í samtali við fréttastofu að gríðarlega mikilvægt sé að fólk fylgi fyrirmælum um sóttkví. Geri fólk það ekki hafi sóttvarnalæknir heimild samkvæmt lögum til að beita valdi. „Sóttvarnalæknir getur kallað til lögreglu til að sjá til þess að fólk fari að fyrirmælum.“ Ánægð með upplýsingagjöf yfirvalda Erfiðlega hefur gengið að fá fólk í sóttkví til að tjá sig en fréttastofa hefur rætt við konu sem hefur verið í sóttkví frá því á föstudag. Hún vinnur með manninum sem greindist með veiruna á föstudaginn en hún vildi ekki koma fram undir nafni af virðingu við samstarfsfélaga sína. „Miðað við það að sóttkví byrji að telja síðasta daginn sem hann var í vinnu þá eru svona níu til tíu dagar eftir,“ segir hún. Konan er einkennalaus og mætti því í raun vera heima hjá sér í sóttkví en þar sem hún á lítið barn ákvað hún að einangra sig frá fjölskyldunni á meðan mesta hættan á smiti líður hjá. „Ég er í rauninni í íbúð afa og ömmu sem þau búa ekki lengur í og er ég raun rétt hjá vinnustaðnum þannig það voru hæg heimatökin.“ Hún segist hafa það fínt. Hún sofi mikið og lesi bækur. „Ég bara sef mikið, borða og les og vafra á netinu og fer í göngutúra. Af því ég er ekki heima hjá mér þar sem ég væri eflaust dottinn í heimilisstörf þá er þetta svolítið bara slökun í rauninni. Ég er með lítið barn heima og að sofa í 12 tíma er ekki munaður sem ég get vanalega leyft mér en ég geri það hér.“ Hún segir að ættingjar hafi tekið þessu með æðruleysi. Þá er hún ánægð með upplýsingagjöf yfirvalda. „Það er auðvitað mjög mikilvægt að það sé farið eftir þessum reglum og í raun lít ég á þetta sem samfélagslega ábyrgð að bregðast við og fylgja þessum leiðbeiningum. Öðruvísi heftum við ekki útbreiðslu veirunnar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Annað kórónuveirusmit hefur greinst á Íslandi Annað kórónuveirusmit hefur verið staðfest hér á landi. Þetta staðfesti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu Vísis. 1. mars 2020 17:52 Afkomuspá Icelandair Group tekin úr gildi vegna kórónuveirunnar Kórónuveiran hefur haft neikvæð áhrif á eftirspurn eftir ferðalögum á ákvæðin svæði í heiminum. Staðan skipar aukna óvissu þegar kemur að áætlaðri rekstrarniðurstöðu Icelandair Group fyrir árið 2020. 1. mars 2020 12:44 Faðir langveiks barns kallar eftir umburðarlyndi fyrir óttaslegna Faðir barns með undirliggjandi sjúkdóm kallar eftir auknu umburðarlyndi í garð þeirra sem eru uggandi vegna veirunnar. 1. mars 2020 18:34 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Annað kórónuveirusmit hefur greinst á Íslandi Annað kórónuveirusmit hefur verið staðfest hér á landi. Þetta staðfesti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu Vísis. 1. mars 2020 17:52
Afkomuspá Icelandair Group tekin úr gildi vegna kórónuveirunnar Kórónuveiran hefur haft neikvæð áhrif á eftirspurn eftir ferðalögum á ákvæðin svæði í heiminum. Staðan skipar aukna óvissu þegar kemur að áætlaðri rekstrarniðurstöðu Icelandair Group fyrir árið 2020. 1. mars 2020 12:44
Faðir langveiks barns kallar eftir umburðarlyndi fyrir óttaslegna Faðir barns með undirliggjandi sjúkdóm kallar eftir auknu umburðarlyndi í garð þeirra sem eru uggandi vegna veirunnar. 1. mars 2020 18:34