Casilla miður sín og neitar sök Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. mars 2020 23:00 Casilla, til hægri, neitar því að hafa sagt niðrandi orð í garð Leko. Vísir/Getty Spænski markvörðurinn Kiko Casilla, leikmaður Leeds United í ensku B-deildinni, er miður sín yfir átta leikja banninu sem hann var dæmdur í af enska knattspyrnusambandinu. Hann segist ekki vera rasisti og fordæmir kynþáttaníð.Sjá einnig: Dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð Casilla var dæmdur í átta leikja bann fyrir atvik sem átti sér stað í september. Þá ku markvörðurinn spænski hafa átt í orðaskiptum við Jonathan Leko, leikmann Charlton Athletic, sem túlkuðu hafa verið sem kynþáttaníð. Fyrir það fékk hann umrætt átta leikja bann sem þýðir að hann missir af mikilvægum leikjum Leeds United í baráttunni um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Einnig var honum gert að borga 60 þúsund pund í sekt sem og að sitja námskeið í umburðarlyndi. Það kom þó ekki að sök um helgina er Leeds lagði Hull City örugglega með fjórum mörkum gegn engu.Sjá einnig: Sjáðu mörkin er Leeds vann stórsigur á Hull CityCasilla hefur nú tjáð sig um málið á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar neitar hann ákærunni og segist vera „mjög leiður og niðurbrotinn yfir því að hafa verið ásakaður um kynþáttaníð.“ „Kynþáttaníð á ekki að vera liðið í fótbolta, íþróttum eða öðrum sviðum samfélagsins,“ segir Casilla einnig. Þá segir hann að síðustu fimm mánuðir hafi verið þeir erfiðustu á ferli sínum og að hann muni taka refsingunni þó hann sé ósammála henni. pic.twitter.com/Tb1VXsjrnW — Kiko Casilla 13 (@KikoCasilla13) February 28, 2020 Leeds hefur stutt við bakið á Casilla og segir í yfirlýsingu að nefnd á vegum enska knattspyrnusambandsins hafi dæmt hann sekan út frá líkum frekar en að sýna fram á sekt hans án alls vafa. Markvörðurinn hafði spilað alla 35 leiki Leeds í ensku B-deildinni en liðið situr í 2. sæti deildarinnar, aðeins stigi á eftir toppliði West Bromwich Albion þegar 10 leikir eru eftir af leiktíðinni. Enski boltinn Tengdar fréttir Dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð Spánverjinn Kiko Casilla, markvörður Leeds United í ensku B-deildinni, hefur verið dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð. 29. febrúar 2020 11:00 Sjáðu mörkin er Leeds vann stórsigur á Hull City Leeds United hefur verið að finna rétta formið undanfarnar vikur og vann sinn fjórða sigur í röð þegar liðið mætti Hull í hádeginu. 29. febrúar 2020 15:00 Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti Fleiri fréttir Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Sjá meira
Spænski markvörðurinn Kiko Casilla, leikmaður Leeds United í ensku B-deildinni, er miður sín yfir átta leikja banninu sem hann var dæmdur í af enska knattspyrnusambandinu. Hann segist ekki vera rasisti og fordæmir kynþáttaníð.Sjá einnig: Dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð Casilla var dæmdur í átta leikja bann fyrir atvik sem átti sér stað í september. Þá ku markvörðurinn spænski hafa átt í orðaskiptum við Jonathan Leko, leikmann Charlton Athletic, sem túlkuðu hafa verið sem kynþáttaníð. Fyrir það fékk hann umrætt átta leikja bann sem þýðir að hann missir af mikilvægum leikjum Leeds United í baráttunni um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Einnig var honum gert að borga 60 þúsund pund í sekt sem og að sitja námskeið í umburðarlyndi. Það kom þó ekki að sök um helgina er Leeds lagði Hull City örugglega með fjórum mörkum gegn engu.Sjá einnig: Sjáðu mörkin er Leeds vann stórsigur á Hull CityCasilla hefur nú tjáð sig um málið á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar neitar hann ákærunni og segist vera „mjög leiður og niðurbrotinn yfir því að hafa verið ásakaður um kynþáttaníð.“ „Kynþáttaníð á ekki að vera liðið í fótbolta, íþróttum eða öðrum sviðum samfélagsins,“ segir Casilla einnig. Þá segir hann að síðustu fimm mánuðir hafi verið þeir erfiðustu á ferli sínum og að hann muni taka refsingunni þó hann sé ósammála henni. pic.twitter.com/Tb1VXsjrnW — Kiko Casilla 13 (@KikoCasilla13) February 28, 2020 Leeds hefur stutt við bakið á Casilla og segir í yfirlýsingu að nefnd á vegum enska knattspyrnusambandsins hafi dæmt hann sekan út frá líkum frekar en að sýna fram á sekt hans án alls vafa. Markvörðurinn hafði spilað alla 35 leiki Leeds í ensku B-deildinni en liðið situr í 2. sæti deildarinnar, aðeins stigi á eftir toppliði West Bromwich Albion þegar 10 leikir eru eftir af leiktíðinni.
Enski boltinn Tengdar fréttir Dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð Spánverjinn Kiko Casilla, markvörður Leeds United í ensku B-deildinni, hefur verið dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð. 29. febrúar 2020 11:00 Sjáðu mörkin er Leeds vann stórsigur á Hull City Leeds United hefur verið að finna rétta formið undanfarnar vikur og vann sinn fjórða sigur í röð þegar liðið mætti Hull í hádeginu. 29. febrúar 2020 15:00 Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti Fleiri fréttir Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Sjá meira
Dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð Spánverjinn Kiko Casilla, markvörður Leeds United í ensku B-deildinni, hefur verið dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð. 29. febrúar 2020 11:00
Sjáðu mörkin er Leeds vann stórsigur á Hull City Leeds United hefur verið að finna rétta formið undanfarnar vikur og vann sinn fjórða sigur í röð þegar liðið mætti Hull í hádeginu. 29. febrúar 2020 15:00