Erlent

Mikil fjölgun smitaðra í Frakklandi

Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa
Vopnaðir lögregluþjónar hafa skipað fólki að vera með andlitsgrímur í Frakklandi.
Vopnaðir lögregluþjónar hafa skipað fólki að vera með andlitsgrímur í Frakklandi. AP/Daniel Cole

Kórónuveirufaraldurinn virðist nú í mikilli uppsveiflu í Frakklandi en þar voru rúmlega 4.700 smit staðfest í gær, þúsund fleiri en höfðu greinst á miðvikudag, sem þótti mikið þá.

Veiran er einnig að sækja í sig veðrið á ný á Spáni, í Þýskalandi og á Ítalíu þar sem menn eru að sjá hæstu tölur síðan í apríl eða maí, þegar faraldurinn stóð sem hæst.

Á Spáni er stór hluti hinna smituðu nú yngra fólk en var í fyrri bylgju faraldursins en í Þýskalandi kenna menn um slökun á fjarlægðarreglum og Þjóðverjum sem snúa nú heim að loknu sumarfríi í útlöndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×