Þór Akureyri vann magnaðan sigur á Grindavík í gær og er enn á lífi í botnbaráttunni í Dominos-deild karla.
Þegar rúm mínúta var eftir leiddu Grindvíkingar með átta stigum, 78-86, en magnaður lokakafli Þórsara skilaði þeim góðum sigri.
Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi fóru yfir leikinn og endasprettinn í þætti sínum í gærkvöldi en einnig fóru þeir yfir stöðuna fyrir lokaumferðina.
Hvort að hún verði einhverntímann leikinn mun svo koma í ljós en Þór á að spila við KR í lokaumferðinni. Þórsarar eiga innbyrðisviðureignir á bæði Val og Þór Þorlákshöfn svo ef annaðhvort Valur eða Þór frá Þorlákshöfn tapar og Akureyringar vinna KR, eru norðanmenn uppi.
Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.

